Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 28
84 LÆKNAblaðið 2017/103
að valda bráðum sýkingum og er sjúkdómsgangur oft hraður með
skemmdum á lokublöðum og ígerðamyndun.13 Sökum þessa eru
sjúklingar með S. aureus-sýkingu oft teknir snemma til aðgerðar.22
Frekar hátt hlutfall sjúklinga með sögu um misnotkun fíkniefna
í æð gengust undir skurðaðgerð (14%). Í íslensku rannsókninni á
hjartaþelsbólgu höfðu 18% þýðisins sögu um misnotkun fíkniefna
í æð.1 Erlendis er þetta hlutfall í kringum 2-5%. Skýringin á þessu
er ekki augljós en hugsanlega gæti gott aðgengi þessara sjúklinga
að heilbrigðisþjónustu verið hluti af skýringunni.1,23,24
Tímalengd sýklalyfjagjafar teygði sig allt frá einni og upp í 10
vikur eftir aðgerð, en að meðaltali tók meðferðin 19 daga fyrir og
4,4 vikur eftir aðgerð. Þessi tímalengd sýklalyfjagjafar er í samræmi
við leiðbeiningar European Heart Society (ESC) þar sem mælt er
með meðferð í 2-6 vikur en tímalengdin ræðst meðal annars af því
hvort um sýkingu í gerviloku sé að ræða eða ekki.5
Fylgikvillar
Tíðni alvarlegra fylgikvilla var 61% þar sem öndunarbilun (43%) var
algengasti fylgikvillinn og þar á eftir var drep í hjartavöðva (35%),
en tíðni ræðst mjög af því hvaða skilmerki eru notuð við skilgrein-
ingu hjartaskaða. Til samanburðar var tíðni alvarlegra fylgikvilla
við míturlokuskipti 47% og hjartadreps 26%.17 Sam bærilegar tölur
eftir ósæðarlokuskipti voru 33% og 14% fyrir hjartadrep.25
Tíðni minniháttar fylgikvilla var 64%, þar sem gáttatif/-flökt
var algengast (56%). Í íslenskri rannsókn á míturlokuskiptum
greindust minniháttar fylgikvillar hjá 70% sjúklinga og gáttatif/
flökt hjá 23%.26 Sambærilegar tölur eftir ósæðarlokuskipti voru
84% og 77% sem er hærri tíðni minniháttar fylgikvilla en í okk-
ar rannsókn.25 Skýrist það sennilega af háum aldri sjúklinga við
ósæðarlokuskipti.
Enduraðgerð vegna blæðinga er alvarlegur fylgikvilli, hana
þurfti að framkvæma á fjórðungi sjúklinga. Telst það hátt hlutfall.
Til samanburðar var tíðni enduraðgerða vegna blæðingar eftir
míturlokuskipti á Íslandi 15% og eftir ósæðarlokuskipti á árunum
2002-2006 17%.17,25 Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga eftir hjarta-
aðgerð er kringum 8% á Íslandi en erlendis er hlutfallið oft 2-5%.27
Skýringin er ekki augljós, en ábendingar fyrir enduraðgerð geta
verið mismunandi milli stofnana. Sjúklingar í okkar rannsókn
voru hugsanlega veikari þegar þeir voru teknir til aðgerðar og
tíðni fylgikvilla því hærri en ella.28
Dánartíðni og lifun
Dánartíðni innan 30 daga var 11%, en einn sjúklingur lést í aðgerð
úr losti. Til samanburðar var dánartíðni 9% 30 dögum eftir mítur-
lokuskipti á Íslandi og 6% eftir ósæðarlokuskipti. Fimm ára lifun í
okkar rannsókn reyndist 59% samanborið við 69% eftir valaðgerð
á míturloku og 78% eftir ósæðarlokuskipti.17,29 Í erlendum rann-
sóknum er 30 daga dánartíðni eftir aðgerð vegna hjartaþelsbólgu
á bilinu 6-25% og langtímalifun oftast í kringum 70%.13 Svipuðum
niðurstöðum var lýst í sænskri rannsókn en þar var dánartíðni til
lengri og skemmri tíma umtalsvert lægri fyrir sjúklinga sem fóru í
aðgerð, en fyrir þá sem aðeins fengu sýklalyfjameðferð.23
Veikleikar og styrkleikar rannsóknar
Veikleiki þessarar rannsóknar er að hún er afturskyggn, en
klínískar upplýsingar í sjúkraskrám voru ekki alltaf vel skráðar,
sérstaklega í upphafi rannsóknartímabilsins. Annar veikleiki er
hversu lítið þýðið er, sem takmarkar styrk við tölfræðilega úr-
vinnslu. Styrkleiki rannsóknarinnar er sá að hún nær til heillar
þjóðar og allar aðgerðir voru gerðar af tiltölulega fáum skurðlækn-
um á einni stofnun. Einnig voru upplýsingar um eftirfylgd og af-
drif sjúklinganna mjög góðar.
Samantekt
Á rannsóknartímabilinu sem var frá 1997 til 2013 gekkst fimmti
hver sjúklingur á Íslandi sem greindist með hjartaþelsbólgu und-
ir opna hjartaaðgerð, oftast vegna hjartabilunar sem rakin var til
leka í sýktu lokunni. Þetta hlutfall hækkar eftir því sem líður á
rannsóknartímabilið. Sökum þess hve veikir þessir sjúklingar
eru þegar þeir gangast undir aðgerð eru fylgikvillar tíðari en
eftir hefðbundnar lokuskiptaaðgerðir. Þetta á sérstaklega við um
enduraðgerð vegna blæðingar, hjartadrep og gáttaflökt. Þá er 30
daga dánartíðni þessara sjúklinga hærri og langtímalifun lakari
en eftir hefðbundnar valaðgerðir á ósæðar- og míturloku.
R A N N S Ó K N