Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 188
178
Ástæðurnar eru aðallega mikill breytileiki í efnainnihaldi hráefna og að einhverjum hluta óná-
kvæmni í vigtun og mælingu. Með reglubundnum efnagreiningum og samanburði á niður-
stöðurn við útreiknaðan fóðurlista hefur smásaman náðst að minnka þennan mun. Óstöðug-
leiki í fóðurblöndun, þó unnið sé eftir sama lista, stafar oftast af því að ekki er hægt að útvega
eins hráefni frá degi til dags.
Astand hráefna og aðföng
Ástand íslenskra hráefna er mjög breytileg milli fóðurstöðva. Loðdýrafóður er í aðalatriðum
samsett úr aukaafurðum fískvinnslu og sláturhúsa, en engar reglur eru til um meðhöndlun og
geymsla aukaafurðanna. Það er því aðallega háð aðstæðum í afurðarstöð á hverjum stað
hvernig ástand hráefnanna er við komu í fóðurstöð. Skilningur fyrir mikilvægi þess að hráefni
til loðdýrafóðurframleiðslu séu fersk og ómenguð er sem betur fer að aukast. Víða í slátur-
húsum er engin aðstaða til að kæla sláturúrgang, sem er þó lykilatriði til þess að hægt sé að
nota hann í loðdýrafóður.
Sú umræða sem orðið hefur um hráefnisgæði í kjölfar efna- og örverugreininga hefur gert
framleiðendur meðvitaðri um ástand hráefna sem notuð eru í loðdýrafóður. Framleiðendur
senda inn sýni til efnagreiningar áður en farið er að nota hráefnin ef um nýja eða á einhvern
hátt vafasama vöru er að ræða og farið er að styðjast við leiðbeinandi gæðakröfur fyrir hráefni
sem danska fóðureftirlitið gefur út. Einnig hafa framleiðendur nýtt sér örverugreiningarnar til
að taka af allan vafa um bakteríumengun í hráefnum.
Námskeiðahald og heimsóknir í fóðurstöðvar, þar sem farið er yfir gæði hráefna og
áhersla lögð á varðveislu þeirra, hefur skilað sér í bættri árvekni sem leitt hefur til þess að
umtalsverður árangur hefur náðst.
FRAMTÍÐIN
Fóðurframleiðendur verða að gera kröfur til birgja um viðunandi gæði á hráefnum, hvort
heldur sem um er að ræða fersk hráefni frá afurðarstöðvum eða unnin hráefni. Mjölvara og
vítamín eru hráefni sem hafa ákveðið geymsluþol sem ber að virða.
Það hefðbundna eftirlit með hráefnum og fóðri sem notað er í dag krefst þess að tekin séu
mörg sýni. Það er að vísu afturvirkt eftirlit, þar sem oftast er búið að gefa fóðrið áður en
niðurstöður liggja fyrir. Það er engu að síður nauðsynlegt til að veita framleiðendum aðhald
og jafnframt vitneskju um að framleiðsia þeirra stenst þær kröfur sem gerðar eru til hennar.
í ársskýrslu fóðureftirlitsins koma fram allar efnagreiningamiðurstöður, ásamt úttektum á
fóðurstöðvum og ýmiskonar fræðsluefni. Það er ómetanlegt fyrir framleiðendur að geta á
hverjum tíma borið sig saman við aðra ffamleiðendur og sína eigin framleiðslu saman milli
ára. Efnagreiningar á tilbúnu votfóðri fyrir loðdýr munu því ávalit verða nauðsynlegur þáttur í
virku fóðureftirliti.
Vöntun á greiningum
Nýjar aðferðir við eftirlit með hrávörum og fóðri byggja á gæðamati sem kemur í veg fyrir að
notuð séu hráefni sem ekki uppfylla ströngustu kröfur um efnainnihald og bakteríugæði. Til
að koma á skilvirku gæðaeftirliti þurfa efna- og örverugreiningar á hráefni að eiga sér stað
áður en fóðrið er búið til.
Efnagreiningar á íslenskum hráefnum eru fáar en sem komið er og því ekki hægt að nota
þær sem meðaltalsgildi yfir tiltekinn hrávöruflokk. Efnagreiningar sem gerðar hafa verið á
hráefnum hjá Fóðureftirlitinu á Hvanneyri er aðeins um 70 talsins frá því eftirlitið tók til
starfa. Hingað til hefur aðallega verið stuðst við skandinavískar hráefnatöflur við útreikning á
fóðurlista, en í sumum hráefnaflokkum er engar niðurstöður að finna í erlendum töflum. Það