Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 58
34 Helgarblað 21. júlí 2017
Alice prinsessA
Alice, dóttir Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta, var ein litríkasta kona sinnar tíðar
A
lice fæddist árið 1884,
dóttir Theodore Roose
velt, efnilegs stjórnar
málamanns og eiginkonu
hans, Alice Lee. Móðirin unga lést
nokkrum dögum eftir fæðinguna
og Theodore kvæntist þremur
árum síðar Edith Kermit Carow,
miklum kvenskörungi.
Alice kunni best við sig í félags
skap stráka, klippti hár sitt stutt
og sagðist í fyllingu tímans ætla
að fæða apa í stað barna. Hún átti
ekki vinkonur en lék sér stund
um við uppburðarlitla ófríða
frænku sína, Eleanor Roosevelt.
Alice stjórnaði leikjum þeirra og
hæddi Eleanor óspart ef þannig lá
á henni. „Ég dáðist alltaf að Alice
en um leið var ég hrædd við hana,“
sagði Eleanor.
Það var Alice sem kynnti El
eanor fyrir Franklin Delano Roos
evelt, fjarskyldum ættingja þeirra
beggja, og hvatti hann til að sýna
henni athygli. Kynnin leiddu til
hjónabands sem skapaði þeim
báðum óhamingju. Mörgum
árum síðar, þegar Franklin, þá
Bandaríkjaforseti, átti í eldheitu
ástarsambandi við ritara sinn að
stoðaði Alice hann eftir megni við
að fela sambandið fyrir Eleanor.
Þegar vinur Alice gagnrýndi hana
fyrir þátt hennar svaraði hún:
„Franklin á skilið að eiga sólskins
stundir. Við verðum að hafa í huga
að hann er kvæntur Eleanor.“ Með
árunum skapaðist kuldi milli Alice
og Franklin og árið 1940 sagðist
hún heldur kjósa Hitler en kjósa
Franklin sem forseta í þriðja sinn.
Með páfagauk á öxl og snák um
hönd
Theodore Roosevelt varð Banda
ríkjaforseti árið 1901. Alice var ein
frægasta kona Bandaríkjanna á
valdatíma föður síns. Hún var köll
uð Alice prins essa og allt sem hún
gerði vakti athygli. Blaðamaður
sem skráði ferðir Alice í tæp tvö ár
sagði að hún hefði á þeim tíma far
ið á 407 dansleiki, 350 samkvæmi,
680 teboð, auk 1.706 heimsókna.
Hún reykti opinberlega á tím
um þegar penar stúlkur létu slíkt
ekki sjást til sín. Hún smyglaði
víni í samkvæmi sem áttu að vera
áfengislaus. Hún sökkti sér niður í
alls kyns kukl. Hún sprangaði um
Hvíta húsið með risastóran suður
afrískan páfagauk á öxl og snákinn
Emily vafinn um hönd sér.
Hún var einmitt með Emily
upp á arminn þegar hún birtist á
skrifstofu föður síns þar sem hann
sat á tali við rithöfundinn Owen
Wister. Eftir að hafa ítrekað trufl
að samræður þeirra og horfið síð
an á braut spurði Wister forset
ann af hverju hann reyndi ekki að
hafa stjórn á dóttur sinni. Forset
inn svaraði: „Ég get annaðhvort
verið forseti Bandaríkjanna eða
haft stjórn á Alice. Ég get ekki gert
hvort tveggja.“ Þau feðgin þóttu
æði lík, bæði athyglissjúk og sjálf
hverf, en bjuggu yfir miklum gáf
um og viljastyrk.
Alice tók það afar nærri sér
þegar faðir hennar lét af forseta
embætti. Þegar Woodrow Wilson
settist í sæti forseta gerðist Alice
hatrammur andstæðingur hug
mynda hans um þátttöku Banda
ríkjamanna í Þjóðabandalaginu.
Oft sást til hennar á vappi við
Hvíta húsið tautandi bölbænir
sem beint var til forsetans: „Meg
irðu aldrei þrífast! Megirðu aldrei
þrífast.“ Hún lét orðin ekki einung
is tala heldur bjó til litlar vúdú
dúkkur, stakk prjónum í hjarta
stað þeirra og henti þeim inn á lóð
Hvíta hússins í skjóli nætur.
Skrautlegt einkalíf
Alice giftist 24 ára gömul Nicholas
Longworth, þingmanni Repúblik
ana og síðar forseta þingsins,
drykkfelldum kvennabósa. Fréttir
af trúlofun hennar og brúðkaupi
voru á forsíðum blaða og gjaf
ir streymdu að frá öllum heims
hornum. Hjónabandið kom ekki í
veg fyrir að Longworth héldi áfram
að sinna kvennafari og drykkju.
Á meðan átti Alice í ástríðu
fullu sambandi við þingmanninn
William Borah, sem jafnan gekk
undir nafninu Ljónið frá Idaho.
Borah naut mikillar virðingar og
þótti frábær ræðumaður og sterk
ur persónuleiki.
Þegar Alice fæddi dóttur
árið 1925 var almennt talið að
hún væri dóttir Borah og Alice
bar aldrei á móti því. Hún var
afskiptalaus móðir en eigin
maður hennar dekraði barnið.
Longworth, sem glímdi við alvar
legt áfengisvandamál, lést árið
1931. Alice syrgði hann ekki enda
hafði fullkominn fjandskapur ríkt
með þeim síðustu árin sem hann
lifði.
Pauline, dóttir Alice, óx úr grasi,
óframfærin og óhamingjusöm.
Hún giftist manni sem drakk sig í
hel og sjálf lést hún rúmlega þrítug
af völdum of stórs skammts lyfja og
áfengis. Hún lét eftir sig dóttur sem
Alice tók að sér og reyndist henni
afar vel.
Vinkona Bandaríkjaforseta
Á elliárum var Alice vinsæl sem
fyrr og fastur gestur í samkvæmum
Bandaríkjaforseta. Hún vingaðist
við Kennedyfjölskylduna og þótti
sérlega vænt um Robert Kennedy.
Hún hafði ætíð verið staðfastur
Repúblikani en kaus Demókra
taflokkinn í kosningum árð 1964.
Árið 1965 var bílstjóri Alice, sem
jafnframt var einn besti
vinur hennar, blökku maðurinn
Richard Turner, að keyra hana í
móttöku. Hann stöðvaði fyrir fram
an leigubíl og leigubílstjórinn fór
út úr bíl sínum og æpti að Turner:
„Hvað heldurðu að þú sért að gera,
svarta skepna?“ Alice sneri sér að
leigubílstjóranum og sagði: „Hann
er að fara með mig á áfangastað
minn, þú hvíti tíkarsonur!“
Á níræðisaldri stundaði hún
jóga af kappi og svaf vært á svæfli
sem hún hafði látið bródera á
orðin: „Ef þú getur ekki talað vel
um nokkurn mann skaltu vera
hérna hjá mér.“
Alice Roosevelt lést árið 1981,
96 ára. Þegar hún var á elliárum
spurð um viðburðaríkt líf sitt, svar
aði hún: „Ég býst við því að um mig
megi segja að ég hafi verið snilling
ur í að skauta á þunnum ís og leika
mér að eldinum.“ n
menning - KjarnaKonur úr fortíð
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is „Á níræðis-aldri stund-
aði hún jóga af
kappi og svaf
vært á svæfli
sem hún hafði
látið bródera á
orðin: „ef þú get-
ur ekki talað vel
um nokkurn mann
skaltu vera hérna
hjá mér.“
Umtöluð
forsetadóttir
Hún var kölluð Alice
prinsessa.
Alice Roosevelt Bjó yfir miklum gáfum
og viljastyrk og þótti sérlega orðheppin.
Með eiginmanni sínum Hjónaband þeirra var ekki upp á marga fiska.