Svava - 01.04.1899, Page 27

Svava - 01.04.1899, Page 27
- 459— bi'agði, ‘slíkt hefir ekki komið fyrir í öll þau mörgu ár sem ég hef verið hér‘. ’Þá verð ég sú fyrsta af þeirri tegund', mælti lafði Arden. ‘Ég er komin til að spyrja hvort ég megi eyða hér því sem eftir er æfinnar. Ég er hér komin til að bjóða fram alt sem ég hef í annara þarfir, líkamann til að vinna, heilann til aðhugsa og hjartað til að elslca, Ef þú vilt hlusta á sögu mína, þá getur þú sjálf dæmtum hvort ég er sek eða ekki. Það er algerlega á þínu valdi að taka við mér eða hafna mér. Síðan sagði hún Monicu æfisögu sína út í æsar og hlífði sjálfri sér ekki hið ininsta. Það tók hana langan tíma að segja söguna, en for- stöðukonan hlýddi þó á hana með mestu athygli alt til enda, og var auðséð á svip hennar að hún efaði ekki að sagan væri sönn. Hún lét jafnvel í ljósi hluttekningu sína, þegar atriðið kom sem mestum skugga varpaði á sögukonuna, en það var að hún skyldi giftast Arden lá- varði án þess að segja honum allan sannleikann, því það vissi liún að var dökkvasti bletturinn á æfiferli hennar. Þegar kifði Avden hafði lokið sögu sinni, horfði hún með .eftirvæntiugu á hið göfuga andíit tilheyranda síns. Hefurðu nokkurn tíma heyrt sögu, svipaða þessari i ‘ spurði liún. ’Hei', var alt sem Monica svaraði.

x

Svava

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.