Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2017/103 93
og austur í Auðsholt. Það var ekki brúað
við Iðu fyrr en 1957, fram að því þurftu
læknarnir að láta ferja sig yfir Hvítá, eða
hlaupa á jökum að vetrarlagi.
Það er sögð saga af Brynjólfi Péturs-
syni presti á Ólafsvöllum: Iðumenn voru
að ferja hann yfir að Skálholti og það var
íshröngl á ánni og heldur leiðinlegt færi.
Þegar yfir kom var karlinn spurður hvort
hann hefði ekki orðið hræddur. – Ojú,
svaraði hann. – Baðstu þá ekki til Guðs? –
Jú, en bara einu sinni, það þýðir ekkert að
nauða í honum, sagði klerkur.
Það má nefna að við bjuggum framan
af við þau hlunnindi að mega veiða lax
í net í Hvítá. Svo lagðist það nú af vegna
leti og ómennsku okkar, auk þess sem
veiðifélagið var á móti þessu. En þetta var
ansi gaman meðan á því stóð. Við lögðum
okkur ekki í neina hættu, Gylfi datt að
vísu einu sinni í ána en hann bjargaðist.
Við lentum í ýmsum smáævintýrum, eins
og að festa bílinn og þurfa að ganga til
byggða. Stundum settu björgunarsveitir
undir okkur sleða þegar færi var erfitt.
Það gerðist ýmislegt og sumt þannig að
um það má ekki ræða. En við vorum bara
sælir.
Það eru drjúgir spottar í héraðinu því
að það eru 40 kílómetrar upp að Sogi og
einnig upp að Gullfossi og austur í Þjórs-
árdal. Samt höfum við komið á allflesta ef
ekki alla bæi í uppsveitum Árnessýslu á
þessum tíma, vorum búnir að sinna börn-
um og foreldrum, öfum og jafnvel langöf-
um í sumum tilvikum.
Hvað tekur við?
– Nú eru breyttir tímar, verður ekki erfitt
að fá ungt fólk til að taka við af ykkur?
– Jú, stöðin verður hugsanlega rekin
áfram með málaliðum og kannski fást
einhverjir sérvitringar til að taka við
henni. Það er bara ekki í tísku núna að
vera bundinn við vinnuna. Það þarf vinnu
handa maka, félagsumhverfi barnanna
þarf að vera við hæfi, tónskólar og þess
háttar.
Pétur bætir því við að þegar hann var
að alast upp hafi hann vanist því að fjöl-
skyldan hefði bara einn heimilislækni.
– Með tímanum breyttist það, einyrkja-
læknar þóttu afturúr í öllu og rétt að reka
heilsugæsluþjónustu með þverfaglegri
samvinnu. Nú er komið svo að læknar eru
óánægðir í þessari þverfaglegu þjónustu
og vilja komast aftur í að verða sjálfum
sér nægir og reka þetta á eigin vegum. En
einhvers staðar hlýtur nú að finnast ein-
hver millivegur á milli einyrkjastarfsins og
samvinnunnar.
– Er ekki hætta á að ef ekki gengur að
fá lækna muni þjónustan flytjast niður á
Selfoss?
– Jú, til hvers er verið að leggja vegi og
byggja brýr ef ekki má nota samlegðina af
því? En þá tapar maður nándinni og það
er viss lærdómur í því að þekkja fólkið.
Þegar þú hefur komið heim til þess veistu
meira um það og hvernig það býr og hefur
það. Maður er kannski með þessu fólki
í gönguhópi eða læonsklúbbi og þekkir
ýmsar hliðar á því, ekki bara einhvern
með bakverk, segja þeir.
Sælir í sveitinni
– Var ekki reynt að halda í ykkur?
– Jú, loksins þegar við fengum að fara
héldu þeir okkur mikla veislu og við erum
að sjálfsögðu bísperrtir og montnir yfir
því! Þetta gladdi okkur mikið, enda viss-
um við ekki að þjónusta okkar hefði verið
svona mikils metin. Auðvitað blandast
þessu einhver óvissa um framtíðina ef
hingað koma bara einhverjir fermingar-
drengir. En það venst nú. Við missum þó
ekki alveg tengslin því við fengum smá-
part af jörðinni á leigu undir bústaði og
erum þar mestallt sumarið.
Það fer vel um þá í Garðabæ og Kópa-
vogi, en hvað tekur nú við? Pétur ætlar að
vinna í forgjöfinni í golfi, spila brids og
báðir segjast stunda stunda líkamsrækt og
sinna barnabörnum.
– Við vorum sælir í sveitinni, en hvort
við vorum farsælir verða aðrir að segja til
um. Einn sveitunginn benti okkur þó á að
þegar við komum hafi verið tveir læknar
og fimm prestar í héraðinu. Nú eru tveir
læknar en bara tveir prestar svo það hefur
snarminnkað annríkið hjá þeim, segja þeir
félagar og brosa út í annað.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Laugaráslæknarnir
Pétur og Gylfi hættir
störfum í heilsugæsl-
unni. Mynd Ívar
Sæland.