Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 24
80 LÆKNAblaðið 2017/103
(ICD-10 greiningarnúmer I33.0, I33.9, I38, I39) á rannsóknartímabil-
inu. Sérstaklega var litið á þá sjúklinga sem þurftu að gangast
undir opna hjartaaðgerð vegna sýkingarinnar. Til að tryggja að
sjúklingar hefðu ekki gleymst var einnig leitað að Nordic Med-
ico-Statistical Committee (NOMESCO) aðgerðarnúmerum fyrir
skurðaðgerð á ósæðarloku (FM, FMC, FMD, FMW), míturloku (FK,
FKB, FKC, FKD, FKW) og þríblöðkuloku (FGC, FGD, FGE, FGW).
Alls greindust 179 sjúklingar með hjartaþelsbólgu á rann-
sóknartímabilinu og gengust 38 (21%) þeirra undir opna hjarta-
aðgerð. Tveimur sjúklingum varð að sleppa þar sem upplýsingar
um þá fundust ekki í sjúkraskrám Landspítala. Rannsóknarþýðið
samanstóð því af 36 sjúklingum.
Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og voru
skráðar rúmlega 150 breytur, meðal annars aldur, kyn, hæð,
þyngd, einkenni við innlögn, þar á meðal hjartabilun og alvar-
leiki hennar metinn með New York Heart Association Functional
Classification (NYHA-flokki) I-IV. Aðgerðarábending var skráð,
fyrri saga um hjartaaðgerð og þá tegund inngrips, reykingar,
nýrnabilun (kreatínín yfir 200μmol/L) og áhættuþættir hjarta- og
æðasjúkdóma. Athugað var hverjir voru með tvíblöðku ósæðar-
loku, misnotuðu eða höfðu misnotað fíkniefni í æð, saga um
ónæmisbælandi sjúkdóma eða ónæmisbælandi meðferð (til dæm-
is barkstera). Þá var skráð hversu langur tími leið frá greiningu
hjartaþelsbólgu að aðgerð, ástand sjúklingsins fyrir aðgerð, hvort
um bráðaaðgerð var að ræða, niðurstöður blóðræktana og hvaða
sýklalyf voru gefin fyrir og eftir aðgerð.
Kannað var hvaða myndrannsóknir voru framkvæmdar fyrir
aðgerð; þar með talið vélindaómskoðun, tölvusneiðmyndataka,
segulómskoðun og hjartaþræðing. Svör úr hjartaómskoðun fyrir
aðgerð voru yfirfarin; útstreymisbrot vinstri slegils skráð og hvort
leki eða þrenging væri til staðar í lokunni. Einnig var athugað
sérstaklega hvort sýkingarhrúður hefði sést á lokublaði eða hvort
ígerð væri til staðar við lokuna. EuroSCORE II var reiknað fyrir
alla sjúklinga fyrir aðgerð, en það er áhættulíkan sem metur líkur
á dauða sjúklinga á fyrstu 30 dögum frá aðgerð.16
Aðgerðum var skipt í lífsbjargandi (emergency), bráða (acute)
og áríðandi (subacute). Lífsbjargandi aðgerð var skilgreind sem
aðgerð framkvæmd innan 24 klukkustunda frá ákvörðun um að-
gerð og sjúklingum ekki hugað líf án inngrips. Bráð aðgerð var
hins vegar gerð innan viku frá ákvörðun og áríðandi aðgerð ýmist
þegar sjúklingar höfðu verið viku eða lengur á sýklalyfjum eða
höfðu lokið sýklalyfjameðferð.
Aðgerðirnar voru framkvæmdar í gegnum bringubeins-
skurð, notuð hjarta- og lungnavél og hjartað stöðvað. Skráð var
tímalengd á hjarta- og lungnavél en einnig tangartími (cross-clamp
time) í mínútum.
Fylgikvillum var skipt í alvarlega og minniháttar en til þeirra
fyrrnefndu töldust: hjartadrep í aðgerð (skilgreint sem hæsta gildi
CK-MB yfir 70 mg/L), enduraðgerð vegna blæðingar, öndunarbil-
un þar sem þörf var á öndunarvél í meira en 48 klukkustundir
með eða án barkaraufunar, heilaæðaáfall, fjöllíffærabilun, djúp
sýking í bringubeini og bráður nýrnaskaði sem krafðist blóð-
skilunar. Minniháttar fylgikvillar voru gáttatif/flökt, lungnabólga,
yfirborðssýking í skurðsári, nýrnaskaði þar sem blóðskilunar var
ekki þörf, þvagfærasýking, gjörgæslutaugakvilli (intensive care ne-
uropathy) og fleiðruvökvi sem krafðist aftöppunar.
Blæðing fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð var skráð í
millilítrum (mL) og jafnframt hversu mikið var gefið af blóðhlut-
um í sjúkrahúslegunni í einingum. Legutími á gjörgæslu og á
legudeild hjarta- og lungnaskurðlækninga var skráður í dögum.
Tafla I. Lýðfræðilegar upplýsingar um 36 sjúklinga sem gengust undir hjartaað-
gerð vegna hjartaþelsbólgu á Landspítala 1997-2013. Fjöldi sjúklinga og hlutfall
(%), en meðaltal með staðalfráviki og bili fyrir aldur, líkamsþyngdarstuðul og
EuroSCORE II.
Fjöldi %
Karlar 28 78
Aldur 56,3 ± 14,3 (30-80)
Kransæðasjúkdómur 5 14
Háþrýstingur 15 43
Blóðfituröskun 5 14
Sykursýki af gerð I og II 5 14
Reykingar (n=30) 23 77
Virkar reykingar 13 43
Tvíblöðku ósæðarloka 9 25
Langvinn nýrnabilun 7 20
Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 27,2 ± 4,8
Saga um fyrri hjartaskurðaðgerð 4 11
Saga um misnotkun fíkniefna í æð 5 14
Ónæmisbæling 3 8
Sýkt beinígræði 3 8
Lélegur tannstatus 1 3
Útæðasjúkdómur 1 3
Langvinn lungnateppa 3 8
Heilaáfall 6 17
EuroSCORE II 14,0 ± 21,0
Tafla II. Einkenni og myndgreiningaraðferðir 36 sjúklinga sem gengust undir
hjartaskurðaðgerð vegna hjartaþelsbólgu á Íslandi 1997-2013. Fjöldi og hlutfall
(%).
Fjöldi %
Hiti (n=33) 27 82
Mæði (n=29) 24 86
Þyngdartap 10 28
Hjartabilun (n=33) 26 79
NYHA-flokkur IV 14 42
Lungnaháþrýstingur 6 17
Sýkingarhrúður á hjartaloku 16 44
Hjartaómskoðun 36 100
Frá brjóstvegg 36 100
Frá vélinda 31 86
Kransæðaþræðing 22 60
Jákvæð blóðræktun 29 81
Tölvusneiðmyndataka af brjóstholi 7 19
Segulómskoðun af brjóstholi 1 3
R A N N S Ó K N