Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2017/103 65 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Líffæraígræðslur hafa verið í örri framþróun undanfarna áratugi og fara nú daglega fram á háskólasjúkrahúsum víða um heim. Því miður er þó einungis hægt að mæta hluta eftirspurnar eftir slíkri meðferð vegna skorts á líffærum. Þess vegna er mikilvægt að leitað verði allra mögulegra leiða til að sem flestir fáist til að gefa líffæri sín við andlát. Meðal úrræða sem gjarnan hefur verið kallað eftir hér á landi er breyting laga um líffæragjafir á þann veg að þau feli í sér ætlað samþykki. Lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu voru sett á Íslandi árið 1991 og byggjast þau á upplýstu samþykki, en það gerir ráð fyrir því að hinn látni hafi verið andvígur líffæra- gjöf nema hann hafi áður lýst yfir vilja til vera gjafi. Meirihluti vestrænna ríkja býr hins vegar við löggjöf sem felur í sér ætlað samþykki og eru þá allir einstaklingar gjafar nema þeir hafi áður skráð sig andsnúna líffæragjöf. En þar sem fáir hafa greint opin- berlega frá afstöðu sinni gagnvart líffæragjöf við andlát er yfirleitt leitað til ættingja eftir upplýsingum þar að lútandi og samþykki fyrir brottnámi líffæra. Þessi nálgun hefur sætt gagnrýni sem beinist einkum að því að ætlað samþykki sé í raun merkingarlaust þegar ákvörðun um líffæragjöf ræðst af afstöðu ættingja. Það ber þó að hafa í huga að það vilja ekki allir gefa líffæri sín við andlát og geta ýmsar ástæður legið að baki, meðal annars trúarskoðan- ir, menningarleg viðhorf, þekkingarskortur og vantraust gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjaf- ir sem byggir á ætluðu samþykki en þrátt fyrir nokkuð háa tíðni líffæragjafa samanborið við aðrar þjóðir, hefur það ekki nægt til að mæta eftirspurn eftir líffæraígræðslu. Í upphafi þessa árs tóku gildi ný lög í Frakklandi sem fela í sér að ekki er lengur skylt að leita eftir samþykki aðstandenda fyrir líffæragjöf.1 Til að varðveita sjálfsákvörðunarrétt fólks hefur verið sett á laggirnar opinber skrá yfir þá sem lýsa sig andvíga líffæragjöf. Óvíst er að það muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri er fram líða stundir, enda hafa slíkar skrár hvergi gefist nægilega vel. Þessi nýju lög hafa valdið deilum því margir telja að svo hörð útfærsla ætlaðs samþykkis sé brot á rétti einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Óttast er að alvarlegur ágreiningur geti skapast milli heilbrigð- isstarfsmanna og fjölskyldu látins einstaklings sem gæti leitt til neikvæðrar umfjöllunar um líffæragjafir í samfélaginu. Afar fáar þjóðir hafa gengið jafnlangt í útfærslu ætlaðs samþykkis og Frakk- ar og er víðast hvar lagaleg skylda að hafa samráð við ættingja áður en ráðist er í brottnám líffæra. Lengi hefur verið deilt um mikilvægi ætlaðs samþykkis í við- leitni til að fjölga líffæragjöfum. Það er óneitanlega vísbending um gagnsemi slíkra laga að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í lönd- um sem búa við lög er byggja á ætluðu samþykki en þar sem upp- lýst samþykki liggur til grundvallar.2 Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting löggjafar úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa.3 Þetta er þó ekki auðvelt að meta því iðulega hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða laga- breytingu. Engu að síður álíta margir að ætlað samþykki kunni að auðvelda ættingjum að samþykkja líffæragjöf og hafi jákvæð áhrif á viðhorf samfélagsins til þessa málefnis. Á Íslandi hefur líffæragjöfum fjölgað verulega síðustu tvö ár og hefur fjöldi gefinna líffæra á þessu tímabili verið umfram eftir- spurn eftir líffæraígræðslu. Þessa þróun má að nokkru leyti þakka mikilli samfélagsumræðu, einkum fyrir tilstuðlan fólks sem greint hefur frá reynslu sinni af líffæragjöf látinna ástvina. Aukning í fjölda líffæragjafa kann að vera tímabundið ástand og því er brýnt að áfram verði beitt öllum tiltækum aðferðum til að fjölga þeim sem eru fúsir að gefa líffæri sín, einkum með eflingu skipulags og verkferla í tengslum við líffæragjafir og markvissri almennings- fræðslu. Að mínum dómi er tímabært að íslensku löggjöfinni verði breytt í ætlað samþykki. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Al- þingi árið 2013 en fékk ekki brautargengi. Vissulega eru skiptar skoðanir um ætlað samþykki, enda fylgja því ýmis siðferðileg álitaefni. En í ljósi þess að fólk deyr vegna skorts á líffærum hljóta samfélagsleg sjónarmið að vega þungt. Enn fremur sýndi nýleg ís- lensk rannsókn að meirihluti fólks er hlynntur löggjöf sem gerir ráð fyrir ætluðu samþykki.4 Ef ráðist verður í lagabreytingu sem innifelur ætlað samþykki er afar mikilvægt að réttur einstaklinga sem eru andvígir líffæragjöf verði virtur og þar sem afstaða þeirra liggur sjaldnast fyrir við andlát er óhjákvæmilegt að haft verði samráð við nánustu ættingja. Heimildir 1. Willsher K. France introduces opt-out policy on organ donation. Guardian, 2. janúar 2017. theguardian.com/society/2017/jan/02/france-organ-donation-law 2. Rudge CJ, Buggins E. How to increase organ donation: does opting out have a role? Transplantation 2012; 93: 141-4. 3. Rithalia A, McDaid C, Suekarran S, Myers L, Sowden A. Impact of presumed consent for organ donation on donation rates: a systematic review. BMJ 2009; 338: a3162. 4. Rúnarsdóttir K, Ólafsson K, Arnarsson Á. Viðhorf Íslendinga til ætlaðs samþykkis við líffæra- gjafir. Læknablaðið 2014; 100: 521-5. The Icelandic organ donation law: has the time arrived for presumed consent? Runolfur Palsson, M.D. Professor of Medicine (Renal Diseases), Faculty of Medicine, University of Iceland Chief, Division of Nephrology, Landspitali - The National University Hospital of Iceland https://doi.org/10.17992/lbl.2017.02.119 Lög um líffæragjafir á Íslandi: Er tímabært að taka upp ætlað samþykki? Runólfur Pálsson læknir nýrnalæknir, Landspítala prófessor við læknadeild Háskóla Íslands runolfur@landspitali.is • Marktækt betri árangur við að hætta að reykja en með notkun búprópíons, nikótínplástra (21 mg) eða lyfleysu í vikum 9-12 og vikum 9-241 • Ekki marktækt aukin áhætta á taugageðrænum aukaverkunum* samanborið við notkun lyfleysu við að hætta að reykja, óháð sögu um geðraskanir1 • Hjálpar til við að hætta að reykja með því að hindra verkun nikótíns og draga úr þörf fyrir reykingar2,3,4 • Þolist vel og hentar flestum fullorðnum reykingamönnum sem vilja hætta að reykja1,3 Hætt að reykja: Bentu sjúklingum þínum á árangur meðferðar með CHAMPIX® Nikótínlaus leið til að hætta að reykja 3 Fylgstu með reynslu sjúklinga þinna, svo þú sjáir árangurinn Ábending: Notað hjá fullorðnum til að hætta reykingum3. Upplýsingar um CHAMPIX® (vareniclin) er að finna í blaðinu. Heimildir: 1. Anthenelli RM, et al. Lancet 2016, 22. apr. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30272-0 [Rafræn útgáfa áður en prentuð útgáfa kom út]. 2. Jorenby DE, et al. JAMA 2006;296:56-63. 3. CHAMPIX Samantekt á eiginleikum lyfs, júlí 2016. 4. West R, et al. Psychopharmacology 2008;197:371-377. 5. Pisinger CH. Behandling af tobaksafhængighed - Anbefalingar til en styrket klinisk praksis. 2011 Sundhedsstyrelsen. *16 meðalalvarlegar og alvarlegar taugageðrænar aukaverkanir, þ.m.t.: kvíði, þunglyndi, óeðlileg líðan, fjandsamleg hegðun (teljast mjög alvarlegar aukaverkanir), æsingur, árásargirni, ranghugmyndir, ofskynjanir, manndrápshugsanir, oflæti, ofsahræðsla, vænisýki, geðrof, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðshegðun og sjálfsvíg (teljast meðalalvarlegar eða alvarlegar aukaverkanir). PF I-1 6- 12 -0 1 PP -C H M -D N K- 00 62 Tóbaksfíkn er ástand sem hægt er að líkja við langvinnan sjúkdóm. Yfirleitt er ávanabinding mikil, sambærileg við áfengissýki eða misnotkun vímuefna.5

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.