Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 62
38 menning Helgarblað 28. júlí 2017
Vikan í
menningarlífinu
4201 íslenskur bíógestur sá
seinni-heimsstyrjaldarmyndina
Dunkirk um síðustu helgi sem
var langvinsælasta mynd helgar-
innar í kvikmyndahúsum lands-
ins. Það er stjörnuleikstjórinn
Christoper Nolan sem leikstýrir
þessari sögulegu mynd sem fjall-
ar um flótta innikróaðra breskra
og franskra hermanna frá Dun-
kirk í Frakklandi og yfir Ermar-
sund.
Vinsælast í bíó
Dunkirk
Vinsælast á
Spotify
Ég vil það
Lagið Ég vil það með söngvaran-
um Chase og rapparanum JóaPé
er vinsælasta lagið á íslenska
Spotify sem
6920 manns
hlusta á
daglega,
rétt á und-
an laginu
sem mest
er streymt í
veröldinni,
Despacito. Hinn átján ára Chase
Anton Hjaltested er rísandi
stjarna og greindi tónlistar-
vefmiðillinn Albúmm frá því á
dögunum að hann hefði fengið
boð um að taka upp nýtt efni í
hljóðveri bandaríska tónlistar-
mannsins Pharrell Williams.
„Mig langaði að pósta hérna smá-
vegis um gróskuna í íslensku
teknói þessa
daganna.
Það hafa
fjölmargar
útgáfur litið
dagsins ljós
á síðustu
vikum, og
þá er ég að tala um vínylút-
gáfur. Í gær komu út tvær útgáfur
á vegum Thule Records. Annars
vegar "Exiles" með COLD og "W"
með Waage. Fyrir viku síðan kom
út fyrsta útgáfan á splunkunýrri
útgáfu X/OZ, sem teknóhetjan
Exos rekur. Um er að ræða safn-
skífuna "Invisible Limits" með
Exos, Bjarki, Ruxpin og fleirum.
Útgáfan bbbbbb hefur verið ansi
iðin við kolann undanfarið. Sú
útgáfa er rekin af Bjarka Rúnari,
sem átti eitt af teknólögum ársins
árið 2016. Á árinu 2017 hafa
komið út útgáfur með Bjarki, Vol-
ruptus og fleirum. FALK Records
útgáfan hafa verið óhræddir við
að fara ótroðnar slóðir - og er um
að ræða tilraunakenndari hlið-
ar teknósins. Nú fyrir u.þ.b viku
síðan kom út 12" þar sem lista-
mennirnir Fascia og Decanter I.S
deila sitthvorri hliðinni. Á Raf-
tónar kom út 12" með Kid Sune,
þar sem um er að ræða popp-
væna teknótónlist. Hingað til er
ég einungis að benda á íslenskar
útgáfur hjá íslenskum útgáfufyr-
irtækjum. Það yrði auðvelt að búa
til aðra langloku um íslenskar út-
gáfur á erlendum útgáfufyrirtækj-
um, en læt það bíða betri tíma.
Mér finnst einfaldlega magnað að
2017 er einungis hálfnað og út-
gáfa á íslensku teknó hefur sjald-
an verið svona öflug.“
Jónas Þór Guðmundsson, vakti
athygli á gróskunni í íslensku
teknói á umræðuhóp tónlistar-
áhugafólks, Þrumur í þokunni, á
Facebook.
Umræðan
G
ervigreind og sjálfvirkni-
væðing er að taka yfir æ
fleiri svið samfélagsins
og nú vinna nokkrir ís-
lenskir listamenn í samstarfi
við erlenda kollega sína að því
að sjálfvirknivæða listaheim-
inn. Hópurinn sem kallar sig
HARD-CORE vinnur að því að
þróa sýningarstjóra framtíðar-
innar, vélmennið ASAHI sem
skipuleggur listasýningar upp á
eigin spýtur, velur sýningarrými
og listaverk úr gagnagrunni sín-
um og staðsetur þau eftir lög-
málum handahófsins frekar en
fagurfræðilegum smekk.
HARD-CORE stefnir á að
verða hátæknisprotafyrirtæki í
anda Apple og fyrirtækja Elons
Musk en á sama tíma má segja
að það sé performatíft lista-
verk, sem prófar sig áfram með
vinnuaðferðir og rými list-
heimsins, á sama tíma og það
leikur sér með fagurfræði há-
tækninnar, skoðar takmarkan-
ir mannlegs fegurðarsmekks og
svo framvegis.
DV hafði uppi á einum af
stofnendum þessa dularfulla
listahóps, myndlistarmannin-
um Sæmundi Þór Helgasyni, og
spurði hann út í verkefnið.
Vildu engan sýningarstjóra
„HARD-CORE er alþjóðlegur
hópur sem kom fyrst saman í
Amsterdam árið 2011 þar sem
við vorum að læra saman í Riet-
veld Academy. Við vorum öll að
vinna að með stafræna myndlist
í einhverjum mæli og fannst ekki
vera mikill skilningur á þannig list
í skólanum. Þetta var upphaflega
ekki hugsað sem listahópur held-
ur vildum við hittast utan skóla til
að dýpka umræðurnar um verk-
in okkar, sem okkur fannst ekki
nægileg í skólanum. Við kölluð-
um þetta „hardcore session“
vegna þess hversu langar og in-
tensífar umræðurnar voru,“ út-
skýrir Sæmundur.
„Þegar við höfðum kynnst
verkum hvert annars svona vel
langaði okkur að fara að sýna
saman. Í kjölfarið byrjuðu þessar
pælingar um hvernig við gætum
sett sýningar saman. Við þekktum
enga sýningarstjóra og vildum
raunar ekkert með þá hafa.
Viðhorfið okkar var að listamenn
Sýningarstjóri framtíðarinnar
verður sjálfvirkt vélmenni
n Listahópurinn HARD-CORE þróar nýja tækni í sýningarstjórn
n Í framtíðinni mun vélkúratorinn ASAHI 4.0 halda sýningar á eigin spýtur
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Það er kannski
eitthvað trúarlegt
við það að allir séu jafnir
fyrir vélmenninu.