Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 10
10 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir Nauðsynlegt að uppfæra áhættumat almannavarna n Fjölgun ferðamanna riðlar öllu n Um nokkuð huglægt mat að ræða Þ örf er á að uppfæra og endur­ meta áhættumat almanna­ varna fyrir landið allt. Sú áhættuskoðun sem lögð er til grundvallar nú er frá árinu 2011 en það er mat almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt sé að hefja yfirferð á því plaggi sem unnið er eftir í dag. Meðal annars valdi gríðarleg fjölgun ferðamanna því að sumir þættir séu ekki rétt metnir. Málefni almannavarna eru á hendi Ríkislögreglustjóra, sem sér um samhæfingu og framkvæmd aðgerða, á landsvísu og á alþjóða­ vettvangi. Undir almannavarna­ deild embættisins heyrir samhæf­ ingarstöð almannavarna sem er til taks við aðgerðastjórnun í héraði, sem er á höndum lögreglustjóra í hverju lögregluumdæmi. Lögreglu­ stjóri situr einnig í almannavarnar­ nefndum sem hverju sveitarfé­ lagi er skylt að skipa en þess ber þó að geta að mörg sveitarfélög hafa sameinast um slíkar nefndir. Í landinu er starfandi 21 almanna­ varnarnefnd og er þeim ætlað að kanna áfallaþol, vinna gerð hættu­ mats og viðbragðsáætlana í héraði í samvinnu við Ríkislögreglustjóra. Áratugur síðan vinna hófst Vinna við þá áhættuskoðun sem nú er stuðst við hófst árið 2007 og var að mestu framkvæmd á árunum 2008 til 2011 og tekur hún til þeirra lögregluumdæma sem þá voru í gildi. Um umfangsmikla vinnu var að ræða þar eð ekki hafði áður verið ráðist í slíka gagnaöflun og saman­ tekt í heild. Lagt er mat á náttúruvá, ógnir sem gætu steðjað að umhverfi og heilsu manna og áhættuþætti sem ógnað gætu innviðum og nauðsynlegri starfsemi samfélags­ ins. Í skýrslunni, sem gefin var út árið 2011, segir í kafla um almanna­ varnir og viðbúnað á landsvísu að breytingar og hröð þróun í samfé­ laginu síðustu misseri kalli á frekari stefnumótun í viðbúnaði almanna­ varnarkerfisins. Myndi raðast öðruvísi í dag Lítið hefur hins vegar orðið úr því síðan skýrslan kom út. Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá al­ mannavarnadeild Ríkislögreglu­ stjóra, segir að nauðsynlegt sé að ráðast í endurmat á næstunni. Lík­ lega verði það gert á næstu mánuð­ um. „Það hefur verið til umræðu að nauðsynlegt sé að uppfæra skýrsluna. Þó að fremur stutt sé síðan hún kom út, aðeins sex ár, og maður skyldi ætla að hlutir eins og náttúruvá taki ekki miklum breytingum á þeim tíma, þá er samt tilfellið að við vitum að sum atriði sem voru metin þarna myndu rað­ ast í aðra áhættuflokka nú. Matið í skýrslunni er að sumu leyti nokk­ uð huglægt. Þannig má nefna að í mörgum umdæmum var lagt mat á rafmagnsleysi með þeim hætti að það var flokkað í grænan flokk, það er að segja menn höfðu ekki af því áhyggjur. Hið sama má segja um rof á samgöngum, ofsaveður og ófærð, það olli fólki í umdæmun­ um ekki áhyggjum. En tilfellið er að í áratug, frá aldamótum og til svona 2010, urðu ekki vond vetrarveður svo neinu næmi. Eftir að skýrslan kom út hafa hins vegar komið vond veður, ófærð og rafmagnsleysi, svo líklega myndu menn raða þessum þáttum ofar í áhættumati í dag,“ segir Rögnvaldur og bætir því við að hið sama megi segja um eldgos og hættu af öskufalli. Margir hafi talið að þeir væru ekki á áhrifasvæði slíkra gosa en eldgos í Eyjafjallajökli og einkum í Grímsvötnum hafi fært fólki heim sanninn um að svo væri. Fjöldinn snertir alla þætti Þá hefur gríðarleg fjölgun ferða­ manna valdið því að þörf er á að uppfæra ýmsa þætti í áhættu­ matinu. Rögnvaldur bendir til að mynda á að komum skemmtiferða­ skipa hafi snarfjölgað og verði slys á sjó þurfi viðbragðskerfi almanna­ varna að takast á við afleiðingarnar. Þá sé mikil fjölgun ferðafólks á stöðum eins og Hornströndum áhyggjuefni almannavarnaraðila á Vestfjörðum, þar eð engir innviðir eru til staðar á svæðinu og erfitt að komast að verði slys. „Þessi aukni fjöldi ferðamanna eykur álag á allt, bæði vegakerfi, löggæslu, heil­ brigðiskerfið og björgunarsveit­ ir. Það hefur bein áhrif á innviðina og snertir í raun á flestum þáttum sem voru metnir í skýrslunni. Auk­ inn mannfjöldi hefur áhrif á flestum sviðum.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Frá slysaæfingu í Hvalfjarðargöngum Nauðsynlegt er að uppfæra áhættumat almannavarna, meðal annars vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.