Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 6
6 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir S M Investments ehf., félag í eigu Ingibjargar Pálma­ dóttur, hefur á undanförnum mánuðum sópað til sín milljónum hluta í verslun­ arrisanum Högum. Félagið á nú 16 milljónir hluta í Högum og er 19. stærsti hluthafinn í Högum sem á dögunum birti ársuppgjör sitt þar sem greint var frá ríflega fjögurra milljarða króna hagnaði. Sem kunn­ ugt er voru Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, og fjöl­ skylda hans aðaleigendur Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, fyrir hrun. Fjölskylda Ingibjargar stofnaði Hag­ kaup á sínum tíma en fjölskylda Jóns Ásgeirs Bónus. Með uppkaupum SM Invest­ ments á hlutum í Högum, sem Arion banki yfirtók þegar hann tók yfir fé­ lagið 1998 ehf. eftir hrun, má segja að Ingibjörg og Jón Ásgeir séu hægt og bítandi að boða endurkomu sína til áhrifa innan félagsins sem hefur að geyma arfleifð fjölskyldna þeirra. Snúa aftur í eigendahópinn DV afhjúpaði þann 22. nóvember síðastliðinn að nýstofnað fjár­ festingarfélag, SM Investments ehf., hefði á skömmum tíma eignast 0,94% hlut í Högum, eða 11 milljón­ ir hluta, sem metinn var á 600 millj­ ónir miðað við gengi bréfa í Högum þá. Dugði hluturinn þó ekki til að koma félaginu inn á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í félaginu. DV greindi þá frá því að eini hlut­ hafi SM Investments væri annað fé­ lag í eigu Ingibjargar. Eini stjórnar­ maður SM Investments er Jón Skaftason, lögfræðingur og sam­ starfsmaður Jóns Ásgeirs í gegnum tíðina, sem tók þar sæti 6. október í fyrra. Félagið er skráð með lögheim­ ili að Laugavegi 1b, þar sem mörg félög á vegum Ingibjargar eru skráð til húsa. Ingibjörg vildi ekkert tjá sig um kaupin í Högum þegar DV leit­ aði eftir því í nóvember. Þann 27. janúar síðastliðinn greindi svo viðskiptavefur Vísis frá því að Ingibjörg hefði bætt við sig fjór­ um milljónum hluta til viðbótar, ætti nú 15 milljónir hluta í gegnum SM Investments eða 1,28% eignarhlut, sem metinn var á 770 milljónir. Það dugði til að skjóta félaginu inn á lista yfir stærstu hluthafa verslunarrisans. 870 milljóna hlutur Nýjustu upplýsingar um hluthafa Haga, í síðustu viku, sýna að SM Investments er nú komið upp í 16 milljónir hluta, eða 1,37% eignarhlut sem metinn er á tæpar 870 milljónir króna miðað við núverandi gengi Haga. SM Investments hefur þannig bætt við sig fimm milljónum hluta síðasta hálfa árið eða svo og er þannig orðið eina einkahlutafélagið í hópi stærstu eigenda Haga. Stærstu eigendurnir eru sem fyrr íslenskir lífeyrissjóðir, sjóðir á þeirra vegum, bankar og fjárfestingarsjóðir, inn­ lendir og erlendir. Sagði bankann hafa bolað þeim út Ingibjörg er þó ekki eini afkomandi Pálma Jónssonar, stofnanda Hag­ kaupa, sem á hlut í Högum, því DV greindi frá því í nóvember að félag­ ið Minna Hof ehf. ætti 0,33% hlut í félaginu en það félag er í eigu Lilju Pálmadóttur, systur Ingibjargar. Jón Ásgeir Jóhannesson var afar ósáttur við hvernig Arion banki stóð að því þegar hann og fjölskylda hans misstu forræði yfir Högum síðla árs 2009, þegar Nýi Kaupþing, forveri Arion banka, eignaðist meirihluta í móðurfélagi Haga, 1998 ehf. Til­ boði fjölskyldunnar til að halda fé­ laginu var ekki tekið og ákvað bank­ inn að selja 44% hlut í félaginu til innlendra kjölfestufjárfesta og síð­ ar var 30% hlutur seldur í almennu hlutafjárútboði í árslok 2011, líkt og DV fjallaði um í frétt sinni í nóv­ ember síðastliðnum. Jón Ásgeir gat ekki falið vonbrigði sín í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í febrúar 2011 og sagði að svo „virðist sem peningar hafi ekki haft forgang hjá Arion­mönnum, heldur virðist for­ gangsröðunin hafa verið að koma stofnendum Bónuss út úr Högum.“ Nú virðist sem þau hjónin hafi augastað á krúnudjásni fjölskyldna sinna á nýjan leik og séu hægt og síg­ andi að auka eignarhlut sinn í versl­ unarveldinu. n 20 stærstu eigendur Haga Eigandi Eignarhlutur Hlutfall Gildi lífeyrissjóður 139.064.721 11,87% Lífeyrissjóður starfsm.rík. A-deild 116.220.000 9,92% Stefnir- ÍS 15 104.272.315 8,90% Lífeyrissjóður verslunarmanna 83.851.852 7,16% Birta lífeyrissjóður 60.785.449 5,19% Stapi lífeyrissjóður 60.719.634 5,18% Landsbréf - úrvalsbréf 40.567.510 3,46% Lífeyrissjóður.starfsm. rík. B-deild 39.445.000 3,37% Festa-lífeyrissjóður 34.303.469 2,93% Vátryggingafélag Íslands hf. 30.074.650 2,57% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 26.829.975 2,29% Stefnir – ÍS 5 24.828.211 2,12% Global Marco Portfolio 23.017.633 1,97% IS Hlutabréfasjóðurinn 21.243.060 1,81% Arion banki 21.008.365 1,79% Kvika banki 19.894.188 1,70% Haga hf. 19.168.349 1,64% Global Marco Absolute Return Ad 18.434.255 1,57% SM Investments ehf. 16.000.000 1,37% Lífsverk lífeyrissjóður 15.303.829 1,31% Listi miðast við stöðu 11. maí 2017 n Bætt við sig fimm milljónum hluta á á hálfu ári n Í hópi stærstu hluthafa Afkoma Haga Hagnaður upp á fjóra milljarða - heildareignir 30 milljarðar Hagnaður rekstrarársins nam 4.036 millj. kr. eða 5,0% af veltu. n Hagnaður á hlut var 3,46 kr. n Vörusala rekstrarársins nam 80.521 millj. kr. n Framlegð rekstrarársins var 24,8%. n Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 6.024 millj. kr. n Heildareignir samstæðunnar námu 30.109 millj. kr. í lok rekstrarársins. n Handbært fé félagsins nam 2.474 millj. kr. í lok rekstrarársins. n Eigið fé félagsins nam 17.412 millj. kr. í lok rekstrarársins. n Eiginfjárhlutfall var 57,8% í lok rekstrarársins. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is IngIbjörg sópar tIl sín hlutum í högum Sérsveitin á Breiðholtsbraut Slagsmál brutust út á umferðar­ ljósum á Grensásvegi aðfaranótt fimmtudags. Þrír bílar voru stopp á ljósum og lýsir vitni atburða­ rásinni á þá leið að þrír menn hafi stígið út úr einum þeirra og ráðist á mann sem var í bíl við hliðina. Einn árásarmannanna var að sögn vitnis vopnaður kúbeini og sló til fórnarlambsins. Fórnarlambið fékk högg á and­ lit og djúpan skurð á vör og var blóðugur í andliti. Hann átti við ofurefli að etja, stökk upp í bíl og flúði mennina. Árásarmennirnir eltu hann á miklum hraða um götur bæjarins. Lögregla óskaði eftir aðstoð sér­ sveitarinnar og tóku sex lögreglu­ bílar þátt í eftirförinni. Breiðholts­ braut var síðan lokað og stöðvaði sérsveitin þar för mannanna. Lögregla staðfesti í samtali við DV að árásin hefði átt sér stað og að einn mannanna hefði sést sveifla kúbeini. Þrettán lögreglu­ menn tóku átt í aðgerðunum. Árásarmennirnir voru hand­ teknir en aðeins einn þeirra kærður. Skýrslur voru teknar af mönnunum aðfaranótt fimmtu­ dags. Hjóladagur í Kópavogi Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn í annað sinn á laugardag á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi. Fjörið byrjar klukkan 13 með hjólatúr um Kársnesið þar sem fræðst verður um mannlíf og náttúru á svæðinu en ferðin hefst við Náttúrufræðistofu. Boðið verð­ ur upp á ókeypis ástandsskoðun á hjólum og þá geta krakkar æft hjólafærni í þrautabraut á bíla­ stæði við útivistarsvæðið. Áhuga­ fólk um það nýjasta í hjólatískunni getur skoðað óvenjuleg hjól og verkefnið Hjólað óháð aldri verð­ ur kynnt og áhugasamir hjólreiða­ menn geta skráð sig til þátttöku í því verðuga verkefni. 41 ökumaður á von á sekt Brot 38 ökumanna voru mynd­ uð á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Kapla­ skjólsveg í suðurátt, á móts við Kaplaskjólsveg 67. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 82 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í meirihluti ökumanna, eða 46 prósent, of hratt eða yfir af­ skiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 54 kílómetra hraða. Þá voru brot þriggja öku­ manna til viðbótar mynduð á Nesjavallaleið á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nesjavallaleið í aust­ urátt. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 11 ökutæki þessa akstursleið og því var ekki mik­ il umferð á þessum tíma. Hinir brotlegu mældust á 83 (2) og 95 kílómetra hraða, en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.