Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2006, Qupperneq 19

Freyr - 01.06.2006, Qupperneq 19
NAUTGRIPARÆKT Afurðahæstu kýrnar í nautgriparæktarfélögunum árið 2005 og efstu kýrnar í kynbótamati ÍEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum ísiands Tafla 1. Feður afurðahæstu kúnna og fjöldi þeirra sem mjólkuðu mest og skiluðu yfir 200 kg af verðefnum árið 2005 Nafn Númer Yfir 5.000 kg af mjólk Yfir 200 kg af mjólkurfitu Yfir 200 kg af mjólkurpróteini Sorti 90007 135 134 74 Almar 90035 155 163 89 Stúfur 90035 139 136 81 Negri 91002 146 137 88 Tjakkur 92022 277 266 151 Skuggi 92025 103 99 63 Smellur 92028 274 267 153 Völsungur 94006 157 175 70 Pinkill 94013 100 112 45 Kaðall 94017 319 357 162 Punktur 94032 145 142 57 Fyrir því er áratuga og jafnvel orðið heillar aldar hefð að birta í tengslum við skýrsluhald nautgriparæktar yfirlit um þær kýr sem á hverjum tíma standa á toppnum með afurðir. Hér á landi var birting á slíkum niðurstöðum lengi fyrst og fremst með viðmiðun við magn mjólkurfitu (fitueiningar eins og það hét þá). Með minna vægi fitunnar í framleiðslunni varð mjólkurmagnið viðmiðun og á allra síðustu árum hafa einnig verið birtar upplýsingar þar sem grunnur uppröðunar kúnna er framleiðsla þeirra mæld í magni verðefna sem er samanlagt magn af mjólkurfitu og mjólkurpróteini. 1% AFURÐAAUKNING Gríðarlega ör afurðaþróun síðasta áratugar hefur leitt til þess að eldri viðmiðanir um afurðir eru orðnar ákaflega afstæðar. Þeim er samt haldið vegna þess að með þeim verða þessar upplýsingar mjög verðmæt heimild í sambandi við að lýsa afurðaþróun kúastofnsins yfir lengra tfmabil. Afurðaaukning á milli áranna 2004 og 2005 var fyrir landið í heild nákvæmlega 1 % og efnahlutföll mjólkurinnar héldust lítt breytt. Þó að örlítil fækkun sé á kúm í skýrsluhaldinu þá fjölgar samt kúm með miklar afurðir milli ára. Þannig voru 9.299 kýr (9.010 árið 2004) sem skiluðu 5.000 kg af mjólk eða meira á árinu 2005. 200 kg af mjólkurfitu eða meira skiluðu samtals 4.804 kýr (4.447 árið 2004) og 200 kg markinu um mjólkurfitu náði 9.621 kýr (9.184 árið 2004). Þess má til gamans geta að fyrir hálfri öld töldu þær fáa tugi. Tafla 1 gefur yfirlit um það hvaða naut það eru sem eiga flestar dætur á meðal þessara hámjólka kúa. Hér hefur það gerst sem spáð var fyrir um fyrir einu ári í hliðstæðu yfirliti að dætur toppnautanna frá 1994 hafa þarna tekið völdin með Kaðal 94017 í broddi fylkingar og skipar hann sér á toppinn í þessum samanburði. Einnig fer þar mikið fyrir dætrum þeirra Tjakks 92022 og Smells 92028, auk stórum dætrahópum undan nokkrum eldri nautum sem hafa verið á toppnum í þessum samanburði síðustu ár. (töflu 2 er yfirlit um kýrnar sem skiluðu yfir 10 tonnum af mjólk á árinu 2005 og tafla 3 sýnir samskonar yfirlit um kýr sem skiluðu 750 kg af verðefnum eða meira. Að nokkrum hluta eru þetta sömu kýrnar vegna þess að í báðum tilfellum er verið að mæla magn. [ sambandi við töflu 3 er ætíð visst vandamál að of stór hluti búa í skýrsluhaldinu hirðir ekki um að senda sýni til efnamælinga til ákvörðunar á efnamagni hjá einstökum kúm. Nokkur hópur búa til Mestu mjólkurmagni árið 2005 skilar Rófa 164 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Ljósm. Ólafur Björnsson FREYR 06 2006 19

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.