Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Page 9
Helgarblað 28. júlí 2017 fréttir 9 báðu mig afsökunar og sögðu að þeim þætti þetta leiðinlegt. Mér fannst erfitt að heyra að þeir trúðu mér ekki en síðan fannst mér mjög þægilegt að fá afsökun frá þeim. Það var mjög góð afsökun.“ Erfitt að horfa í augu fólks „Ég ætlaði að komast í gegnum þetta sjálf en svo hrundi ég niður. Frænka mín hjálpaði mér mikið,“ segir stúlkan og brosir til frænku sinnar sem situr við hlið hennar við borðið. „Ég á mjög erfitt með samskipti við fólk en það er betra núna. Hann reyndi að drepa mig. Hann sagði það við mig, að hann ætlaði að drepa mig. Hvernig hann horfði á mig, í augun á mér, eftir það hef ég ekki getað horft í augun á fólki, og hef ekki enn þá getað það.“ Hún heldur áfram: „Fyrst vildi ég ekki aðstoð, ætl- aði að fara í gegnum þetta sjálf. Þetta hefur gerst áður hjá mér en ekki svona hrottalega. Ég ætlaði að fara í gegnum þetta sjálf en það reyndist mér síðan of erfitt.“ Hún fékk aðstoð á BUGL og þar hitti hún sálfræðing sem hef- ur aðstoðað hana mikið. Með- ferðin fer þannig fram að stúlkan teiknar eða föndrar á meðan hún svarar spurningum. Sú aðferð hefur gengið vel. Fékkstu sjálfsvígshugsanir eftir þetta eða gerðir þú tilraun til að svipta þig lífi? „Nei, þegar þetta gerðist, hugs- aði ég hversu mikið mig langaði að lifa,“ svarar hún. „Eina sem ég hugsaði þarna er, ég er að fara að deyja. Ég hugsaði hvað mig lang- aði að gera í lífinu, þannig að ég hef ekki hugsað þannig því ég var mjög nálægt dauðanum.“ Þú hugsaðir um alla hlutina sem þú áttir eftir að gera og það sem þú áttir eftir að sjá? „Já, og fjölskylduna mína og vini mína.“ Á Tinder Elvar hefur skráð sig á Tinder. Tinder er vinsælasta stefnumóta- forrit heims. Þar geta notendur átt í samskiptum og spjallað. Þann 30. júní sendi Elvar stúlku skila- boð og vildi kynnast henni nánar, sendi henni svokallað „Superli- ke“ en þegar það er gert fær hinn aðilinn strax skilaboð um að mik- ill áhugi á nánari kynnum sé fyr- ir hendi. „Ég vil að stelpur leggi andlitið á minnið og passi sig á honum,“ segir stúlkan. „Á Tinder er fullt af stúlkum sem vita ekki hvað hann hefur gert.“ Varst þú sátt við upphaflega dóminn? „Ég var rosalega ánægð með dóminn sjálfan. Ég bjóst ekki við svona þungum dómi en svo eftir um það bil ár, kemur hann bara út. Það skil ég ekki. Það er ekki neitt. Mér líður svolítið eins og ég sé í fangelsi en ekki hann.“ Önnur stúlka hefði kannski ekki lifað Stúlkan segir að Stígamót hafi hjálpað henni mikið. Hún fór þó aðeins í einn tíma. Það sé hins vegar langur biðlisti og ekki auð- velt að komast að. „Ég talaði við eina konu hjá Stígamótum sem sagði að ef þetta hefði ekki verið ég, þá hefði þetta verið einhver önnur,“ seg- ir stúlkan og heldur áfram eftir stutta þögn. „Ég er meira ánægð að þetta hafi komið fyrir mig því ég lifði þetta af. Ef það hefði ver- ið einhver önnur, ekki nógu sterk og hann hefði drepið hana. Hún sagði að ef þetta hefði ekki ver- ið ég, hefði þetta verið önnur því að hann var bara búinn að plana þetta. Ég skildi þetta betur eftir að ég fór í Stígamót.“ Hver er þín draumaniður- staða? „Ef það er möguleiki að koma honum í annað hverfi, sem væri hvorki nálægt mér eða hinni stelpunni. Bara sem lengst frá okkur,“ svarar hún. „Þannig að ég geti gengið um hverfið og farið með litla bróður minn í sund.“ n „Núna er ég hætt að fara ein út. Ef ég fer, þá reyni ég að fara með einhverj- um. „Finnst hann búinn að gera nóg til að ég ætti að fá nálg- unarbann. Sterkir í Stálinu í yfir 45 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.