Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Page 52
32 menning Helgarblað 19.–22. maí 2017 Þ að eru liðlega þrjátíu ár síð­ an skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófur- inn, kom út. Hún vakti strax mikla athygli, lesendur spændu hana í sig þau jólin ásamt Óbærilegum léttleika tilverunnar og Grámosanum hans Thors. Þannig sköpuðu bókmenntir, þá sem nú, æsandi umræðuefni sem entust í öll­ um jólaboðum og jafnvel langt fram á þorra. Frá útgáfuári bókarinnar hefur tölvutæknin gjörbylt samskipt­ um fólks (með stórfelldum tíma­ þjófnaði) og áhugavert er að velta fyrir sér þeirri breytingu sem tækn­ in hefur haft á líf okkar með því að beina sjónum okkar aftur til níunda áratugarins. Söguhetjan Alda hringsnýr karl­ mönnum í kringum sig og leiðir út­ valda sveina eftir slitnum þrepum til ástarleikja í Sörlaskjólinu. Þess á milli kennir hún þýsku í Menntaskól­ anum í Reykjavík. Þegar Steindór, samkennari hennar, býr sig undir að fara frá konu og börnum, snýr hún baki við honum og í kjölfarið gengur hann í sjóinn. Dauði Steindórs gagn­ ast Öldu ágætlega, hann er þá ekkert að þvælast fyrir henni þegar hún byrjar að tæla Anton, fjallmyndar­ lega sagnfræðikennarann sem er nýbyrjaður að kenna við skólann. Henni tekst að vefja honum lipur­ lega um fingur sér til að byrja með, en eftir þriggja mánaða framhjáhald sér hann að sér, slítur sambandinu og snýr sér aftur að eiginkonunni, menntun sinni og pólitískum ferli. Alda getur ekki meðtekið höfnunina og veröld hennar brestur. Spennandi samtöl og góðar tímasetningar Melkorku Teklu Ólafsdóttur tekst vel upp með leikgerðina, samtölin eru spennandi og tímasetningar ganga vel upp. Sveinbjörg Þórhalls­ dóttir hannar sviðshreyfingar sem í flestum tilfellum gæða sýninguna miklum þokka. Spretthlaup leik­ ara um sviðið voru samt ekki mjög áhugaverð, ég skildi að minnsta kosti ekki hverju þau áttu að bæta við verkið. Uppstillingar leikara ofan á flyglinum virkuðu líka tilgerðar­ legar og voru ofnotaðar. Leikmyndin var samansett úr blá­ um tjöldum, flygli, stórri ljósakrónu og nokkrum stólum. Hún var ein­ föld og kom oft vel út í smekklegri lýsingu. Búningar kvennanna voru hins vegar daufir og gerðu lítið fyrir þær, á köflum féllu litir þeirra nánast inn í leikmyndina og kvenlegar lín­ ur systranna nutu sín ekkert. Miklu betur tókst til með búninga strák­ anna. Una Þorleifsdóttir hefur góð tök á leikhópnum. Þórdís Arnljótsdóttir leikur systur Öldu sem býr með henni í stóra húsinu í Sörlaskjóli og Snæfríður Ingvarsdóttir leikur dóttur hennar. Leikur Snæfríðar er nákvæmur og fínlegur og hentar því vel litlu sviði sem þessu. Þórdís rúll­ ar upp hlutverki Ölmu sem fylgist vel með elskhugaflaumi yngri systur sinnar og sýnir henni endalausa þolin mæði og jafnvel aðdáun. Oddur Júlíusson leikur Steindór, sem yfirgefur Öldu í raun aldrei þrátt fyrir dauða sinn. Oddur er flinkur leikari sem á auðvelt með að töfra áhorfendur á sitt band með einlæg­ um svipbrigðum og hæfileikar hans í söng og dansi nýttust vel í verkinu. Björn Hlynur Haraldsson fór með hlutverk sögukennarans, Antons. Hann var afskaplega heillandi á sviðinu, maður skildi fullkomlega hrifningu Öldu og þann losta sem á milli þeirra kviknaði. Það hefði dýpkað söguna hefði hann fengið svigrúm til þess að segja betur frá sér en þetta er ekki sagan hans og hann vann sannarlega vel úr því sem hann fékk í hendurnar. Með betri sýningum leikársins Stjarna verksins er þó Nína Dögg Filippusdóttir, sem skapar gríðar­ lega sterka og heilsteypta Öldu. Það er vandasamt að finna eina einustu feilnótu í túlkun hennar sem unnin var af mikilli fagmennsku og alúð. Þess vegna er þeim mun erfiðara að útskýra að eitthvað vantaði samt í verkið. Ég get ekki alveg sett fing­ ur á hvað það nákvæmlega var, en einhvern veginn var mér alveg sama um Öldu og afdrif hennar. Hún kveikti hvorki meðaumkun mína né andúð. Ef til vill voru veikindi hennar í lokin óþörf, persónan of sterk eða einföld í upphafi eða tímabil sögu­ sviðsins of mikið á reiki og rann kannski full langt aftur í tímann. Ég hreinlega get ekki neglt hvort vandinn liggi í handriti, leikstjórn, leik eða einfaldlega illa tengdum gagnrýnanda. En sýningin er engu að síður í hópi betri sýninga leik­ ársins og tvímælalaust þess virði að kynna sér þessa útgáfu af frábærri sögu Steinunnar Sigurðardóttur. n Vinsæl skáldsaga Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur. „Sýningin er í hópi betri sýninga leik- ársins og tvímælalaust þess virði að kynna sér þessa útgáfu af frá- bærri sögu Steinunnar Sigurðardóttur. Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Tímaþjófurinn Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir Leikgerð: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir og Oddur Júlíusson Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist og hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Endalok ástarleikja í Sörlaskjólinu Endalaus ástarsorg Aðalpersónan Alda getur ekki meðtekið höfnunina þegar ástmaður hennar slítur sambandinu og snýr sér aftur að eiginkonunni, menntun sinni og pólitískum ferli. Mynd STEVE LorEnzMetsölulisti Eymundsson 11.– 17. maí 2017 Allar bækur 1 Sagan af barninu sem hvarf Elena Ferrante 2 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 4 Iceland flying high Ýmsir höfundar 5 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir 6 Þrjár mínúturRoslund og Hellström 7 Hjálp barnið mitt er grænmetisæta Jón Yngvi Jóhannsson 8 Í skugga valdsins Viveca Sten 9 LögganJo Nesbø 10 This is IcelandÝmsir höfundar Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson 2 Hjálp barnið mitt er grænmetisæta Jón Yngvi Jóhannsson 3 Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson 4 Býr Íslendingur hér Garðar Sverrisson 5 171 Ísland áfanga-staðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson 6 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 7 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 8 Laxness um land og þjóð 9 Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum Sóley Dröfn Davíðsdóttir 10 Halló heimur - Dagbók barnsins Anna C.Leplar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.