Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 1. september 2017 51. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Misskipt er manna láni! Knattliprir listamenn n Listrænasta knattspyrnulið landsins, KF Mjöðm, spilaði til úr- slita í Gulldeildinni, utandeild sjö manna liða, á fimmtudagskvöld. Liðið sem er meðal annars skip- að listamönnum, fjölmiðlamönn- um og ýmsum öðrum áberandi einstaklingum úr menningarlíf- inu mætti Full Kit Wankers í úr- slitaleiknum en þegar blaðið fór í prentun var enn ekki ljóst hver bar sigur úr býtum.Leikmannahópur Mjaðmarinnar í leiknum var með- al annars skipaður þeim Bjarna Lárusi Hall, söngvara Jeff Who, Arnari Guðjónssyni, úr hljóm- sveitinni Leaves, Einari Þór Krist- jánssyni, gítarleikara Singapore Sling, myndlistarmanninum Loja Höskuldssyni, rithöf- undinum Halldóri Armand Ásgeirssyni, fréttamönnun- um Guðmundi Birni Þorbjörns- syni og Kol- beini Tuma Daðasyni og Birni Teitssyni, kynningarfull- trúa RIFF. E rlendur karlmaður liggur alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild eftir að hafa hent sér út úr leigubíl á ferð við Ásbrú. Atvikið átti sér stað síð- astliðinn mánudag. Maðurinn steig upp í leigubílinn við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og pantaði sér far að Ásbrúar-svæðinu. Þegar á áfangastað var komið virkaði ekki kort mannsins og því gat hann ekki greitt fyrir bílinn. Hann og leigubílstjórinn urðu sammála um að snúa við og athuga hvort kortið myndi virka í öðrum posa. Þegar stutt var liðið af ferðinni til baka þá opnaði farþeginn fyrir- varalaust dyrnar og henti sér út. Samkvæmt heimildum DV var bílinn þá á um 40 kílómetra hraða á klukkustund. Farþeginn stórslasaðist við fallið og hringdi bílstjóri aðvífandi leigubíls sam- stundis á sjúkrabíl. Leigubílstjór- inn vildi ekki tjá sig um atvikið en var auðheyrilega miður sín vegna þess. DV hefur ekki upplýsingar um líðan hins slasaða. Samkvæmt öruggum heimildum var hann í dái fyrst um sinn en síðan hafa engar fregnir borist. Engar upp- lýsingar fengust frá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja um málið. Fulltrúi Lögreglunnar á Suðurnesjum tjáði blaðamanni að fréttatilkynning yrði send út til fjölmiðla vegna málsins. Hún hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n Í dái eftir að hafa hent sér út úr leigubíl við Ásbrú Ljónheppinn lottóspilari n Ónefndur íslenskur lottóspilari er búinn að eiga afar farsælt ár í ís- lensku hlutaveltunni. Á vormánuð- um vann viðkomandi þriggja milljóna króna vinning á Jóker og hefðu flestir búist við því að þá væri heppnin uppurin að sinni. Því var öðru nær. Samkvæmt heim- ildum DV var sami einstaklingur í hópi fjögurra vinningshafa í lottó- útdrættinum þann 19. ágúst síðast- liðinn en allir hlutu þeir 20 milljón- ir króna í sinn hlut. Þrír af fjórum vinningshöfum hafa gefið sig fram en Getspá auglýsir en eftir síðasta vinningshafanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.