Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 72
Helgarblað 28. júlí 2017 46. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 ER GRASIÐ GRÆNNA HINU MEGIN? Á leið í brúðkaup í Pakistan n Tónlistarmaðurinn Ólaf- ur Arnalds mun á næstunni ferðast til Pakistan þar sem hann verður gestur í brúð- kaupi rithöfundarins Anam Sufi. Tilurð vináttunnar var sú að Anam sendi Ólafi skilaboð á Myspace-samfélagsmiðlin- um árið 2006 þar sem hún lýsti yfir ánægju sinni með tón- list Ólafs. Þannig var rafræn- um fræjum vináttunnar sáð sem síðan hefur meðal annars getið af sér listrænt samstarf. Anam skrifaði smá- sögu sem leikarinn David Tennant las upp. Upplesturinn var hluti af framlagi Ólafs til Late Nights Tales-seríunn- ar sem var gefin út í fyrra. Ólaf- ur deildi sögunni af vináttu hans og Anam á Twitter- sögunni. „Ég elska internetið,“ voru loka- orð tón- skáldsins. Glímir við króníska graslykt n Ónefndur Twitter-notandi opnaði sig í vikunni um að krónísk graslykt væri í anddyri fjölbýlishússins þar sem hann býr. Það hringdi bjöllum hjá Berglindi Pétursdóttur sem er betur þekkt sem Berglind festi- val. Hún kannaðist við svip- að vandamál frá heimsóknum sínum til alþingiskonunnar Ás- laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Nokkrum skilaboðum seinna kom í ljós að um sama anddyri væri að ræða. „Ég hef kvart- að yfir þessu á mörgum hús- fundum. Þetta er víst föst lykt í plastinu í póst- kössunum,“ sagði Áslaug Arna um hið al- ræmda and- dyri. „Það er enginn dómari í sjálfs síns sök“ Bókútgefandinn Bjarni Harðarson gefur út sögulega skáldsögu hjá Forlaginu Á næstunni kemur út skáldsagan „Í skugga drottins“ eftir rithöfund- inn Bjarna Harðarson. Bók- in verður gefin út af Forlaginu sem vekur nokkra eftirtekt enda rek- ur Bjarni Bókaútgáfuna Sæmund. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég leita út fyrir mitt eigið forlag því ég gaf út skáldsöguna „Svo skal dansa“ hjá Bjarti árið 2009. Þá var ég bú- inn að stofna eigið forlag þótt að ég hafi ekki verið jafnstórtækur þá og ég er í dag,“ segir Bjarni aðspurður um afhverju hann gefi ekki út bók- ina sjálfur. „Ég er einfaldlega á því að allir rithöfundar þurfi að vera með bóka- útgefanda. Það er ekki það sama að gefa út sjálfan sig eins og sitja við sama borð eins og aðrir rithöfund- ar hjá bókaforlagi. Það er enginn dómari í sjálfs síns sök. Maður getur vissulega ráðið sér sérfræðinga til ráðgjafar en aðhaldið verður aldrei hið sama,“ segir Bjarni. Hann er hæstánægður með samvinnuna við Forlagið. „Ég fékk afburðarritstjóra, Guðmund Andra Thorsson, auk þess sem Nanna Rögnvaldsdóttir kom að verkinu ásamt öðrum. Samstarfið hefur ver- ið frábært. „Í skugga drottins“ er sögu- leg skáldsaga sem gerist á 18. öld og fjallar um smælingja sem búa í kringum Skálholtsstað. Bókin gæti orðið sú fyrsta af mörgum. „Ég er að reyna að mana mig upp í að skrifa nokkrar bækur, líklega þrjár, um 800 ára sögu Skálholts sem höfuðstað landsins. Sú saga er mjög dramat- ísk, sérstaklega endalokin, og henni hefur ekki verið gerð almennilega skil að mínu mati. Ég held að það sé erfitt með sagnfræðina eina að vopni en skáldsagan opnar á fleiri möguleika í því samhengi. Það er svo annað mál hvernig mér tekst til. Ég krossa bara fingur,“ segir Bjarni kankvís. n Bjarni Harðarson ÚTIMÁLNING KÓPAL STEINTEX, hvítt, 4 l. 7.265 kr. 86647540 PENSILL XTRA-Einar, 120 mm 2.495 kr. 58365522 VIÐARVÖRN HERREGÅRD tréolía XO. Fæst í ljósbrúnu og glæru. 1.747kr 80602501-2 Almennt verð: 2.495 kr. MÁLUM OG VERJUM ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA MÁLNINGAR- FATA 12 l 595 kr. 58761012 Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. T ilb oð g ild a t il 3 1. jú lí e ða á m eð an b irg ði r e nd as t. PALLA- LEIKUR BYKO Vertu með! 1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. MAÍ - 17. ÁGÚST 2017. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA! Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi til 18. ágúst. FJÖLDI FRÁBÆRRA VINNINGA 55 ára 1962-2017 PALLAOLÍA margir litir, 4 l. 3.835 kr. 86363040 -30% Gerðu frábær kaup!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.