Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2017/103 71 R A N N S Ó K N geta raunverulega hjálpað og hefur því öðlast skilning á því hvað það hefði slæmar afleiðingar að taka þau ekki. Fólk með langvinna sjúkdóma hefur auk þess mikil samskipti við lækna og það get- ur haft áhrif á viðhorfin því gott samband læknis og sjúklings getur aukið traust og trú á lyfjameðferðinni.3,10 Svo eru líklega sumir sem forðast eftir fremsta megni að taka lyf nema í mestu neyð vegna tortryggni í garð þeirra. Skortur á þekkingu vegur hér þungt og er einn af þeim þáttum sem geta valdið vantrú og efa- semdum gagnvart lyfjum. Mikið hefur verið fjallað um samband lækna og lyfjafyrirtækja og áhrif þess á viðhorf fólks til lyfja. Því hefur verið haldið fram að lyfjafyrirtæki hafi áhrif á dómgreind lækna og hegðun þeirra, jafnvel ásamt því að lyfjaávísanir verði óskynsamlegar.28 Fólk gerir sér grein fyrir þessum tengslum og getur það orðið til þess að skerða traust á ráðum læknis varðandi lyf og kveikja efasemdir um hversu mikilvægt sé að taka þau.3 Viðhorf frískra einstaklinga til lyfja hafa lítið verið könnuð með BMQ-spurningalistanum erlendis. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar hafa beinst að mismunandi heilbrigðisstéttum29,30 og við- skiptavinum apóteka.27 Einnig hafa viðhorf sænsks almennings til lyfja verið könnuð þar sem almenni hluti BMQ-listans var notaður. Viðhorf Svía, líkt og Íslendinga, voru einnig jákvæðari meðal fólks sem notaði lyfseðilsskyld lyf.31 Heildarviðhorf fólks með langvinna sjúkdóma var svipað milli allra hópa, bæði hvað varðar mikilvægi lyfja og áhyggjur vegna lyfjameðferðar. Viðhorf íslensku þátttakendanna með vissa langvinna sjúkdóma voru borin saman við niðurstöður svipaðrar rannsóknar frá Þýskalandi þar sem einnig var notast við BMQ.25 Viðhorf til lyfja almennt voru frekar svipuð milli rannsókna en munur var á viðhorfi til eigin lyfja, til dæmis var meira ríkjandi viðhorf meðal Þjóðverja að þeim þættu lyf sín mikilvæg. Viðhorf Íslendinga með geðsjúkdóma voru borin saman við viðhorf banda- rískra þunglyndissjúklinga þar sem einnig var notast við BMQ.32 Þátttakendur bandarísku rannsóknarinnar virtust hafa áhyggjur af mögulegri ofnotkun lyfja líkt og Íslendingar. Í báðum rannsókn- um tóku flestir þátttakendur undir fullyrðingarnar: ,,læknar ávísa lyfjum í of miklum mæli“, ,,læknar mundu ávísa minna af lyfj- um ef þeir verðu meiri tíma með sjúklingum sínum“ og ,,læknar treysta um of á lyf“. Íslendingar og Bandaríkjamenn tóku síður undir fullyrðingar um skaðsemi lyfja. Íslendingar með langvinna sjúkdóma voru flestir sammála þessum tveimur fullyrðingum um eigin lyf: ,,lyfin sem ég tek koma í veg fyrir að mér versni“ og ,,nú- verandi heilsa mín veltur á lyfjunum sem ég tek“. Í bandarísku rannsókninni voru flestir sammála fyrrnefndu fullyrðingunni en álíka margir sammála þeirri síðarnefndu og fullyrðingunni: ,,ég hef stundum áhyggjur af langtímaáhrifum lyfjanna sem ég tek.“ Þessar niðurstöður gefa góða hugmynd af viðhorfi fólks með geð- sjúkdóma sem er á heildina litið frekar jákvætt. Fleiri rannsókna er þörf á viðhorfum fólks til lyfja hérlendis. Áhugavert væri að taka fyrir betur skilgreinda sjúklingahópa, til dæmis fólk með astma og háþrýsting. Þá væri líka hægt að gera samanburð við erlendar rannsóknir af svipuðum toga. Einnig væri áhugavert að kanna viðhorf ákveðinna heilbrigðisstétta, svo sem lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga. Aldursdreifing þátt- takenda vék nokkuð frá aldurssamsetningu þjóðarinnar en það ætti þó ekki að trufla meginniðurstöður rannsóknarinnar. Not- ast var við eigin frásagnir og mat þátttakenda á sjúkdóms ástandi sínu. Aðferðin er þægileg en ekki mjög nákvæm. Best hefði verið að fá upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Sjúk- dómaflokkarnir voru skilgreindir mjög gróflega og sumpart háðir túlkun hvers og eins þátttakanda, sem er vissulega veikleiki í að- ferð rannsóknarinnar. Ef þeir hefðu verið tilgreindir nánar hefði það getað vafist fyrir þátttakendum ásamt því að of fáir þátttak- endur yrðu í hverjum flokki, eins og raunin varð með til dæmis beinþynningu og illkynja sjúkdóma. Helstu styrkleikar þessarar rannsóknar eru þeir að úrtakið er stórt og því dreift um alla lands- hluta og svarhlutfallið gott. Niðurstöðurnar gefa því góða mynd af viðhorfum Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar. Að kortleggja viðhorf fólks til lyfja getur verið gagnlegt til að bæta meðferð við langvinnum sjúkdómum.1 Með aukinni fræðslu um lyf væri mögulega hægt að draga úr misskilningi meðal al- mennings og bæta viðhorf fólks til lyfja enn frekar. Niðurstöður þessarar rannsóknar gætu skapað grundvöll umbótastarfs fyr- ir klíníska vinnu og til hagræðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Slík vinna gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um þátt lyfja í með- ferð sjúkdóma, vanda tengdan meðferðarfylgni og bætt samskipti lækna við sjúklinga og lyfjafyrirtæki. Þakkir Lundbeck Export A/S fær þakkir fyrir veittan fjárstyrk. Jóhann Axel Andersen þýðandi og Pétur Guðmann Guðmannsson læknir fá þakkir fyrir íslenska þýðingu á BMQ. Daníel Þór Ólason pró- fessor og Þorbjörn Broddason prófessor fá þakkir fyrir ráðgjöf við gerð spurningalistans í heild sinni. Halldóru Jónsdóttur lækni er þakkað fyrir ráðgjöf. Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir prófessor og Þórdís Kristmundsdóttir prófessor fá þakkir fyrir ráðleggingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.