Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 28
Lífið er kapphlaup“ segir máltækið og víst er að svo á við um marga sem keppast við það alla ævi að flýta sér í gegnum lífið, gera allt, eignast allt, verða allt og helst á sem fullkomnastan hátt um leið, eins og tískublað beint úr prentsmiðjunni. Og gleyma jafnvel að njóta lífsins á leiðinni. En lífið er til að hafa gaman af og njóta, gera allt eins vel og maður getur og fjandinn hafi það ef það tekst ekki, þá er bara annar dagur og annað tækifæri á morgun. Verkefnin í lífinu eru fjölmörg og alla daga stöndum við frammi fyrir val- kostum og áskorunum, smærri sem stærri, sem við veljum að takast á við eða ekki, sem við veljum að sigrast á eða ekki, að taka þátt í eða ekki. Suma daga er það hrein- lega afrek að komast fram úr rúminu á morgnana, dagana þegar mann langar helst bara að breiða sængina yfir haus og vakna einhvern tíma löngu síðar. En maður rífur sig á fætur, gyrðir sig í brók og mætir hvert sem maður á að mæta, brosir og endurtekur ferlið, þar til sigrast er á því sem fær mann til að vilja ekki fara á fætur. Daglegu áskoranirnar, sem og keppnisáskoranir, sigrarnir litlir sem stórir, eru allir þess virði. Sigrar sem maður vinn- ur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, sem einstaklingur. Sem liðsmaður getur maður aðeins gert sitt besta og ætlast til þess sama af hinum. Í keppnis- íþróttum komast færri á verð- launapall, en allir þátttakend- ur vinna persónulega sigra. Þegar öllu er á botninn hvolft lífið um að skora á sjálfan sig, sigra sjálfan sig og verða betri einstaklingur dag hvern. Allt annað er bara plús. Kær kveðja, Ragna ragna@dv.is Sigrarnir stórir sem smáir 292 lið víðs vegar að af landinu mættu til keppni, 84 lið í 5. flokki, 116 í 6. flokki og 92 í 7. flokki. Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Digra- neskirkju á fimmtudagskvöldinu og keppni hófst að morgni föstudags. Það var sannarlega mikið líf og fjör í Kópavogi yfir helgina, en allir leikir fóru fram á félagssvæði Breiðabliks, bæði úti og í Fífunni. 6. og 7. flokk- ur léku 5 manna bolta, en 5. flokkur 7 manna bolta. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarpeninga. Fjöldi foreldra, systkina, annarra ættingja og vina mætti síðan á völl- inn til að hvetja stelpurnar áfram. Stelpurnar á Símamótinu eru svo sannarlega flottir fulltrúar yngri kynslóðarinnar. Kröftugar Knattspyrnustelpur etja Kappi Símamótið 2017 Í Kópavogi Símamótið var haldið helgina 13.–16. júlí síðast- liðinn við Fífuna í Kópavogi. Um er að ræða stærsta knattspyrnumót landsins með um og yfir 2.000 þátt- takendum, en mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna. Símamótið var fyrst haldið árið 1985 og var þetta því 32. mótið í röðinni. StjörnumarkaSkorari Brynja Mist Björnsdóttir, 6 ára, var með sína markatölu á hreinu, þrátt fyrir að pabbi væri líka að telja. Í leik gegn FH skoraði hún fjögur mörk. Eftir slíkan leik er nauðsynlegt að fylla á orkubirgðirnar. Silfur í húS Stjörnustelpurnar í 7. flokki uppskáru silfur eftir 0-1 úrslitaleik við Fram. flautað til leikS Vinkonurnar Lára Margrét Valdimarsdóttir og Erla Rún Pétursdóttir, 6 ára, halda inn á völlinn á sínu fyrsta Símamóti. Bikar á loft Stelpurnar í 6. flokki Grindavíkur uppskáru bikar og halda honum stoltar á lofti. SyStur og Samherjar Systurnar Elma Lísa og Íris Eva Stefánsdætur, 9 ára, sem spila með 6. flokki Grindavíkur, leika sér milli leikja. komið að leik Stelpurnar halda á völlinn til að keppa við næsta mótherja. Við unnum leikinn! Stjörnustelpur í 7. flokki fagna sigri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.