Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2017/103 81 Tölfræðiúrvinnsla Upplýsingar voru skráðar í Microsoft Office Excel útgáfu 2011 (Microsoft, Redmond WA) og lýsandi tölfræði unnin í því. Töl- fræðipróf voru unnin í forritinu Prism (Graphpad, La Jolla CA) þar sem tvíþáttabreytum var lýst sem hlutföllum (%) og línulegum breytum með meðaltali, miðgildi og staðalfráviki. Til að meta ár- legan fjölda aðgerða var gerð Poisson-aðhvarfsgreining og reiknað gagnlíkindahlutfall með 95% öryggisbil. Marktæki miðast við tví- hliða p-gildi <0,05. Langtímalifun var áætluð með aðferð Kaplan- -Meier og fengust upplýsingar um dánardag úr Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Eftirlit miðast við 31. desember 2013 og var meðaleftirfylgni 7,2 ár (bil: 0-14,5). Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá vís- indasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Sjúklingaupplýsingar Í töflu I eru helstu lýðfræðilegar upplýsingar um sjúklingana. Meðalaldur var 56 ± 14 ár og var yngsti sjúklingurinn 28 ára og sá elsti 80 ára. Karlar voru 28 (77%) talsins, 9 sjúklingar (25%) höfðu tvíblöðku ósæðarloku, 5 (14%) höfðu sögu um misnotkun fíkniefna í æð og 23 (77%) höfðu einhvern tíma reykt. Kransæðasjúkdóm- ur var þekktur hjá 5 sjúklingum (14%), háþrýstingur hjá 15 (43%), sykursýki hjá öðrum 5 (15%) og nýrnabilun hjá 7 (20%) sjúklingum. Þrír sjúklingar höfðu áður gengist undir lokuskiptaaðgerð, tveir á ósæðarloku og einn á míturloku. Tvær af þessum lokum voru líf- rænar og ein ólífræn. EuroSCORE II var að meðaltali 20 ± 21 (bil: 0,9-97,8). Einkenni sjúklinga fyrir aðgerð Tafla II sýnir einkenni sjúklinga fyrir aðgerð en algengust voru mæði (83%) og hiti (82%). Tíu sjúklingar (28%) höfðu óútskýrt þyngdartap fyrir aðgerð. Einkenni hjartabilunar voru til staðar hjá 26 (79%) sjúklingum og voru þau metin í NYHA-flokki IV hjá 42% þeirra. Allir sjúklingar gengust undir ómskoðun af hjarta frá brjóstvegg (n=36), en 33 sjúklingar að auki um vélinda. Kransæða- þræðing var gerð hjá 22 sjúklingum (61%) fyrir aðgerð og fannst marktækur kransæðasjúkdómur hjá 7 þeirra. Sýklaræktanir Blóðræktanir reyndust jákvæðar hjá 29 sjúklingum (81%) og af þeim 32 lokum sem sendar voru í ræktun eftir aðgerðina reyndust 7 (22%) jákvæðar. Gram-jákvæðir kokkar voru algengustu sýkingar- valdarnir, eða í 82% tilfella, en þar á eftir komu gram- jákvæðir stafir (11%). Aðrir sýkingarvaldar voru sjaldgæfari og enginn sjúk- lingur hafði sveppasýkingu í blóði. Í þremur tilfellum (8%) reyndist hvorki blóðræktun né ræktun frá loku sem fjarlægð var í aðgerð jákvæð. Sýklalyfjameðferð og tími að aðgerð Tímalengd sýklalyfjagjafar fyrir aðgerð var að meðaltali 4,4 ± 5,2 vikur (bil 1-10) (tafla III, mynd 1). Tólf sjúklingar (33%) geng- ust undir lífsbjargandi aðgerð, 13 (36%) undir bráðaaðgerð og 11 (31%) gengust undir áríðandi aðgerð. Tímalengd frá greiningu að skurðaðgerð var allt frá samdægurs til 593 daga, en miðgildið var 12 dagar (bil: 0-593). Sá sem beið lengst eftir aðgerð var tæplega þrítugur karlmaður sem misnotaði fíkniefni í æð en hann gat ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar sýkingar. Þurfti að taka hann í bráðaaðgerð vegna alvarlegrar hjartabilunar sem stafaði af miklum ósæðarlokuleka. Hlutfall sýktra hjartaloka og aðgerðir Ósæðarlokan var sú loka sem sýktist í flestum tilvikum, eða hjá 26 (72%) sjúklingum. Höfðu 9 (35%) þeirra tvíblöðkuloku og tveir (8%) ígrædda ósæðarloku þar sem ein var lífræn og hin ólífræn. Ígerð í ósæðarrót var til staðar hjá 12 þessara sjúklinga. Ósæðarlok- unum var alltaf skipt út og fengu 16 sjúklingar lífræna gerviloku en 10 ólífræna. Fimm sjúklingar gengust undir kransæðahjáveitu- aðgerð samtímis ósæðarlokuskiptum og 5 sjúklingar undir viðgerð á þríblöðkuloku (n=3) eða míturloku (n=2). Míturloka var sýkt hjá 10 sjúklingum, en í einu þessara tilfella var um sýkta ólífræna gervi-Mynd 1. Lengd sýklalyfjameðferðar í vikum fyrir og eftir aðgerð, og fjöldi sjúklinga. Tafla III. Fjöldi og hlutfall sjúklinga (%) með hjartaþelsbólgu sem gengust undir hjartaaðgerð á Landspítala 1997-2013 og fengu sýklalyfjameðferð. Sjúklingar gátu verið á fleiri en einu lyfi samtímis. Tegund sýklalyfs Fjöldi % Þriðju kynslóðar kefalosporín 20 56 Penisillínasa-þolin penisillín 18 50 Vancomycín 15 42 Penisillín 14 39 Gentamicín 13 36 Carbapenem 4 11 Flúrókínolón 4 11 Fyrstu kynslóðar kefalosporín 3 8 Rifampín 3 8 Trimetoprim/súlfa 1 3 Daptomycín 1 3 Linezolíd 1 3 Tetracyklín 1 3 R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.