Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 2
2 Helgarblað 21. júlí 2017fréttir
Spurning vikunnar
„Allur ítalskur matur. Ég er til dæmis mikil lasanja-
kona.“
Anna Gunnlaugsdóttir
„Venjulegur heimilismatur. Ég er mikið fyrir lambasteik.“
Guðmundur Óttósson
„Lambahryggur með öllu tilheyrandi.“
Hildur Sveinbjörnsdóttir
„Pitsa. Hawai-pitsa með skinku og ananas finnst mér
best.“
Samantha Ósk Sokolov
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Á
rið 2010 eignuðust hjón-
in Tinna Ósk Auðuns-
dóttir og Fannar Helgi
Steinsson eineggja tví-
buradætur. Stúlkurnar eiga þó
ekki sama afmælisdag en Hjör-
dís María fæddist skömmu fyrir
miðnætti þann 12. júlí. Klukku-
tíma síðar, eða aðfaranótt 13.
júlí, kom Fanney Erna í heiminn.
Þær fögnuðu því 6 ára afmælinu
sínu á dögunum. „Ég var sett af
stað á 37. viku eins og algengt er
á tvíburameðgöngu. Þær fædd-
ust alveg eðlilega og þegar tví-
buri A var fædd var farið með
hana beint inn á vökudeild. Það
leið svo tæpur klukkutími þar til
tvíburi B kom.“
Skondin tilviljun
Tinna kveðst ekkert haf spáð
í það, á þessum tímapunkti,
á hvaða degi börnin hennar
fæddust. Systurnar voru báð-
ar 11 merkur við fæðingu og
jafnlangar. Það var ekki fyrr
en ljósmóðirin sagði Tinnu og
Fannari að hún væri búin að
skrá börnin í kerfið að hjónin
ráku augun í það að stúlkurn-
ar áttu ekki sama fæðingardag.
„Við vorum aldrei spurð hvort
við vildum að þær ættu sama
fæðingardag. Þannig að við
fengum ekkert að ráða þessu.
Þær fæddust einfaldlega hvor á
sínum sólarhringnum svo þær
eiga hvor sinn afmælisdaginn.
Við vorum aldrei spurð álits
eða látin velja dag. Okkur hef-
ur alltaf þótt þetta skondin til-
viljun.“ Systurnar, Hjördís Mar-
ía og Fanney Erna, hafa þó ekki
alltaf verið sáttar við fyrirkomu-
lagið, áður fyrr varð sú „yngri“
stundum afbrýðisöm út í hina
sem átti afmæli deginum á und-
an. „Þetta hefur lagast heilmik-
ið. Við höldum samt alltaf upp á
afmælið þeirra saman og þær fá
báðar afmælissöng og gjafir 12.
júlí. Við pössum samt alltaf upp
á að halda líka upp á daginn
hennar Fanneyjar Ernu. Við
kaupum til dæmis alltaf risa-
stóra köku sem endist í alla-
vega 2 eða 3 daga,“ segir Tinna
og bætir við: „Þær vita það núna
að þær eiga ekki sama afmæl-
isdaginn og eru miklu rólegri
yfir því. Þetta verður líka ör-
ugglega bara gaman fyrir þær í
framtíðinni. Þær geta þá
boðið hvor annarri í af-
mæli með dags milibili í
stað þess að þurfa alltaf
að tala sig saman um það
hver fái að halda afmælið
á afmælisdeginum.“
Ólíkar systur
Tinna segir að dætur sínar
séu mjög ólíkar þrátt fyrir
að vera eineggja tvíburar.
„Fyrir okkur eru þær eins
og dagur og nótt. Hjördís
María er algjör skellibjalla
á meðan Fanney Erna er
svolítið rólegri.“ Þá seg-
ir Tinna að systurnar hafi
ætíð haft sterka tengingu
og passi vel upp á hvor
aðra þrátt fyrir að stund-
um slettist upp á vinskap-
inn. „Nýfæddar héldu þær
utan um hvor aðra. Mað-
ur sá strax þessa einstöku
tengingu. Þær voru á sömu
deild á leikskóla, eru núna
saman í bekk og æfa báð-
ar fótbolta með Stjörnunni.
Þær hafa alltaf verið saman
í öllu og það er gaman að
fylgjast með þeim vaxa og
dafna.“ n
Eineggja tvíburar Hafa alla tíð verið mjög samrýndar. Mynd Brynja
Eineggja tvíburar en eiga
ekki sama afmælisdag
Systurnar Hjördís María og Fanney Erna fæddust hvor á sínum deginum
Kristín Clausen
kristin@dv.is
„Nýfæddar héldu
þær utan um hvor
aðra. Maður sá strax
þessa einstöku tengingu.
Sætar systur Fögnuðu 6 ára afmælisdeginum sínum í júlí. Mynd Brynja
Æfa fótbolta með Stjörnunni Liðið stóð si
g frábær-
lega og fékk silfurverðlaun í sínum flokki á
Símamótinu sem
fór fram um síðustu helgi. Mynd Brynja
Mynd Brynja