Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 34
Reykjavík Warehouse og Eleven Australia héldu nýlega hársýn-ingu í Gamla bíói þar sem sýnt
var allt það nýjasta sem er að gerast
í hártískunni í klippingu, litum og
greiðslum, fyrir konur og karla.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
höldum sýningu af þessu tagi,“ segir
Drífa Björk, sem er eigandi Reykjavík
Warehouse, sem flytur inn áströlsku
hárvörurnar frá Eleven. „Viðbrögð
gesta eftir sýninguna eru þau að gestum
fannst við hafa tekið hlutina upp á nýtt
„level“.
Gott teymi sem miðlar áfram
„Við erum með öflugt og gott teymi sem
heitir Reykjavík Warehouse Education
Team og í því er samansafn af góðu
fagfólki, fagfólki sem okkur finnst skera
sig úr og við bjóðum þeim að vera með
í teyminu,“ segir Drífa. „Við sendum
síðan fulltrúa okkar, einn eða fleiri,
út á land til að standa að vinnusmiðju
og höldum hana þá fyrir nokkrar
hárgreiðslustofur í einu. Við höfum þá
jafnvel hvatt stofurnar til að vera með
„erfið“ módel, einstaklinga sem eiga við
einhver hárvandamál að etja eða þurfa
á góðri meðferð að halda. Við höfum
orðið vör við að margt fagfólk í grein-
inni er ekki nógu duglegt að endur-
mennta sig og jafnvel fast í einhverri
tækni og erum því dugleg að sinna
landsbyggðinni og höldum námskeið
reglulega þar sem fulltrúi frá okkur
kynnir háraliti, merki og kennir nýjustu
tækni og klippingar. Einnig höfum við
sent fulltrúa til útlanda á námskeið eða
í vinnusmiðjur og síðan kemur hann
heim og heldur námskeið og miðlar til
okkar hinna. Að auki höfum við fengið
erlenda gesti hingað til lands til að
halda námskeið fyrir okkur.“
Fjöldi gesta frá Ástralíu
Alls komu 11 gestir frá Ástralíu til að
vera viðstaddir sýninguna og meðal
þeirra voru heiðursgestirnir Joey
Scandizzo og Andrew O'Tool stofn-
endur og eigendur Eleven Austral-
ia. Reykjavík Warehouse var fyrsti
heildsalinn fyrir utan Ástralíu til að taka
vörurnar í sölu og hafa þær verið til
sölu hér á landi í tvö ár. „Þetta var stór
og mikil sýning, 30 manns sem komu
að henni og 30 módel, auk erlendu
gestanna sem komu. Við stefnum á að
hafa svona hársýningu árlega, en til að
hún virki vel og skili árangri, þá verður
fagfólk að mæta,“ segir Drífa.
Eleven verður til
Það var í nóvember 2011 sem fyrsta
varan frá Eleven, Miracle Hair Treat-
ment, kom á markað í Ástralíu, í henni
er allt sem hárið þarf í einum brúsa:
sólar-, hita- og rakavörn, þannig að hún
er eins og „primer“ fyrir hárið. Síðan þá
hefur merkið og vöruúrvalið stækkað
hratt og fást vörurnar nú um allan heim
og er merkið það hárvörumerki sem
vex hraðast í heiminum. „Það er hvergi
eins strangt gæðaeftirlit og í Ástralíu og
Joey og Andrew eru báðir mjög virtir og
þekktir,“ segir Drífa. „Einhvern tímann
áttu þeir félagar spjall saman og Joey,
sem rekur margar hárgreiðslustofur og
er með 130 fagmenn í vinnu, sagðist
vera orðinn leiður á því hvað merki
væru flókin
og of mikill
tími færi í að
útskýra fyrir
viðskipta-
vininum
hvernig var-
an virkar og kenna fagfólkinu
að umgangast vöruna og
nota.“ Þeir voru sammála um
að á markaðinn vantaði vöru
sem væri, einföld gæðavara,
á góðu verði og sem virkaði.
Þannig varð Eleven til. Og
er varan þróuð og prófuð af
fagfólki áður en hún fer á
markað.
Ragna
Ánægð með viðtökurnar Hjónin Drífa Björk og
Halli Logi eru eigendur Reykjavík Warehouse sem flytur inn
vörur Eleven. Þau eru dugleg að halda námskeið og vinnu-
smiðjur fyrir hárgreiðslustofur um land allt.
Félagarnir Joey og andrew Joey
var valinn hárgreiðslumeistari ársins þrjú ár í
röð í Ástralíu. Á meðal viðskiptavina hans eru
Beyoncé, Kardashian-systurnar, Mel Gibson,
Selena Gomez og Ronaldo. Hann sér einnig
um hárið í þáttunum Australia's Next Top
Model. Andrew er frægasti
tískuljósmyndari í heimi,
var valinn ljósmyndari
ársins í Ástralíu og
hefur unnið fyrir
flest þekktustu tísku-
og hármerki í
heimi. Félagarnir
stoppuðu í viku
á Íslandi, fóru
hringinn í kringum
landið og versluðu
meðal annars í Cinta-
mani. „Þetta eru góðir
og auðmjúkir strákar,“
segir Drífa.
Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir bauð á hársýningu:
Hártíska sumarsins
og Heiðursgestir
frá ástralíu
aðal
maðurinn
Peter Mcdonald
er stærsti hluthafi
Eleven og með
mikla reynslu í
bransanum.
með taktinn Á hreinu Atli
plötusnúður (DJ Atli) sá um góða tónlist á
sýningunni.
Þrír Fagmenn Á sviði
Auður Haralds, eigandi
Traffic, Jóhann Eymunds-
son, sölustjóri Reykjavík
Warehouse og Ambassador
Eleven á Íslandi og hár-
greiðslumaður á
Reykjavík Hair,
og Þobbi, eig-
andi Reykjavík
Hair, sýna
hér upp á sviði.
Þau eru öll hluti
af teymi fagfólks
hjá Reykjavík
Warehouse.