Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2017/103 91 ferðinni í öllum manneldismarkmiðum undanfarin 65 ár. Allt hefur snúist um að draga úr fituneyslunni. Á undanförnum árum hafa hins vegar birst rannsóknir sem sýna að málið er ekki svo einfalt. Árið 2006 birtist rannsókn á 50.000 konum sem höfðu neytt mismikillar fitu og mismunandi tegunda af fitu um langt skeið, en munurinn á tíðni æðasjúkdóma var lítill sem enginn. Einnig hefur verið rekinn áróður fyrir neyslu ávaxta og grænmetis, ekki síst vegna trefjanna sem auðvelda líkaman- um að melta fituna. Mælt er með fimm skömmtum á dag en rannsóknir hafa sýnt að ávinningur af meiri grænmetisneyslu er enginn. Einnig hefur komið í ljós að grænmetisætur verða ekki langlífari en kjötætur þótt þær fyrrnefndu deyi yfirleitt út öðru en hjarta- og æðasjúkdómum. Hér á landi vakti það nokkra athygli að á árunum 1990-2002 drógu Íslendingar talsvert úr fituneyslu sinni. Á móti kom verulega aukin neysla á pizzum og öðrum skyndimat, auk þess sem sykurneyslan tók kipp, ekki síst vegna aukningar á neyslu sykraðra gosdrykkja. Svo merkilega vill til að á þessum árum hófst offitufaraldurinn fyrir alvöru hér á landi, fjöldi of feitra Íslendinga tvöfaldaðist. Bólgur og bakteríur Niðurstaða Axels var sú að samspil nær- ingarefna þyrfti að skoða betur enda væri það flóknara en oft er talið. Í því sambandi nefndi hann að fitan sem safnast framan á fólk væri veik. Fitan er virkur vefur sem hefur áhrif víða í líkamanum. Hún veldur meðal annars auknu insúlínviðnámi sem er rótin að áunninni sykursýki. Þarmaflór- an er annað sem þarf að fylgjast með því þar eru meðal annars upptök langvinnrar bólgu sem getur valdið ýmsum skaða. Sykur væri orðið jafnmikil ógn fyrir heilsufar fólks og reykingar voru áður. Eins og áður sagði er Axel þeirrar skoðunar að óráðlegt sé að mæla með sama mataræði fyrir alla. Það sem hann telur að komist næst því að standa undir nafni sem heilbrigt mataræði sé Mið- jarðarhafsmaturinn. Rannsóknir sýni að það hafi alltaf vinninginn, þegar borið er saman við annars konar mataræði, jafn- vel þótt það auki á kólesteról. Kannski sé skýringin fólgin í því að Miðjarðarhafs- mataræðið dregur úr bólgum. Vandi þeirra sem vilja ráða fólki heilt um mataræði er ekki síst sá að umfjöll- un fjölmiðla um mat og heilsufar ruglar fólk iðulega í ríminu, svo ekki sé minnst á netið sem er fullt af bulli. Þar séu allir að selja eitthvað. – Fræðslan er lykilatriði því hún getur auðveldað fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvað það leggur sér til munns, sagði Axel. Matur, mýtur og Plástrarnir Síðast frummælandi málþingsins var á svipuðum nótum og Axel, en matreiðsla hans var með talsvert ólíkum hætti. Ragn- ar Freyr Ingvarsson er kallaður læknirinn í eldhúsinu og erindi hans var bæði fróðlegt, skemmtilegt og flutt með tilþrifum, svo miklum að enginn tími gafst til að rýna í þær fjölmörgu glærur sem hann varpaði upp á tjaldið. Erindi Ragnars hét í dagskránni: Matur og mýtur – til skemmtunar, en þegar hann var kominn í pontu bætti hann við undir- titli: Hvers vegna eru læknar alltaf svona ótrúlega leiðinlegir? Hann sagði að fyrir því væri löng hefð að þegar einhver hrósaði mat eða drykk risi alltaf upp læknir og lýsti því yfir að þetta væri óhollt, gott ef ekki eitrað og líklegt til að drepa þig. Með ummæli Woody Allens að leiðarljósi – Eina leiðin til þess að ná 100 ára aldri er að hætta öllu sem eykur þér löngun til þess að ná 100 ára aldri – réðst Ragnar að öllum grunnreglum lýðheilsustofnana heimsins síðustu öldina og hakkaði þær í sig. Hver rannsóknin af annarri var vegin, metin og léttvæg fundin og á endanum var Ragnar búinn að aflétta öllum hömlum á neyslu mettaðrar fitu og salts en þegar hann byrjaði á áfenginu greip Guðlaug Þorsteinsdóttir fundarstjóri í taumana og þaggaði niður í honum. Það var svo við hæfi að Ragnar skyldi vera ráðinn til að stýra veisluglaumnum á árshátíð LR. Þar voru engar hömlur á tján- ingarfrelsinu og hann gat haldið hverju sem hann vildi fram. Það gerði hann líka og stjórnaði skemmtuninni af röggsemi og miklu sjálfsöryggi, en tjáði sig ekkert um matinn. Þar komu reyndar fleiri við sögu, Mugison bræddi hjörtu viðstaddra og í lokin dönsuðu árshátíðargestir inn í nóttina undir fjörugum tónum The Band Aids sem skipuð er unglæknum og læknanemum. Lauk þar með Læknadögum 2017 á verðugan hátt. L Æ K N A D A G A R Að vanda var glímt í lok Læknadaganna við mikinn fögnuð og hvískur og pískur viðstaddra, - alla langaði greinilega að blanda sér í keppnina. - Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir, Ólafur Már Björnsson augnlæknir og Sigurjón Vilbergsson lyflæknir skipuðu í tvö lið og píndu liðsmenn og kvöldu með spurningum af ýmsum toga. Í öðru liðinu voru “ekki-ofnæmislæknar”: Sigurveig Margrét Stefánsdóttir heimilislæknir, Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og Jörundur Kristinsson heimilislæknir, og í hinu liðinu hreinræktaðir ofnæmislæknar: Unnur Steina Björnsdóttir, Michel Clausen og Yrsa Löve.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.