Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 310
300
í lilbúnum áburði, auk mælinga á magni efnisins bæði í lifur og nýrum. Síðan hefur birst
greinargott yfírlit Ólafs Reykdal (1998) um kadmín í íslenskum búfjárafurðum og þá sem við-
fangsefni innan matvælarannsókna. Einnig er fjallað um kadrnín í greinum Ólafs Reykdal o.fl.
(2000) og Ólafs Reykdal og Amgríms Thorlacius (2000) um ólífræn snefílefni í landbúnaðar-
afurðum. Áður hafði þó stuttlega verið fjallað urn kadrnín í grein um þungmálma í lifur og
nýrum sláturlamba (Ólafur Reykdal og Arngrímur Thorlacius 1995).
Að öðru leyti hefur lítið verið fjallað um áhrif kadmíns hér á landi fyrr en í viðamikilli
skýrslu umhverfísráðuneytisins: „Mælingar á mengun og mengandi efnum á og við Island“,
sem út kom í mars á nýliðnu ári, 1999. Sú skýrsla átti sér þó nokkra undanfara og má þar
nefna hið samnorræna umhverfisvöktunarverkefni: „Atmospheric heavy metal deposition in
Northern Europe 1990“ (Riihling o.fl. 1992) þar sem könnuð var uppsöfnun þungmálma,
þ.á.m. kadmíns í tveimur tilteknum mosategundum. Erlendis hafa slíkar efnamælingar á
mosum verið notaðar til að meta loftborna mengun. Þessi rannsókn var síðan endurtekin
1995-1996 (Ríihiing og Steinnes 1998) og var athyglisverðasta niðurstaðan að hæstu kadmín-
gildin virðast fylgja gosbeltinu þar sem jarðvegseyðing er mest áberandi. Niðurstöðurnar
snerta því landbúnaðinn, þótt mosinn sjálfur sé ekki hluti af fóðuröfluninni.
Ennfremur ber að nefna skýrslu varðandi mengunarmælingar í sjó (Magnús Jóhannesson
o.fl. 1995) og rannsóknir á þungmálmum í kræklingi (Jón Ólafsson 1986). Megin niðurstöður
mælinganna í sjó, sem náðu til fimm fisktegunda. kræklings og sets. eru að kadmín mældist
verulega hærra hér við land í samanburði við önnur hafsvæði Norður-Atlantshafsins. Hæstu
gildi kadmíns í kræklingi reyndust nálægt svokölluðum viðmiðunarmörkum um óæskilegt
magn með tilliti til neyslu og voru gagnstætt því, sem annars staðar er þekkt, úr sýnum fjarri
þéttbýli. Á strandsvæðum annars staðar er algengast að kadrnín sé hæst annað hvort í nánd
við þéttbýlisstaði eða þar sem það og önnur spilliefni kunna að hafa borist í sjó fram af manna
völdum. Varðandi fisktegundirnar reyndist sjálft fisklioldið laust við kadmín, þótt þess gætti
eitthvað í líffærum (lifur) þeirra.
KADMÍN í JARÐVEGI HÉR Á LANDI
Fram til þessa hafa engar upplýsingar legið fyrir varðandi kadmín innihald í jarðvegi hér á
landi og gildir það jafnt um útjörð sem ræktað land. Tilgangurinn með þeirri rannsókn sem
hér er stuttlega gerð grein fyrir var að afla frumupplýsinga varðandi magn kadmíns í ís-
lenskum túnjarðavegi til samanburðar við þær rannsóknir sem aðrar þjóðir hafa gert á
ræktuðu landi sínu". Kostnaðarins vegna hefur orðið að takmarka þessa rannsókn við mjög fá
sýni. Því var reynt að velja sýnin með tilliti til þess að niðurstöður úr hverju og einu gætu átt
við nokkuð stórt svæði. Ennfremur var ætlunin að kanna hugsanlega uppsöfnun kadmíns af
völdum fosfóráburðar og í því skyni voru sérstök sýni tekin úr langtíma-fosfórtilraununum á
Sámsstöðum, bæði jarðvegssýni og heysýni, auk nokkurra jarðvegssýna úr gamalli áburðartil-
raun á Hvanneyri (nr 299-70).
Alls hafa 33 jarðvegssýni úr túnum verið rannsökuð af svæðinu úr Eyjafirði, vestur um
land og austur í Mýrdal. Hins vegar vantar enn að taka sýni og rannsóknir á svæðinu austan
Mýrdals, norður um Austfirði og í Þingeyjarsýslur, auk Vesttjarða og Snæfellsness, til að fá
grófa heildarmynd af landinu öllu. Úr áburðartilraunum hafa verið rannsökuð 26 jarðvegs-
sýni.
Fyrstu jarðvegssýnum var safnað síðla hausts 1999 og síðan framhaldið er liðið var á
sumarið 2000. Öll sýni voru tekin á sama hátt með kjarnabor í 0-10 cm dýpt eftir að lausa
kuskið í grassverðinum hafði verið hreinsað burtu. Þessi rótardýpt var valin með það í huga
11 Verkefniö hefur notið ijárhagslegs stuönings frá Áformi-átaksverkefni og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.