Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 46
26 sakamál Helgarblað 19.–22. maí 2017 n Karen var myrt n Móðir hennar rannsakaði málið sjálf Þ egar Karen, 14 ára dóttur mexíkósku konunnar Miriam Rodriguez Martinez, var rænt í sjálf- stjórnarhéraðinu San Fernando í Mexíkó, árið 2012, fékk Miriam sig fullsadda af aðgerða- leysi og seinagangi yfirvalda og lög- reglunnar. Að lokum sá hún þann kost vænstan að taka málið, og rannsóknina, í eigin hendur. Fann lík dóttur sinnar Sagt er að ættingjar þeirra sem hverfa sporlaust í Mexíkó leiki iðu- lega lykilhlutverk í að finna leyni- legar fjöldagrafir, sem sumar hverj- ar geyma líkamsleifar hundraða fórnarlamba. Fyrir vikið eiga þeir yfir höfði sér grimmilega hefnd af hálfu glæpasamtaka. Miriam lét slíkar áhyggjur ekki hafa áhrif á sig og innan skamms fann hún líkamsleifar dóttur sinn- ar og ýmislegt sem bendlaði glæpa- samtökin Los Zetaz við morðið. Samtök 600 fjölskyldna Los Zetaz eru ein alræmdustu glæpasamtök í Mexíkó og voru nokkrir meðlimir þeirra hand- teknir, ákærðir og síðan dæmdir til fangelsisvistar. Í kjölfar þessa alls stóð Miriam að stofnun samtaka fjölskyldna sem leituðu horfinna ættingja og töldu samtökin um 600 fjölskyld- ur. Fjöldinn ætti ekki að koma á óvart því San Fernando er að sögn það svæði Mexíkó þar sem hvort tveggja tíðni mannrána og annars konar glæpa er hvað hæst. Þess má geta að undir árs- lok 2006 hóf þá nýkjörinn forseti Mexíkó, Felipe Calderón, herferð gegn skipulögðum glæpasamtökum í landinu, en síðan þá hafa 200.000 manns verið myrtir og um 30.000 er saknað. Hótunarbréf Í mars bar það til tíðinda að einn ódámur sem tengdist morðinu á Karen og hafði, ásamt fleirum, fengið fangelsisdóm árið 2012 fyrir það, náði að flýja úr prísundinni. Fljótlega í kjölfar þess varð ljóst að einhver, hugsanlega sá hinn sami, taldi sig eiga Miriam grátt að gjalda því henni fóru að berast bréf þar sem henni var hótað öllu illu, þar á meðal dauða. Þeir sem hótuðu Miriam létu ekki sitja við orðin tóm. Morð á mæðradaginn Mexíkóski mæðradagurinn er haldinn 10. maí og þá fara fjölskyld- ur horfinna ástvina í kröfugöngur til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir til að stemma stigu við skipulögð- um glæpum. Einmitt þann dag réðust vopn- aðir menn inn á heimili Miriam og höfðu ekkert gott í hyggju. Miriam reyndi að komast undan en var skotin 12 sinnum og lést síðar í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Misheppnuð mannránstilraun Einhverju áður höfðu Los Zetas gert árangurslausa tilraun til að ræna eiginmanni Miriam og í kjölfarið hafði hún samband við yfirvöld og sagði farir þeirra hjóna ekki sléttar. Vinir Miriam í samtökunum sem hún kom á laggirnar fullyrtu að hún hefði þá farið þess á leit við stjórnvöld að hún fengi lögreglu- vernd, en hún hefði farið bónleið til búðar. Yfirvöld vísuðu þeirri full- yrðingu til föðurhúsanna og sögðu að lögreglan hefði ekið fram hjá húsi Miriam, til að tryggja öryggi hennar, þrisvar sinnum á dag. Nú er ljóst að þær öryggisráðstafanir hrukku skammt. n „Fyrir vikið eiga þeir yfir höfði sér grimmilega hefnd af hálfu glæpasamtaka. Morð á Mæðradag Miriam Rodriguez Martinez Var þyrnir í augum mexíkóskra glæpasamtaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.