Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 72
Helgarblað 21. júlí 2017 45. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Er sokka- skúffan full? Felur brennivínið í sokkaskúffunni n Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson deildi því með Face- book-vinum sínum að hann finni reglulega undarlega hluti á heimili sínu. „Fyrir nokkrum árum fann ég 20 kg af púður- sykri í skúffu. Elstu pokarn- ir sennilega frá fyrstu hjúskap- arárunum, grjótharðir eins og steypuklumpar. Næst fann ég um 300 sprittkerti í sumarhús- inu. Það getur auðvitað orðið rafmagnslaust hvenær sem er. Nú síðast fann ég slíkt magn af prjónagarni sem myndu duga færustu hannyrðameisturum alla starfsævina. Auðvitað þarf að vera í startholunum ef það kæmi nú ömmubarn,“ sagði Brynjar. Færslan féll í góðan jarðveg og var óskað eftir upplýsingum um hvað væri að finna í sokka- skúffu þingmannsins. Ekki stóð á svarinu hjá Brynj- ari: „Fyrir utan staka sokka og flesta með gati er einn gamall brennivíns- fleygur sem ég hef falið þarna svo synirnir stælu ekki öllu áfengi heim- ilisins.“ Einkabíllinn mun hverfa n Útvarpsmaðurinn Hjörvar Hafliðason er forfallinn bíla- áhugamaður. Á Twitter-síðu sinni ítrekaði hann þá spá sína að dauði dísilbílsins væri yfir- vofandi og að rafmagnið myndi taka við. Vakti færslan talsverð viðbrögð. Alþingismaðurinn Páll Magnússon blandaði sér í umræðurnar og sagði, vænt- anlega í hálfkæringi, að raf- magn á bíla væri misskilningur. „Dísillinn víkur ekki fyrr en bílar verða kjarnorkuknúnir,“ sagði Páll. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson réðst hins vegar gegn uppfinningunni sem slíkri. „Þið eruð að ofmeta þátt einkabílsins í fram- tíðinni. Hann átti góða eina öld en er klunnaleg- ur og óhentugur í borgarumhverfi og mun hverfa,“ sagði Gísli Marteinn. Regnský Litur #349 30% AFSLÁTTUR AF GJØCO MÁLNINGU TIL 31. JÚLÍ Hundur hækkar í tign Á dögunum bættist nýr með- limur við í öflugan starfs- hóp hjúkrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að umrædd- ur starfsmaður heitir Monsa, er titlaður sem gleðigjafi og er af hundakyni. Segja má að Monsa hafi fylgt með í kaupunum þegar eigandi hennar, Stefanía Svavars- dóttir, hóf störf hjá Sóltúni fyr- ir nokkru. „Ég var í vandræðum með pössun fyrir Monsu þegar ég byrjaði að vinna í Sóltúni og bað um leyfi að fá að taka hana með í vinnuna. Það reyndist auðsótt,“ segir Stefanía í samtali við DV. Óhætt er að fullyrða að Monsa hafi frá fyrsta degi brætt hjörtu allra þeirra sem tengjast Sóltúni, starfsfólki og íbúa. Í starfi sínu annast Stefanía aðallega fólk sem glímir við Alzheimer-sjúkdóm- inn og Monsa hefur sérstaklega góð áhrif á slíka einstaklinga. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað svona lítið dýr getur gert mikið fyrir fólk. Sumir sem hér dvelja eru einangraðir og hafa lítið við að vera. Um leið og ég set Monsu í kjöltu slíkra einstaklinga þá lifnar yfir þeim,“ segir Stefan- ía. Að hennar mati ættu fleiri hjúkrunarheimili að rýmka regl- ur sínar varðandi dýr innan dyra. „Ávinningurinn er ólýsanlegur. Sóltún er fyrst og fremst heim- ili en ekki sjúkrastofnun. Monsa hjálpar til við að auka þá upplif- un,“ segir Stefanía. n Gleðigjafi Hundurinn Monsa er formlega orðin starfsmaður Sóltúns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.