Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 72
Helgarblað 1. september 2017 51. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Misskipt er manna láni! Knattliprir listamenn n Listrænasta knattspyrnulið landsins, KF Mjöðm, spilaði til úr- slita í Gulldeildinni, utandeild sjö manna liða, á fimmtudagskvöld. Liðið sem er meðal annars skip- að listamönnum, fjölmiðlamönn- um og ýmsum öðrum áberandi einstaklingum úr menningarlíf- inu mætti Full Kit Wankers í úr- slitaleiknum en þegar blaðið fór í prentun var enn ekki ljóst hver bar sigur úr býtum.Leikmannahópur Mjaðmarinnar í leiknum var með- al annars skipaður þeim Bjarna Lárusi Hall, söngvara Jeff Who, Arnari Guðjónssyni, úr hljóm- sveitinni Leaves, Einari Þór Krist- jánssyni, gítarleikara Singapore Sling, myndlistarmanninum Loja Höskuldssyni, rithöf- undinum Halldóri Armand Ásgeirssyni, fréttamönnun- um Guðmundi Birni Þorbjörns- syni og Kol- beini Tuma Daðasyni og Birni Teitssyni, kynningarfull- trúa RIFF. E rlendur karlmaður liggur alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild eftir að hafa hent sér út úr leigubíl á ferð við Ásbrú. Atvikið átti sér stað síð- astliðinn mánudag. Maðurinn steig upp í leigubílinn við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og pantaði sér far að Ásbrúar-svæðinu. Þegar á áfangastað var komið virkaði ekki kort mannsins og því gat hann ekki greitt fyrir bílinn. Hann og leigubílstjórinn urðu sammála um að snúa við og athuga hvort kortið myndi virka í öðrum posa. Þegar stutt var liðið af ferðinni til baka þá opnaði farþeginn fyrir- varalaust dyrnar og henti sér út. Samkvæmt heimildum DV var bílinn þá á um 40 kílómetra hraða á klukkustund. Farþeginn stórslasaðist við fallið og hringdi bílstjóri aðvífandi leigubíls sam- stundis á sjúkrabíl. Leigubílstjór- inn vildi ekki tjá sig um atvikið en var auðheyrilega miður sín vegna þess. DV hefur ekki upplýsingar um líðan hins slasaða. Samkvæmt öruggum heimildum var hann í dái fyrst um sinn en síðan hafa engar fregnir borist. Engar upp- lýsingar fengust frá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja um málið. Fulltrúi Lögreglunnar á Suðurnesjum tjáði blaðamanni að fréttatilkynning yrði send út til fjölmiðla vegna málsins. Hún hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n Í dái eftir að hafa hent sér út úr leigubíl við Ásbrú Ljónheppinn lottóspilari n Ónefndur íslenskur lottóspilari er búinn að eiga afar farsælt ár í ís- lensku hlutaveltunni. Á vormánuð- um vann viðkomandi þriggja milljóna króna vinning á Jóker og hefðu flestir búist við því að þá væri heppnin uppurin að sinni. Því var öðru nær. Samkvæmt heim- ildum DV var sami einstaklingur í hópi fjögurra vinningshafa í lottó- útdrættinum þann 19. ágúst síðast- liðinn en allir hlutu þeir 20 milljón- ir króna í sinn hlut. Þrír af fjórum vinningshöfum hafa gefið sig fram en Getspá auglýsir en eftir síðasta vinningshafanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.