Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 21. júlí 2017
T
ómas er annálaður fjalla
garpur sem hefur unun af ís
lenska sumrinu og nýtir þá
tíma sinn eftir megni til að
ferðast um landið. „Pabbi var jarð
fræðingur og allt frá því ég var smá
pjakki hef ég farið víða og fengið að
upplifa fegurðina í náttúru þessa
lands. Ég lít á það sem algjör for
réttindi,“ segir Tómas. „Sumartím
inn er mér dýrmætur. Langoftast
þegar ég er ekki í vinnunni þá er
ég uppi á fjöllum. Útivist er aðal
áhugamál mitt og konu minnar.
Svo fer eftir veðri og vindum hvert
við förum. Ég birti myndir á Face
book úr ferðum okkar og fólk spyr
mig hvort ég sé alltaf í góðu veðri af
því það er mikil sól á myndunum.
Það er vegna þess að ég er búinn að
stúdera veðurspána og er ófeiminn
við að breyta ferðaáætlun í sam
ræmi við sólarspár.“
Hvað gefur það þér að vera úti í
náttúrunni?
„Það gefur mér gríðarlega orku.
Ég er í starfi þar sem er mikið álag,
ég vinn mikið og er á tíðum nætur
vöktum, oft þriðju eða fjórðu hverja
nótt. Þess vegna er frábært að koma
sér í allt annað umhverfi og helst að
sofa í tjaldi. Ég kalla mig tjaldfíkil og
sef aldrei betur en í tjaldi.
Oft erum við hjónin ekki að ferð
ast ein, heldur tökum með okk
ur vini og kunningja. Það má segja
að ég fari að stunda trúboð þegar
ég sýni fólki staði sem eru ekki al
veg við þjóðveginn. Það gefur mér
mjög mikið að vera með fólki á
spennandi stöðum í íslenskri nátt
úru og skynja hrifningu þess.“
Hugsað í lengra samhengi
Nýleg ferð Tómasar til Vestfjarða
rataði í fjölmiðla eftir að Tómas
birti mynd af sér við Rjúkandi
foss á Facebook og spurði: „Vilj
um við fórna svona perlu fyrir
megavött til stóriðju? Það væri
brjálæði ... Við þurfum að skila
svona perlum til næstu kyn
slóða, ekki HS Orku eða Vestur
verks.“ Fjöldi deildi þessum pósti
Tómasar, en ekki voru allir sátt
ir. Varaþingmaður Sjálfstæðis
flokksins í Norðvesturkjördæmi,
Hafdís Gunnarsdóttir, sagð
ist vera komin með upp í kok af
fólki eins og Tómasi sem kæmi
í heimsókn á Vestfirði í nokkra
daga á ári og berðist gegn fram
kvæmdum.
Tómas segist aðspurður hafa
miklar áhyggjur af stóriðjufram
kvæmdum. „Á 70 árum hafa víð
ernin á Íslandi minnkað um 70
prósent. Í dag eru 40 prósent af
yfirborði Íslands víðerni og sá
hluti landsins er að mínum dómi
hvað verðmætastur. Ég hugsa
þessi mál í miklu lengra sam
hengi en bara fyrir mig og börn
in mín. Ég er afi þriggja mánaða
drengs og mig langar til að hann,
hans börn og barnabörn upp
lifi ósnortna náttúru eins og er
að finna á Ströndum og Horn
ströndum.
Alla mína tíð hef ég brunnið
fyrir náttúruvernd og ég lít ekki
á þá baráttu sem tapað spil. Ég
kalla þá stóriðjustefnu sem við
höfum verið að horfa upp á virkj
anaáráttu. Ég skynja gríðarlega
breytingu hjá ungu fólki í dag
miðað við eldri kynslóðir. Þannig
að það er kominn byr í seglin.
Náttúruverndarsinnar hafa líka
fengið góða hjálp með tilkomu
ferðamannaiðnaðarins sem er
orðinn mikilvægasta atvinnu
greinin á Íslandi. Erlendir ferða
menn sækja í óspillta náttúru.“
Mynd sem vakti athygli
Þú hefur ekki áhyggjur af því
að náttúruverndarsjónarmið
verði undir hjá stjórnvöldum?
„Ég held að þetta eigi eftir að
breytast með yngri kjósendum
og breyttum áherslum. Unga
fólkið hefur aðra forgangsröð
un og staldrar meira við en mín
kynslóð og þær eldri gerðu. Það
kann betur að meta það sem
er í kringum það. Ég fæ tæki
færi til að skyggnast inn í þenn
an hugarheim því ég er prófessor
við læknadeildina og er svo lán
samur að kenna tugum lækna
og hjúkrunarnema á hverju ári.“
Um orð varaþingmanns Sjálf
stæðisflokksins segir Tómas:
„Hún segist vera búin að fá upp
í kok af mér en hefur samt aldrei
hitt mig. Hún tók mjög sterkt til
orða og fyrir vikið varð til fjöl
miðlamál. Ég var vissulega að
vonast til að fá viðbrögð við ferð
minni, það var að hluta til til
gangurinn með því að fara á
þessum tímapunkti í góða veðrið
Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands,
er einn af þekktari læknum landsins. Hann er venjulega kallaður því vinalega
heiti Lækna-Tómas. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Tómas og ræddi við hann um
læknastarfið, náttúruvernd, pólitík og fleira.
„Þeir sem þekkja
mig og hafa unnið
með mér vita hversu
vænt mér þykir um
Landspítalann en stund-
um fallast manni einfald-
lega hendur þegar maður
er þar.
Ekki hræddur við að taka slaginn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is