Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2017/103 89 L Æ K N A D A G A R Hann laumaðist því inn í Silfurberg B og lagði eyrun við því sem þar fór fram síð- degis á föstudegi. Á málþinginu voru flutt fjögur erindi sem öll fjölluðu um mataræði og heilsu. Tvær konur, íslenskur sálfræðingur og norskur prófessor í íþróttafræðum, greindu frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á lystarstoli og brengluðu mataræði meðal afreksfólks í íþróttum. Svo komu tveir karlkyns íslenskir læknar og veltu því fyrir sér hvað gæti talist heilbrigt mataræði og hvort það væri yfirhöfuð til. Anorexia athletica Heilbrigð sál í hraustum líkama er sú mynd sem lengst af hefur verið dregin upp af fólki sem stundar íþróttir að staðaldri. Einkum og sér í lagi hlýtur það að eiga við afreksfólk sem keppir í efstu deild- um íþróttagreina eða jafnvel á alþjóða- vettvangi. Sú mynd fellur ekki alveg að þeirri sem fram kom á málþinginu. Sál- fræðingurinn Perla Lind hóf mál sitt á því að vitna í rannsóknir sem sýna að fólk sem stundar íþróttir er líklegra til að vera með einkenni átröskunar eða haldið átröskun en þeir sem ekki stunda íþróttir. Einkenn- in eru algengari meðal kvenna en karla og mismunandi milli íþróttagreina. – Tíðnin er hærri í íþróttagreinum þar sem líkamsþyngd hefur áhrif á frammistöðu, eins og langhlaupi, sundi en ekki endilega í boltaíþróttum svo dæmi sé tekið. Hjá konum er tíðnin einna hæst í fagurfræðilegum íþróttum og þolgreinum, svo sem fimleikum og hlaupum, en hjá körlum er hún hæst í þyngdaraflstengdum greinum, hástökki, glímu, júdó, sagði hún. Hún bætti því við að svo mikil brögð væru að þessu að fyrirbærið hefði feng- ið eigið tegundarheiti: anorexia athletica – íþróttalystarstol. Það heiti er þó ekki komið inn í greiningarkerfin og stór hluti þeirra sem sýna einkennin eru á forstigi lystarstols, áður en það telst vera orðið klínískur sjúkdómur. Dæmum um það síðarnefnda fer þó fjölgandi og norski íþróttafræðingurinn Jorunn Sundgot- Borgen nefndi nokkur þar sem efnilegt íþróttafólk veiktist og dó af lystarstoli. Jorunn tók þátt í einni stærstu rann- sókn sem gerð hefur verið á lystarstoli meðal íþróttafólks í Noregi árið 2004. Þar kom fram að 13,5% íþróttafólks voru á greiningarmörkum eða með klíníska átröskun sem var þrefalt hærra hlutfall en í samanburðarhópi. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 42% kvenna sem æfðu fagurfræðilegar íþróttagreinar eins og fimleika, dans og listskauta væru með átraskanir. Tíðnin var 24% hjá konum sem stunduðu þolíþróttir eins og langhlaup. Í tækniíþróttum, svo sem keilu og golfi, greindust 17% kvenna með átraskanir. Konur sem stunduðu boltaíþróttir á borð við tennis og handbolta voru með lægstu tíðni átraskana eða um 16%. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Embætti landlæknis og Sigrún Hjartardóttir kvensjúk- dómalæknir. Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir er bú- inn að stýra Læknadögum um árabil en nú tekur Jór- unn Atladóttir skurðlæknir við keflinu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.