Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 16
16 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir með þann stimpil að vera dæmdur barnaníðingur. Það var afskaplega mikil reiði í samfélaginu þegar þetta mál kom upp.“ Þegar frændi Kristínar var kærður var hann 26 ára gamall og hafði verið í sambúð með konu um nokkurra ára skeið og eignuðust þau barn saman 2002. Ertu hrædd um að hann sé búinn að brjóta af sér aftur? „Ég er mjög hrædd um það. Hann á tvær eða þrjár dætur í dag. Barnsmóðir hans segir að við séum allar að ljúga og hann að geri ekki svona.“ Ók fram hjá henni í bæjar- vinnunni og gaf henni puttann Kristín ólst upp í Keflavík og býr þar núna. Þegar frændi hennar var kærður bjó hann í Garðinum og ók vinnurútu um Reykjanesbæ. Þetta var yfir sum­ artímann og Kristín vann þá í bæjar­ vinnunni í Keflavík. Frændi henn­ ar ók oft fram hjá henni þegar hún var að vinna og gaf henni puttann. Þegar dómurinn var kveðinn upp var haldinn fundur í grunnskólanum í Garði til að láta foreldra vita að dæmd­ ur barnaníðingur væri í hverfinu. Í kjölfarið flutti maðurinn vestur á land. Stuðningur fjölskyldunnar skipti miklu máli „Allir í fjölskyldunni stóðu með mér, nema móðir hans og stjúpfaðir. Það er ekkert samband þar á milli í dag og enginn úr þeirra fjölskyldu mætir í jólaboð og á aðra viðburði. Þau vita að þau eru ekki velkomin, það vill enginn fá þau.“ Kristín bæt­ ir því við að það hafi skipt gríðar­ lega miklu máli að hafa fengið svo mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni. Hún eigi góða fjölskyldu og góða vini og hún segir það hafa ekki skipt neinu máli þótt móðurbróðir henn­ ar og kona hans hafi ekki staðið með henni, hún saknar þeirra ekki neitt. Henni finnst þó undarlegt að þau hafi staðið með honum, sérstaklega því þau vissu um fimm stúlkur sem sögðu að hann hefði brotið gegn þeim og var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur af þeim. Allar eru tengdar honum fjölskylduböndum. „Af hverju ég?“ Kristín fór einu sinni á Stígamót með foreldrum sínum en vildi ekki fara aftur. „Mér fannst eins og ég væri komin inn á einhverja stofnun. Í mínum huga var ekkert að hjá mér. Ég vildi ekki fara þangað aftur. Ég fór til sálfræðings einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti. Ég sagði sömu söguna þar; það var ekkert að og ég væri búin að vinna úr þessu. En það var ekki satt, ég gerði það ekki fyrr en árið 2013, tíu árum síðar.“ Kristín var sextán ára þegar dómurinn var kveðinn upp og þótt hún væri reið yfir hve léttur hann var fannst henni samt eins og hún hefði fengið réttlæti. „Mér fannst ég sterk og dugleg að hafa sagt frá og kært. Síðan, stuttu seinna, byrjaði ég að drekka og þá tók að halla undan fæti.“ Kristín rifjar upp eitt skiptið þegar hún varð mjög ölvuð. Hún fór að há­ gráta og sagði endalaust: „Af hverju ég, af hverju ég?“ Þetta endurtók hún margsinnis í mörg ár þegar hún var drukkin. Deyfði tilfinningarnar með áfengi og fíkniefnum Næstu árin voru Kristínu erfið. Hún drakk og djammaði mikið og hélst ekki í skóla. Þegar hún var nítján ára byrjaði hún að reykja gras og hass og fékk sér stundum fíkniefni í nefið. Í kringum 2007 jókst fíkniefnaneyslan. Hún kynntist barnsföður sínum í lok árs 2007. Næstu ár einkenndust af mikilli drykkju og fíkniefnaneyslu. „Djammið varði í marga daga. Ég tók bara inn það sem var til, stund­ um vissi ég ekki einu sinni hvað ég var að taka inn. Ég gerði einfaldlega hvað sem var til að deyfa eitthvað. Þó vissi ég ekki á þeim tíma hvað það var, mér fannst ég vera í lagi og búin að vinna úr öllu.“ Fósturmissirinn erfiður Kristín varð barnshafandi fyrir slysni árið 2009. Þegar hún áttaði sig á því var hún komin átta eða níu vikur á leið og hafði verið að taka í nefið vik­ una áður, á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég missi fóstrið stuttu eftir að ég komst að því að ég væri ólétt. Það var ofsa­ lega erfitt. Mér fannst eins og ég hefði eignast eitthvað sem ég ætlaði alltaf að eiga og passa vel upp á og ég síðan svipt því.“ Kristín og barnsfaðir hennar hafa alltaf átt mjög brenglað samband að hennar sögn. Þau hættu og byrj­ uðu oft saman. Rifust mikið, slógust stundum og ekkert við samband þeirra var heilbrigt. Kristín vaknaði á spítala einn daginn árið 2009 eftir að hafa tekið of mikið af fíkniefnum, skorið sig og lent í slagsmálum við barnsföður sinn. Árið 2010 varð hún aftur ólétt. Undir lok meðgöngunnar ákváðu hún og barnsfaðir hennar að láta reyna á hamingjusömu fjöl­ skylduna. Kristín fæddi dreng í apríl 2011 og datt í það, í fyrsta skipti eftir fæðinguna, tveimur mánuðum síðar. „Þann tíma sem mæður eru með börn á brjósti og njóta þess að vera með barninu þá datt ég bara í það. Ég tók í nefið þegar hann var fjögurra mánaða. Mér fannst ekkert að því.“ Þegar sonur hennar var fimm mánaða gamall slitu Kristín og barnsfaðir hennar samvistir og flutti hún til foreldra sinna. Þetta var í síð­ asta skiptið sem þau hættu saman. Drekaslóð bjargaði henni Árið 2013 fékk Kristín þá hugdettu að senda Thelmu Ásdísardóttur á Drekaslóð skilaboð. Kristín taldi sig hafa lokið við sjálfsvinnslu og vildi hjálpa öðrum. Thelma bauð Kristínu að koma í grunnhóp á Drekaslóð og segir Kristín að Thelma og Dreka­ slóð hafi bjargað henni því fyrst þá fór hún fyrir alvöru að vinna í sér sjálfri og ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var virkilega reið og gerði mér grein fyrir hlutunum. Ég var búin að loka á tilfinningarnar. Mér var nauðgað og það er ekkert eðlilegt við það að vera sjö ára barn nauðgað af átján ára frænda sínum.“ Síðan Kristín fór fyrst á Drekaslóð hefur hún ekki komið nálægt fíkniefnum. „Ég þurfti ekki lengur að deyfa tilfinningar mínar, ég var að vinna í þeim. Ég hugsaði sífellt að einhver hefði lent í verri málum en ég og ég held að margir þolendur hugsi á þeim nótum. En mitt mál skiptir engum minna máli en önnur mál. Það er engin ein rétt tilfinning gagnvart þessu öllu og Thelma hjálpaði mér að átta mig á því.“ Kristínu finnst skipta mestu máli, varðandi Drekaslóð, að allir sem vinna þar eða hafa unnið þar eru sjálfir þolendur. „Mér fannst ég vera að tala við manneskju sem vissi og skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Ég var ekki að tala við ein­ hvern skólabókarlærðan einstakling heldur einhvern sem hafði sjálfur lent sætt kynferðis ofbeldi og unnið í sínum málum.“ Kristín þakkar Drekaslóð fyrir lífið. Í dag eru aðeins tvær manneskjur í hálfu starfi á Drekaslóð og í kringum 110 manns á biðlista. Kristín er í stjórn Drekaslóðar og verður meðleiðbein­ andi fyrir grunnhóp síðar á árinu. Opnaði sig um ofbeldið á Facebook Árið 2014 sagði Kristín sögu sína á Facebook til að vekja athygli á Dreka­ slóð. Færsla hennar vakti mikla athygli og fékk hún fjölda skilaboða frá fólki alls staðar að í kjölfarið. Hvernig var að stíga fram og segja sögu þín á svona opinberum vett- vangi? „Það var ótrúleg tilfinning. Ég vissi engan veginn hvernig viðbrögð­ in yrðu. Ég fékk ótrúlega mikið af skilaboðum frá fólki sem ég þekkti ekki neitt og þakkaði mér fyrir að gefa því kjark að segja sjálf frá ofbeldi sem það höfðu orðið fyrir.“ Færslu hennar var deilt víða og stundum var hún stoppuð úti á götu af fólki sem kannaðist við hana og hrósaði henni fyrir færsluna og kjarkinn að deila henni. „Að finna svona stuðning alls staðar að er magnað.“ Hvað kom til að þú ákvaðst að segja frá á Facebook? „Því mér finnst þetta ótrúlega mikilvæg umræða. Það eru svo margir sem hafa orðið fyrir ein­ hvers konar kynferðisofbeldi. Mér finnst þetta eitthvað sem eigi að tala mikið um, ég vil að fólk geti sagt frá þessu eins og hverju öðru. Þetta á ekki að vera skömm. Ég lifði með skömminni fyrst. Áður spurði ég af hverju ég, nú spyr ég frekar af hverju ekki ég?“ Maður þarf ekki að fyrirgefa gerandanum „Margir segja að maður þurfi að fyrir gefa gerandanum til að finna frið. Mér finnst það algjört rugl. Ég skil ekki af hverju ég ætti nokkurn tímann að fyrirgefa manneskju sem braut á mér, sem tók frá mér það heilagasta og skemmdi mig sjö ára gamla. Ég mun aldrei fyrirgefa hon­ um, aldrei. En ég lærði að lifa með því sem hann gerði mér.“ Kristín bætir því við að hún líti á gerandann sem mjög veikan einstakling og segir að menn sem brjóti á börnum hljóti að vera afskaplega veikir. Henni finnst að það ættu að vera úrræði fyrir gerendur og vildi óska þess að frændi hennar hefði líka fengið ein­ hvers konar hjálp. „Fólk verður mjög hneykslað þegar ég tala um úrræði fyrir gerendur. En gerendur nauðga og misnota, fara inn í stuttan tíma, ef einhvern, og koma út í lífið aftur. Það þarf að stoppa þá af og hindra að þeir brjóti gegn öðrum.“ Hetjur sem lifa af Líf Kristínar í dag er gjörbreytt. Sonur hennar er nýorðinn sex ára og hann er öll tilvera hennar. Hún er meira og minna ein með hann og mun verða ein með hann eftir að barnsfaðir hennar flytur til útlanda í sumar. Þegar sonur hennar var þriggja ára ákvað Kristín að klára stúdentsnám og gerði það í Keili á einu ári. Í kjöl­ farið ákvað hún að fara í félagsráð­ gjöf við Háskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á náminu. „Mér finnst námið frábært. Líf mitt hefur breyst frá því að vilja djamma allar helgar yfir í að einbeita mér að mér sjálfri og stráknum mínum.“ Kristín segir að ef ekki væri fyrir son hennar þá væri hún líklegast ekki á lífi í dag. „Allt sem ég geri í dag geri ég fyrir hann.“ Hún bætir því við hve þakklát hún sé foreldrum sínum fyrir stuðninginn. „Ég ætti að segja mömmu og pabba oftar hvað ég er ótrúlega þakklát fyrir þau. Ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án þeirra. Þau gáfust aldrei upp á mér.“ Kristín segir að hennar sjálfs­ vinnu sé engan veginn lokið og hún eigi eftir að vinna í sjálfri sér allt sitt líf. „Ég held að þegar maður lendir í svona ofbeldi þá sé maður endalaust að vinna í sjálfum sér. Það er hægt að fá hjálp, vinna úr þessu og lifa með þessu. Fólk segir að ég sé hetja fyrir að segja svona opinskátt frá en ég segi að við, sem lifum af ofbeldið, séum öll hetjur.“ n „Þau vita að þau eru ekki velkomin, það vill enginn fá þau Kristín Helga og sonur „Allt sem ég geri í dag, geri ég fyrir hann.“ MynD Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.