Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 43
Árin 1951-1955 var ársmeðaltal lamaðra af mænusótt í Bandaríkjunum talið 37.864 sjúklingar. Árið 1958 aðeins 3301 sjúk- lingar og ársmeðaltal áranna 1970-1975 var 15 sjúklingar á ári. Svíar og Danir bjuggu til sín mænusóttarbóluefni á sama hátt. Bæði löndin töldu hvort hjá sér um 1500 löm- unarsjúklinga á ári á tímabilinu 1950-1955. Enginn lamaður sjúklingur fannst í þess- um löndum tímabilið 1971-1975. Hér á Íslandi gekk mænusótt á 10 ára fresti í grimmum faröldrum framan af 20. öldinni. Sá síðasti gekk árið 1955. Þá voru skráðir hér 833 mænusóttarsjúklingar, þar af 133 lamaðir og tvö dauðsföll. Bólu- setning byrjaði 1957. Síðan hefur enginn mænusóttarsjúklingur greinst hér. Um 1960 tókst að veikla lifandi mænusóttarveirur af öllum þremur ætt- stofnunum. Þessar veikluðu veirur hafa síðan verið notaðar víða í bóluefni með góðum árangri. Á síðustu árum hefur Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna staðið fyrir herferð gegn mænusótt. Árangurinn var mjög góður og áður en styrjaldirnar sem nú geisa í arabaheiminum hófust voru að- eins þrjú lönd í heiminum með mænusótt- arsjúklinga á skrám og sú sótt greinilega í útrýmingarhættu. Mögulegt var að mænusóttin færi eins og bólusóttin fór 1977, þegar síðasti sjúklingurinn fannst, eftir að Sameinuðu þjóðirnar fóru í margra ára bólusetningarherferð gegn henni. Eftir góða frammistöðu við fyrstu rækt- un mænusóttarveira var dr. Enders á sama stað í Boston og fór að reyna að veikla mislingaveiru. Þar lagði hann grunninn að því góða mislingabóluefni sem notað er í dag og kemur í gang langvarandi mótefnamyndunum. Mislingar eiga mikla sök á ungbarnadauðanum víða um lönd og bóluefnið veitir langvarandi vörn gegn þeim. Bóluefni gegn rauðum hundum varð til með svipuðum aðferðum fáum árum síðar. Bólusetning er besta sóttvörnin Bólusetningar eru varanleg vörn gegn mörgum skæðum smitsjúkdómum sem annars gætu valdið alvarlegu heilsutjóni eða dauðsföllum. Árum saman hafa Íslendingar haft greiðan aðgang að vönduðum bóluefn- um gegn mörgum illvígum sjúkdómum, bóluefnum sem hvert einasta ungbarn í landinu hefur átt kost á að fá í ungbarna- vernd eða heilsugæslu í skólum. Eldri kynslóðir sem þekktu afleiðingar af sýkingum eins og barnaveiki, kíghósta, mislingum og mænusótt fóru með börn sín í bólusetningu nær undantekningar- laust. Nú eru foreldrar ekki eins vakandi og vara sig ekki á smithættunni sem óbólusett börn og unglingar geta lent í fyr- irvaralaust á ferðalögum eða dvöl í öðrum löndum, jafnvel löndum eins og Bretlandi, Ítalíu og Spáni. Mislingar hafa stungið sér niður víða í Evrópu á síðustu árum, að ekki sé minnst á lönd þar sem heilsugæsla er vond og ekkert gert. Það er of seint að byrja að bólusetja þegar barnið er orðið veikt af sjúkdómi sem hægt er að verjast. Eftir bólusetningu byrjar sá bólusetti strax að mynda mótefni gegn sýklinum og geyma í sér minnisfrumur sem vakna af dvala og ráðast á sýkilinn með öllu sem þær geta framleitt til að verjast árásinni. Þetta gerir þann bólusetta öruggan þó að einhver sýktur sé í nágrenninu. Vörn eftir bólusetningu er varanleg og mynduð af þeim bólusetta sjálfum. LÆKNAblaðið 2017/103 99 Margrét Guðnadóttir veirufræðingur á málþingi sem haldið var 16. desember síðastliðinn í Öskju, húsi Háskóla Ís- lands við Sturlugötu. Myndina tók Kristinn Ingvarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.