Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Síða 39
Helgarblað 19.–22. maí 2017 KYNNINGARBLAÐ Skólar og Sumarnámskeið 5 Núna geta bæði strákar og stelpur farið í æfingabúðir Barcelona Skráning stendur yfir! Ífyrra valdi knattspyrnustór-veldi FC Barcelona Ísland undir æfingabúðir í knattspyrnu fyrir stúlkur eingöngu, undir heitinu Fótboltaskóli FC Barcelona, í sam- vinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Æfingabúðirnar mæltust afar vel fyrir bæði hjá þátttak- endunum og foreldrum stúlknanna en reyndir þjálfarar félagsins þjálfuðu þær eftir frægu æfinga- kerfi FC Barcelona. Félagið ákvað síðan að bjóða að þessu sinni upp á æfingabúðir fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 10–16 ára. Æfingabúðirnar verða á Vals- vellinum að Hlíðarenda í Reykjavík dagana 18.–22. júní fyrir pilta og 24.–28. júní fyrir stúlkur. Þeim lýkur með hófi þar sem góðir gestir frá FC Barcelona mæta. Æfingatímar: • 10–11 ára (f. 2006–2007) – kl. 09.00–11.00 • 12–13 ára (f. 2004–2005) – kl. 11.30–13.30 • 14–16 ára (f. 2001–2003) – kl. 14.30–16.30 Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike-æfingasett og fótbolta. Þátttökugjald: 36.900 kr. Sem fyrr segir ríkti mikil ánægja með æfingabúðirnar í fyrra og kem- ur það meðal annars fram í ágætri umfjöllun á vef Reykjavíkurborgar, þar sem segir meðal annars: „Fótboltaskóli FC Barcelona hefur gengið eins og í sögu á Valsvellinum við Hlíðarenda undanfarna daga. Veðrið hefur leikið við 300 stúlkur og hóp af þjálfurum, bæði frá Barcelona og Íslandi. Yfirþjálfari fótboltaskóla FC Barcelona, Isaac Oriol Guerrero, segir íslenskar stúlkur einstaklega færar með knöttinn, kurteisar og fljótar að tileinka sér nýja tækni. Miðað við þá gleði og ánægju með þennan skóla þykir nokkuð ljóst að stefnt verður að því að fá þessa glæsilegu fulltrúa aftur til Íslands, en því miður urðu fjölmargar stúlkur að sitja heima þar sem námskeiðið fylltist á skammri stundu.“ Skráning í Fótboltaskóla FC Barcelona 2017 stendur núna yfir á vef Knattspyrnuakademíu Íslands, knattspyrnuakademian.is. Smellið á viðeigandi aldursflokk og þá opnast innskráningarformið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.