Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2017/103 67 R A N N S Ó K N Inngangur Viðhorf fólks til lyfja ræður talsvert miklu um meðferðarfylgni í ýmsum langvinnum sjúkdómum og er talið vega þyngra en klínískir, félagslegir og lýðfræðilegir þættir.1,2 Þrátt fyrir að réttum lyfjum sé ávísað réttum sjúklingi má vera að árangur verði síðri, samrýmist meðferðin ekki viðhorfum sjúklingsins. Viðhorf sjúk- linga gagnvart lyfjum, lyfjaávísunum og jafnvel lyfjafyrirtækjum getur haft mikil áhrif á hvort sjúklingar gangist undir lyfjameð- ferð samkvæmt ábendingum og hvort meðferðarfylgni aukist.3,4 Þeir sem hafa sterkastar skoðanir í þessum efnum geta mögulega haft áhrif á vini og vandamenn sem taka lyf og þeirra meðferðar- fylgni. Neikvæð viðhorf til lyfja, til dæmis áhyggjur af aukaverk- unum, geta valdið slakri meðferðarfylgni.1 Með því að kortleggja og auka skilning á viðhorfum sjúklinga til lyfja geta fundist leiðir til að bæta meðferðarfylgni og klíníska útkomu. Ef hægt væri að átta sig á áhrifaþáttum viðhorfa til lyfja mætti finna leiðir til að gera þau jákvæðari. Það yrði gagnlegt í þróun á inngripum til að bæta meðferðarfylgni.5 The Beliefs about Medicines Questionnaire spurningalistinn (BMQ) BMQ-spurningalistinn var þróaður í Bretlandi árið 1999 og er not- aður til að kanna viðhorf sjúklinga til lyfja í tengslum við með- ferð langvinnra sjúkdóma.4 Ákveðnir þættir virðast hafa áhrif á viðhorfin, til að mynda uppruni fólks, menning6,7 og menntun. Tilgangur: Að kanna viðhorf Íslendinga til lyfja. Aðferðir: Spurningalistinn The Beliefs about Medicines Questionnaire (BMQ) var þýddur, gildaður og notaður til að kanna viðhorf Íslendinga til lyfja. Einnig var spurt um heilsufar og sjúkdóma þátttakenda. Úrtakið var 1500 Íslendingar á aldrinum 18-75 ára sem fengið var úr nethópi Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Niðurstöður: Svarhlutfallið var 61,6%. Flestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart lyfjum og treysta þeim yfirleitt. Sjúklingar með langvinna sjúk- dóma eru jákvæðari en aðrir þátttakendur og taka síður undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja. Menntun hefur mikil áhrif á viðhorfin með þeim hætti að fólk með minni menntun ber minna traust til lyfja. Kyn eða aldur hafa ekki teljandi áhrif á viðhorfin. Umræður: Niðurstöðurnar gefa góða mynd af viðhorfum Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar. Þær gætu skapað grundvöll umbótastarfs fyrir klíníska vinnu og til hagræðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Slík vinna gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um þátt lyfja í meðferð sjúkdóma, vanda tengdan meðferðarfylgni og betri samskiptum lækna við sjúklinga og lyfja fyrirtæki. Viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar Hlíf Vilhelmsdóttir1,2 lyfjafræðingur, Magnús Jóhannsson2 læknir 1Lyfjafræðideild, 2rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Hlíf Vilhelmsdóttir hlif84@gmail.com https://doi.org/10.17992/lbl.2017.02.120 Greinin barst 7. september 2016, samþykkt til birtingar 2. janúar 2017. Betur menntað fólk hefur jafnan betri þekkingu á sjúkdómi sín- um og meðferðinni og er viðhorf þess til lyfja jákvæðara.8 Fólk með litla þekkingu á lyfjum sínum lítur oftar á lyf sem hættuleg heldur en þeir sem hafa góða þekkingu.9 Gæði sambands lækn- is og sjúklings með langvinnan sjúkdóm virðast ráða miklu um viðhorf sjúklings til lyfjameðferðar. Mikið getur unnist fyrir ár- angur meðferðar með því að bæta slík tengsl.3,10,11 Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja geta einnig haft áhrif á viðhorfin. Sjúklingar líta svo á að gjafir til lækna frá lyfjafyrirtækjum séu algengar og þetta veldur þeim áhyggjum. Sumir sjúklingar telja að samskiptin hafi áhrif á ákvarðanir lækna í lyfjameðferðinni. Þetta ógnar því trausti sem þeir bera til lækna sinna og heilbrigðiskerfisins.3,12,13 BMQ hefur verið notaður til að meta viðhorf ýmissa sjúklinga- hópa með langvinna sjúkdóma, svo sem astma,1,14 hjarta- og æða- sjúkdóma,15-18 geðsjúkdóma,19,20 krabbamein,21,22 gigtarsjúkdóma23,24 og fleiri.25 Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar sem hefur lítið verið kannað á Íslandi og aldrei áður með BMQ. Viðhorf fólks með ákveðna langvinna sjúkdóma (hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki, geðsjúkdóma og meltingarsjúkdóma) sem notar lyf mikið voru skoðuð sérstaklega. Einnig voru könnuð viðhorf þeirra sem voru frískir og nota lyf sjaldan. Efniviður og aðferðir The Beliefs about Medicines Questionnaire BMQ er í tveimur hlutum, sértækur (BMQ-S) og almennur hluti (BMQ-G). Hvor hluti hefur tvo undirhluta (tafla I). BMQ-S eru 10 spurningar. Fyrri undirhluti BMQ-S, specific-necessity (BMQ- SN), metur hversu mikla þörf fólk hefur fyrir lyfin sín og hversu mikilvæg þeim þykir þau vera til að stuðla að betri heilsu núna Á G R I P Meðferð við bráðum þvagsýrugigtarköstum Fyrirbyggjandi meðferð gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi meðferðar með þvagsýrulosandi lyfjum Lyf gegn þvagsýrugigt Colrefuz (Colchicin) – 500 míkrógramma töflur / 100 stykkja pakkningar A ct a v is / 6 1 9 0 2 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.