Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 32
88 LÆKNAblaðið 2017/103 L Æ K N A D A G A R Endurmenntun, bráðalækningar, Kalda- lóns, ofvirkni og athyglisbrestur, krabba- mein í kvenlíffærum, beinvernd, efna- skipti, hjartsláttartruflanir, fyrsta fæða ungbarna, falskar játningar, alspeglanir, fóstur- og nýburablóðrof, sjúkratryggingar og utanlandsferðir sjúklinga, sjúkratilfelli, kannabis, lyflækningar og lifrarbólga C. Það væri synd að segja að Læknadagar í Hörpu hefðu verið fábreyttir því þessi upp- talning spannar umfjöllunarefni þeirra í einungis þrjá daga af fimm. Margt er ótalið af því sem bar á góma þessa janúardaga við Reykjavíkurhöfn, streita, kynlíf, líknardráp og sjaldgæfir sjúkdómar, svo ekki sé minnst á kjaramál lækna, raka og myglu á Landspítalanum og í öðrum húsum, eyrnabólgur og ofnæmi, æðakölkun og blóðleysi, siðfræði, bæklun og öldrun . . . Lífið sjálft og lánið valt Þessa fimm daga gengu læknar á milli sala og hlýddu á fyrirlestra, eflaust misvel flutta en alla fræðandi og upplýsandi. Lífið sjálft frá fósturskeiði til andláts. Og eins og öðru sem að henni er rétt tók Harpa þessu með stóískri ró og hélt af nærgætni utan um íslenska læknastétt. Á milli fyrir- lestra gæddu menn sér á kaffi, súkkulaði og annarri hollustu, ræddu málin og báru saman bækur sínar þvert á sérgreinar og stofnanir. Það var ekki auðvelt fyrir blaðamann með enga læknisfræðimenntun að velja sér málþing til þess að fylgjast með og gefa lesendum blaðsins skýrslu um. Heiti þeirra voru sum hver langt ofan við skilning hans en önnur praktísk og hvunndagsleg. Og svo voru nokkur með dularfullum blæ og spennandi. Þannig var með málþingið sem hér verður tíundað: Skuggahliðar heilsuæðis- ins. Fyrir blaðamann sem var að stelast úr prógrammi á Reykjalundi var þetta beinlínis ómótstæðilegt. Þetta réttlæti strokið enda var þetta eins og partur af prógrammet sem hann var hálfnaður með. Af æðakölkun, ofáti og íþróttafólki ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Læknadagar 2017 fóru vel fram í Hörpu og enduðu með dansleik eins og vaninn er og vera ber Heimilislæknarnir Bryndís Bene- diktsdóttir og Friðný Jóhann- esdóttir, - þær eru sennilega geymdar í formalíni árið um kring, þær eldast allavega ekkert. Ólafur Baldurson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala og Óttar Guð- mundsson geðlæknir glaðbeittir alla daga. Reynir Arngrímsson erfðalæknir, Þorbjörn Jónsson formaður LÍ og Ársæll Jónsson öldrunarlæknir réðu ráðum sínum. Myndir Védís Skarphéðinsdóttir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.