Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 28
Af hverju að læra matreiðslu? „Ég byrjaði að vaska upp á sumar­ hóteli og fannst hasarinn og pressan í eldhúsinu heillandi og fékk útrás fyrir ofvirknina.“ Hvar lærðir þú og hvenær útskrifaðist þú? „Ég lærði á Café Óperu og Grillinu Hótel Sögu 2006.“ Fyrsta starfið, hvort sem það var tengt matreiðslu eða öðru? „Fjórtán ára, þá tók ég nokkrar vaktir sem uppvaskari á sumarhótelinu hjá pabba.“ Veitingastaðir sem þú hefur starfað á áður? „Ég er búinn að matreiða á Grillinu Hótel Sögu, Domaine de Claire­ fontaine, Kolabrautinni í Hörpu og LAVA Bláa Lóninu.“ Hefur þú keppt og unnið til verðlauna í faginu? „Já, ég var valinn matreiðslumaður ársins 2007, vann One World­mat­ reiðslukeppnina 2008, varð í 2. sæti í Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 og 7. sæti í Bocuse d'Or­heims­ meistarakeppni einstaklinga 2011.“ Hefur þú starfað erlendis við fagið? „Já, ég var að vinna hjá Domaine de Clairefontaine í Frakklandi. Svo hef ég farið og unnið frítt til að sjá og læra nýja hluti á Pied à Terre, Murano og Sketch (The Lecture Room & Library) sem öll eru í London, Alinea í Chicago, Matsalen í Stokkhólmi og Joia í Trieste á Ítalíu.“ Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? „Fyrsta uppskriftin í nemabókinni minni er Cumberland­sósa.“ Hvað er skemmtilegast að elda? „Skarkola.“ HVAð skiptir máli í líFinu? Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér hvað það er sem skiptir þig mestu máli í lífinu? Jú, öll vitum við að það þarf að uppfylla grunnþarfirnar, borða, sofa og hitt þið vitið. Svo þarf maður að eiga peninga til að eiga í sig og á, koma frá þessum eilífa gluggapósti sem aldrei virðist týnast, allavega ekki í mínu póstnúmeri og allt hitt sem maður þarfnast, vantar og langar í. En þetta eru eingöngu veraldlegu hlutirnir sem stundum mætti vera mun minna framboð af, allavega fyrir konur sem hrifnar eru af fallegu dóti og með eilífan valkvíða varðandi það sem þær langar í. En þegar upp er staðið þá eru það frekar „hlutirnir“ sem kosta ekkert sem skipta mestu máli, litlu hlutirnir sem sumum okkar finnst svo sjálfsagðir að við sjáum þá ekki, litlu hlutirnir sem sumir eiga svo auðvelt með að gera og gefa og aðrir ekki. Hlutir eins og að líta alltaf á björtu hliðarnar, sama hversu dökkt er yfir, hlutir eins og hrós, hvatning, bros og faðmlag, hlutir sem kosta okkur ekkert, en gefa þeim sem þiggur svo heilmikið og okkur þá oftast til baka. Slíkir hlut­ ir eru alltaf punkturinn yfir i­ið, eins og rjómi eða ís með súkkulað­ ikökunni, eitthvað sem gefur góð­ um degi eitthvað extra, þannig að maður leggur höfuðið á koddann á kvöldin, með sátt í hjarta og huga, og vaknar svo sáttur til að takast á við nýjan dag og síðan koll af kolli. Fyrir mig eru slíkir hlutir til dæmis góð heilsa að öllu leyti fyrir mig og einkasoninn, hversu miklar perlur ég á sem vini og góða fólkið sem ég þekki og vill þekkja mig, veraldlegar eigur eru bara plús og skipta engu í sögulok, við munum öll hvíla á sama stað. Það eru litlu hlutirnir sem lifa, ekki þeir veraldlegu. Setjum smá Birtu í hversdaginn, setjum smá birtu í líf okkar allra. Bestu kveðjur, Ragna ragna@dv.is Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og fyrrverandi liðsmaður og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, opnar innan skamms eigin veitingastað, Sumac grill + drinks, sem hann er einn eigandi að, að Laugavegi 28 í Reykjavík. Þráinn ákvað að gera mat- reiðsluna að ævistarfi eftir að hafa heillast af hasarnum og pressunni í eldhúsinu. Hann hefur starfað við fagið og unnið til fjölda verðlauna bæði hér heima og erlendis. TexTi: Ragna / MyndiR: SigTRygguR aRi Nafn: Þráinn Freyr Vigfússon mat- reiðslumaður og eigandi Sumac.is. Aldur: 35 ára. Morgunhani eða nátthrafn: Nátthrafn sem er að verða morgunhani. Heimasíða: sumac.is. Sumac StærSta áSkorunin hingað til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.