Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Page 20
20 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 28. júlí 2017
Þ
jóðkirkjan á nokkuð und-
ir högg að sækja og það
er eins og þjónar kirkj-
unnar viti sumir hverjir
ekki hvernig bregðast eigi við.
Þeir ættu þó að standa keikir.
Stundum kann að virðast sem
almennt áhugaleysi ríki um
störf þeirra en svo er þó ekki. Til
þeirra er leitað varðandi stærstu
viðburði í lífi fólks. Prestar þjóð-
kirkjunnar skíra einstaklinga,
ferma, gifta og þegar kemur að
hinni óumflýjanlegu brottför
úr þessum heimi tala þeir yfir
moldum okkar. Enn tíðkast að
kalla til presta þegar hörmuleg-
ir atburðir gerast og með litl-
um fyrrvara er boðað til minn-
ingastunda í kirkjum þar sem
fjölmenni kemur saman. Þar
er presturinn, eins og svo oft á
lífsleið hans, í hlutverki sálu-
sorgara. Einstaklingur sem er í
starfi þar sem talin er mikil þörf
fyrir hann á gleði- og sorgar-
stundum er að vinna mikilvæg
verk.
Prestar eiga að starfa eft-
ir kærleiksboðskap Krists og
það eiga þeir ekki bara að gera
við þægilegar aðstæður, heldur
einnig við þær slæmu og óþægi-
legu. Þeir geta ekki vikið sér
undan og sagt: Mér kemur þetta
ekki við. Prestar kunna guðs-
orðið betur en við hin, en verða
líka að vera tilbúnir að berjast í
nafni þess. Biskup Íslands, Agn-
es M. Sigurðardóttir, gerir sér
grein fyrir þessu.
Íslenska þjóðkirkjan hlýtur
að láta sig varða um aðstæður
þeirra flóttamanna sem hing-
að leita í neyð. Agnes M. Sig-
urðardóttir hefur ítrekað talað
máli þeirra og hvatt til þess að
Ísland skoði aðild sína að Dyfl-
innarreglugerðinni og ef ekki sé
hægt að segja sig frá henni þá
eigi að minnsta kosti að túlka
hana rúmt. Nýlega steig biskup
svo fram á ritvöllinn og beindi
því til stjórnvalda að leyfa afg-
anskri fjölskyldu að setjast að á
landinu.
Agnes hefur legið undir
ámæli fyrir að tala máli flótta-
manna og jafnvel hefur því verið
haldið fram að þarna sé biskup
rækilega að fara út fyrir vald-
svið sitt. Vitanlega er ekki svo.
Illa væri komið fyrir biskupi
landsins ef hann væri farinn að
gleyma kristnum kærleiksboð-
skap. Í skrifum sínum og ræð-
um vitnar Agnes einmitt iðulega
í orð frelsarans. Í nýjustu grein
sinni rifjaði hún upp þessi orð
Krists: „Því hungraður var ég og
þér gáfuð mér að eta, þyrstur var
ég og þér gáfuð mér að drekka,
gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Útlendingaandúð fyrirfinnst
því miður hér á landi í allt of
miklum mæli og hefur eink-
um beinst að múslimum. Það
er hlutverk kirkjunnar að tala
máli mannúðar og náungakær-
leika, og ekki síst í umræðum
um flóttamenn og útlendinga.
Það hefur Agnes M. Sigurðar-
dóttir gert af miklum skörungs-
skap. Sem betur fer hafa margir
prestar landsins tekið und-
ir áherslur hennar. Þeir mættu
samt vera enn fleiri. n
Kærleiksboðskapur biskups
Margrét Erla Maack – kjarninn.is
Ein eltið og pervert
arnir finna sína leið
Tómas Guðbjartsson læknir – DV Gísli Marteinn Baldursson – eyjan.is
Við erfiðar aðstæður sýna
menn hvað í þá er spunnið
Engum hópi á Íslandi hefur verið þjónað
betur en bílaeigendum síðustu 60 árin
Myndin Herðubreið Landsmenn hafa notið einmuna veðurblíðu í liðinni viku. Það gerðu líka þessir tveir göngugarpar sem klifu fjallið Herðubreið og slógu upp búðum í gíg sem þar er á toppnum. Gígurinn státar öllu jöfnu ísilögðu vatni í fagurbláum lit. Mynd siGTryGGur ari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„ Illa væri komið fyr
ir biskupi lands
ins ef hann væri far
inn að gleyma kristnum
kærleiks boðskap.
Nýleg skoðanakönnun MMR
um fylgi stjórnmálaflokkanna er
enn ein staðfesting þess að litlu
flokkarnir í stjórnarsamstarfinu,
Viðreisn og Björt framtíð, eigi
ekki framtíð fyrir sér í samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn. Könnun-
in var allnokkur sigur fyrir Flokk
fólksins sem virðist eiga hljóm-
grunn meðal þjóðarinnar. Öðru-
vísi er háttað með Sósíalistaflokk
Gunnars smára Egilssonar en sam-
kvæmt könnunum er ekki nokk-
ur áhugi meðal þjóðarinnar á
honum. Líklegt hlýtur að teljast
að hann deyi drottni sínum. Úr
herbúðum Flokks fólksins heyrð-
ist á dögunum að formaðurinn
inga sæland væri að íhuga funda-
herferð um landið og leitaði að
þungavigtarfólki sem vildi slást
með í för og kynna málstaðinn.
inga á uppleið
Framsókn í dvala
Innan Framsóknarflokksins segja
menn nú að ríki lognið á undan
storminum. Flokksþing verður í
vetur og stefnir í átök og uppgjör
fylkinga þeirra sigurðar inga Jó-
hannssonar og sigmundar davíðs
Gunnlaugssonar. Á milli stend-
ur varaformaðurinn Lilja dögg
alfreðsdóttir og reynir að miðla
málum. Í logninu hreyfist fylgi
flokksins lítt upp á við í könnun-
um þótt ríkisstjórnin glími við
fáheyrðar óvinsældir.
Viðreisn vill Gísla Martein
Fjölmiðlamaðurinn og borgar-
fulltrúinn fyrrverandi, Gísli Mart-
einn Baldursson, heldur málstað
sínum í skipulagsmálum ákaft
fram og af ástríðu. Hefur hann
með sér eindrægna stuðnings-
menn, en sömuleiðis ákafan hóp
andstæðinga sem segja hann
vera í stríði gegn einkabílnum.
Áberandi er að málflutning-
ur Gísla Marteins fer ákaflega í
taugarnar á mörgum sjálfstæðis-
mönnum sem undra sig á því að
þeirra gamli borgarfulltrúi sé nú
orðinn einn helsti hugmynda-
fræðingur vinstri meirihlutans.
Sagt er að Viðreisn reyni nú ákaft
að fá Gísla Martein í framboð,
en hann mun áhugalítill um það
þótt borgarmálin séu honum
jafnhugleikin og raun ber vitni.