Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Qupperneq 64
Helgarblað 19.–22. maí 2017 36. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hver röndóttur! Logi hinn nýi Ali n Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ávallt vakið athygli fyrir klæðaburð og þá einna helst þverröndóttu bol- ina sem hann klæðist reglulega. Bolirnir eru orðnir einkennis- merki þingmannsins sem flestir hafa nú bara gaman af. En þó eru ekki allir jafnhrifnir af klæða- burðinum. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og samflokksmaður Loga, segir á Twitter að á Útvarpi Sögu sé Logi víst uppnefndur „randa- flugan“ vegna þessa. „Sætt. Ekki ónýtt að vera líkt við Múhameð Ali,“ skrifar Dagur og birtir mynd af þeim Loga og Ali heitnum með einni af frægustu tilvitnunum þess síðastnefnda. „Float like a butterfly, sting like a bee.“ „Skal éta sokkinn í rólegheitum“ n Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason skaut föstum skot- um að Garðari Gunnlaugssyni, framherja Skagamanna, í Pepsi- mörkunum á mánudagskvöld. Hjörvar lét að því liggja að Garð- ar legði ekki nægjanlega mikið á sig í leikjum Skagaliðsins og hlypi ekki nógu mikið. Garðar svaraði þessari gagnrýni í bikar- leik gegn Fram á miðvikudag þar sem kappinn skoraði þrjú mörk, þar á meðal sigurmark Skagamanna í uppbótatíma í mögnuðum 4-3 sigri. Garðar sagði á Twitter eftir leik, og beindi orðum sínum til Hjörvars: „Menn vilja meina að ég sé með mark fyrir hverja 15 metra sem ég hleyp.“ Hjörvar svaraði að bragði: „Vel gert! Skal éta sokkinn í rólegheit- um.“ Garðar þakk- aði Hjörvari svo fyrir gagnrýnina og sagðist hafa svarað henni þar sem á að svara – inni á vellinum. Helgi sagðist vera frá Domino's n Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan brá á leik á miðvikudag þegar Ólafur Ólafsson fjárfestir mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar sem fundurinn var ekki sendur út í beinni útsendingu var þröngt á þingi og aðstaðan fyrir fjölmiðlafólk fljót að fyllast. Helgi kom með seinni skip- unum og hringdi bjöllu til að freista þess að komast inn. Þegar kona svaraði í dyrasímann sagði Helgi: „Ég er að koma með pítsu frá Domino's.“ Konunni var ekki hlátur í huga, sagði að fullt væri út úr dyrum og skellti á. Helgi dó ekki ráðalaus heldur gekk inn stuttu síðar með Kristjáni Þór Júlíus- syni, mennta- og menningar- málaráð- herra. V ið gerðum þetta í fyrra þegar Hugleikur átti afmæli og það heppnaðist mjög vel. Við upp- götvuðum eitthvað sadó-masó í okkur og töluðum um að gera þetta aftur. Svo uppgötvaði ég að ég á þrí- tugsafmæli núna svo við slógum til,“ segir uppistandarinn Bylgja Babýlons sem á ekki von á góðu á skemmti- staðnum Húrra á laugardagskvöld þar sem einvala grínistar og uppi- standarar munu keppast við að grilla hver annan með gríni. Um er að ræða svokallað „roast“ að erlendri fyrirmynd þar sem frægir grínistar koma saman og bókstaflega grilla hver annan, segja brandara á kostnað hver annars og þá einna helst heiðursgestsins hverju sinni. Það verður hlutskipti Bylgju að bera mestan þungann að þessu sinni. „Það verður líklega mest níðst á mér,“ segir Bylgja sem kvíðir þó engu og lofar taumlausri skemmtun fyrir áhorfendur, þótt þeir grínistar sem þræddir verða upp á grillteininn á Húrra gætu átt von á neðanbeltis- höggum. „Við þekkjumst misvel en við sem þekkjumst gætum farið meira út í eitthvað persónulegra. Dregið ein- hverjar beinagrindur úr skápnum,“ segir Bylgja en auk hennar verða Hugleikur Dagsson, Jonathan Duffy, Saga Garðarsdóttir, Þorsteinn Guð- mundsson, Þórdís Nadia Semichat, Jóhannes Ingi Torfason og Kamilla Einarsdóttir í grillveislunni. Aðgangur er ókeypis og hefst Þrí- tugs-Róst Bylgju Babýlons klukkan 21 á laugardagskvöld. n mikael@dv.is Grínistar grilla þrítuga Bylgju Einvala uppistandarar munu níða skóinn hver af öðrum á Húrra Óvenjuleg afmælisveisla Bylgja verður þrí- tug á þriðjudaginn en heldur upp á það með því að láta, að eigin sögn, niðurlægja sig uppi á sviði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.