Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 47
Matarvagnar 3Helgarblað 21. júlí 2017 KYNNINGARBLAÐ Bökubíllinn: Ferskar, eldbakaðar pitsur – hvar sem er og hvenær sem er Flestir sem hrifnir eru af pitsum þekkja hinn rómaða veitinga- stað Íslensku flatbökuna, að Bæjarlind 2 í Kópavogi. Staðurinn er þekktur fyr- ir hágæða eldbakaðar pitsur úr viðarofni. Í bland við veitingastaðinn hefur Íslenska flatbakan lengi sinnt veisluþjónustu en í sumar steig fyrirtækið nýtt skref á því sviði með hinum glæsilega Bökubíl sem hefur glatt marga á undanförnum vikum. „Með Bökubílnum erum við annars vegar að bjóða upp á spennandi kost fyrir alls konar viðburði, stóra og smáa, og hins vegar viljum við bjóða íbúum úthverf- anna upp á aukna þjónustu og þá upplifun að allt í einu sé kominn pitsustaður í ná- grenni við þá,“ segir Valgeir Gunnlaugsson hjá Íslensku flatbökunni en nýlega lagði Bökubílinn á Seltjarnarnesi og vakti mikla lukku. Eins og myndir með greininni bera með sér er Bökubíllinn glæsilegur í útliti og mikil prýði að honum hvar sem hann fer um og því skapar hann skemmti- lega stemningu á þeim viðburðum þar sem boðið er upp á veitingar úr honum. Pitsurnar eru líka ferskar og í hæsta gæðaflokki: „Við gerum engar mála- miðlanir hvað gæðin snertir, við erum með eldofn í bíln- um og erum ekki að breyta um eldunaraðferðir eða neitt slíkt. Þegar sóttar eru eða fengnar sendar pitsur í barnaafmæli eða starfs- mannahóf þá þarf að flytja matinn og geyma einhverja stund í pappakössum, og við þetta tapast alltaf einhver gæði. Úr Bökubílnum kemur hins vegar allt rjúkandi heitt og brakandi ferskt,“ segir Valgeir. Bökubíllinn er kostur sem hentar í alls konar viðburði af öllum stærðum. Hefur hann töluvert verið fenginn í brúðkaup í sumar og nú þegar eru byrjaðar pantanir í brúðkaup og fermingar á næsta ári. Þá eru sífellt fleiri fyrirtæki sem vilja gera vel við starfsfólk sitt öðru hverju farin að nýta sér þjónustu Bökubílsins og bjóða starfsfólki sínu upp á ferskar pitsur, eldbakaðar á staðnum, á góðviðrisdög- um. Sem fyrr setur nærvera Bökubílsins skemmtilegan svip á viðkomandi viðburð, er prýði í umhverfinu og skapar góða stemningu: „Það er til dæmis framundan hátíðin Kátt á Klambratúni og aðstand- endurnir höfðu samband við okkur og sögðu: við verðum með hátíð hérna og það er pláss fyrir matarvagn, viljið þið koma? Jafnframt verðum við til dæmis á Októberfest sem haldið er á háskólasvæðinu á hverju hausti,“ segir Valgeir. Á stórum hátíðum eru gjarnan seldar sneiðar út úr vagninum, þegar honum er lagt í úthverfin er boðið upp á vinsælustu pitsurnar af matseðli Íslensku flatbök- unnar en þegar um einka- samkvæmi eins og til dæmis brúðkaup er að ræða er matseðillinn einfaldlega hannaður með óskir við- skiptavinarins í huga. Til að fylgjast með stað- setningum Bökubílsins í út- hverfum á næstunni er best að skoða vefsíðuna boku- billinn.is eða Facebook-síðu Bökubílsins. En til að panta Bökubílinn í samkvæmi eða á hátíð, eða fá nánari upplýsingar, er best að senda tölvupóst á netfangið flatbakan@flatbakan.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.