Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 12
68 LÆKNAblaðið 2017/103
en mánaðarlega svöruðu ekki BMQ-S því talið var ólíklegt að þeir
hefðu langvinna sjúkdóma og voru því álitnir frískir. Allir áttu
að svara BMQ-G. Þátttakendur gáfu til kynna hversu sammála
eða ósammála þeir væru hverri fullyrðingu BMQ. Fyrir hverja
fullyrðingu BMQ stóðu til boða 5 svarmöguleikar og voru þannig
gefin stig frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála). Fyrir hvorn
undirhluta BMQ-S var hægt að fá 5-25 stig og 4-20 stig fyrir BMQ-
G. Hátt stigaskor fyrir BMQ-SN gefur þannig til kynna jákvætt
viðhorf gagnvart því hversu mikilvæg lyfin séu en hátt stigaskor
BMQ-SC bendir aftur til þess að fólk hafi áhyggjur af því að taka
inn lyf sín, meðal annars vegna hættu á aukaverkunum og vana-
bindingu. Hátt stigaskor fyrir BMQ-G gefur til kynna að svarend-
ur taki undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja.
Þar sem BMQ-S er ætlaður fólki með langvinna sjúkdóma sem
notar lyf talsvert, þurfti að greina þennan hóp frá öðrum. Gert var
ráð fyrir því að þeir sem höfðu langvinna sjúkdóma tækju lyf að
minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þeir þátttakendur sem sögð-
ust taka lyf, hvort sem þau voru lyfseðilsskyld eða ekki, daglega,
vikulega eða mánaðarlega, fengu spurningar BMQ-S. Fyrst var
spurt við hvaða sjúkdómi lyfin væru tekin. Hægt var að merkja
við fleiri en einn sjúkdóm. Hóparnir voru hjarta- og æðasjúkdóm-
ar, lungnasjúkdómar, sykursýki, geðsjúkdómar, meltingarsjúk-
dómar, illkynja sjúkdómar, ofnæmi og beinþynning. Dæmi um
algengustu sjúkdómana í hverjum flokki voru tíunduð fyrir hvern
sjúkdómaflokk. Ef viðkomandi þátttakandi hafði langvinnan
sjúkdóm sem ekki heyrði til neins af áðurnefndum flokkum, mátti
merkja við ótilgreindan sjúkdóm. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni
frá vísindasiðanefnd (nr. VSN 11-102) og tilkynnt var um hana til
Persónuverndar (nr. S5314/2011).
Þýðing BMQ listans
BMQ var þýddur úr ensku yfir á íslensku. Aðferðin sem notuð var
við þýðinguna byggist á þremur sjálfstæðum þýðingum og síðan
er nákvæmni þýðingarinnar athuguð af óháðum aðila.26 Lítið sem
og í framtíðinni. Síðari undirhlutinn, specific-concerns (BMQ-SC),
er notaður til að meta viðhorf fólks til mögulegra neikvæðra af-
leiðinga lyfjainntöku og hann mælir áhyggjur tengdar langtíma-
notkun lyfja, svo sem vegna ávana og annarra truflandi áhrifa.
BMQ-G eru 8 spurningar og er ætlaður öllum, hvort sem viðkom-
andi er á lyfjum eða ekki, og fjallar um viðhorf til lyfja almennt.
Undirhlutar almenna hlutans eru general-harm (BMQ-GH) og
general-overuse (BMQ-GO). Sá fyrri beinist að skoðunum á mögu-
legri skaðsemi lyfja. Til að mynda að lyf séu hættuleg, ávanabind-
andi og að gera skuli hlé á lyfjatöku öðru hverju. Síðari undirhlut-
inn metur viðhorf til mögulegrar ofnotkunar lyfja og oftrúar á þau
af hálfu lækna.
Úrtakið og spurningar
Úrtakið var fengið úr nethópi Félagsvísindastofnunar Háskóla
Íslands og sá hún einnig um framkvæmd netkönnunarinnar.
Nethópurinn samanstóð af 5305 einstaklingum á aldrinum 18-75
ára. Upphaflegt úrtak var 1500 Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af
öllu landinu. Spurningalistinn var sendur út í formi netkönnunar
og var slóðin að henni send með tölvupósti á úrtakið. Gögnum
var safnað í október-nóvember 2011. Gætt er að því að nethópur-
inn endurspegli þjóðina sem allra best. Hópurinn er reglulega
uppfærður þannig að hann samsvari dreifingu í þýði með tilliti
til kyns, aldurs, búsetu, menntunar og tekna. Með því að tryggja
gæði nethópsins með framangreindum hætti er mögulegt að al-
hæfa um niðurstöður rannsókna sem byggjast á svörum nethóps
Félagsvísindastofnunar.
Spurningalistinn innihélt BMQ í íslenskri þýðingu. Auk þess
voru þátttakendur spurðir um notkun lyfja, heilsufar og fleira.
Einnig var spurt um kyn, aldur, búsetu og menntun (hæstu próf-
gráðu sem hefur verið lokið). Þátttakendur sem tóku lyf sjaldnar
R A N N S Ó K N
Tafla I. The Beliefs about Medicines Questionnaire spurningalistinn.
BMQ-Specific (BMQ-S)
Specific-Necessity (BMQ-SN)
Núverandi heilsa mín veltur á lyfjunum sem ég tek.
Líf mitt væri óbærilegt án lyfjanna sem ég tek.
Ég yrði mjög veik/ur án lyfjanna sem ég tek.
Heilsa mín í framtíðinni veltur á lyfjunum sem ég tek.
Lyfin sem ég tek koma í veg fyrir að mér versni.
Specific-Concern (BMQ-SC)
Mér finnst áhyggjuefni að þurfa taka lyf.
Ég hef stundum áhyggjur af langtímaáhrifum lyfjanna sem ég tek.
Ég veit lítið eða ekkert um lyfin sem ég tek.
Lyfin sem ég tek raska lífi mínu.
Ég hef stundum áhyggjur af því að verða of háð/ur lyfjunum sem ég tek.
BMQ-General (BMQ-G)
General-Overuse (BMQ-GO)
Læknar ávísa lyfjum í of miklum mæli.
Náttúruvörur (náttúrulyf, náttúruefni t.d. lýsi, vítamín, sólhattur, remedíur
eða grasalyf) eru öruggari en lyf.
Læknar treysta um of á lyf.
Læknar mundu ávísa minna af lyfjum ef þeir verðu meiri tíma með
sjúklingum sínum.
General-Harm (BMQ-GH)
Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að gera hlé á lyfjatöku af og til.
Flest lyf eru ávanabindandi.
Lyf gera meiri skaða en gagn.
Öll lyf eru eitur.
Tafla II. Lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur.
Breytur n %
Fjöldi 921 -
Aldur (meðalaldur 45,4 ± 14,8)*
18-24 237 26
25-34 234 25
35-50 226 25
51-75 221 24
Kyn
Konur 479 52
Karlar 442 48
Menntun (hæsta prófgráða sem hefur verið lokið)
Grunnskólapróf 186 20
Framhaldsskólapróf 374 41
Háskólapróf 308 33
*Aldursdreifing þátttakenda víkur frá aldurssamsetningu Íslendinga samkvæmt
Hagstofu Íslands.