Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2017/103 97
Unglæknar og læknanemar voru
verðlaunaðir fyrir framúrskar-
andi vísindaerindi á þingi Félags
íslenskra lyflækna sem fór fram í
desember.
Í hópi læknanema kepptu til
úrslita Kristján Torfi Örnólfsson
og Þórður Páll Pálsson og bar
Kristján sigur úr býtum. Er-
indi hans bar heitið Lýðgrunduð
rannsókn á ættlægni Primary
biliary cholangitis á Íslandi. Titill
erindis Þórðar var Nýrnaígræðsl-
ur á Íslandi: Þættir sem hafa áhrif
á græðlingsstarfsemi einu ári frá
ígræðslu.
Úr hópi unglækna voru þau
Rósa B. Þórólfsdóttir og Arnar
Jan Jónsson valin til að kynna
sín erindi og keppa um verðlaun.
Erindi Rósu var svo valið besta
erindi unglæknis á þinginu en
það heitir Mislestursstökkbreyting í
PLEC geni eykur áhættu á gáttatifi.
Erindi Arnars nefndist Algengi
langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út
frá reiknuðum gaukulsíunarhraða:
Lýðgrunduð rannsókn Auk viður-
kenningarskjals voru veitt verð-
laun að upphæð kr. 100.000 fyrir
fyrsta sætið og kr. 50.000 fyrir
annað sætið. Peningaverðlaunin
voru veitt úr Verðlaunasjóði í
læknisfræði sem Árni Kristins-
son og Þórður Harðarson veita
forstöðu.
Verðlaun á Lyflæknaþingi
Verðlaunahafar og formaður Félags íslenskra lyflækna og fulltrúi dómnefndar. Davíð O.
Arnar, Rósa B. Þórólfsdóttir, Þórður Páll Pálsson, Kristján Torfi Örnólfsson, Arnar Jan
Jónsson, Margrét Birna Andrésdóttir og Þórður Harðarson.
DEILDARLÆKNIR
Laus er til umsóknar staða deildarlæknis við Sjúkrahúsið Vog.
Starfshlutfall er 100% en hlutastarf kemur til greina. Staðan er laus nú
þegar eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í daglegri læknisþjónustu á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum
starfsstöðvum SÁÁ. Þetta felur m.a. í sér vaktskyldu, samskipti og
þjónustu við sjúklinga og þverfaglega samvinnu.
Hæfniskröfur
Að hafa lokið kandídatsári og hafa almennt lækningaleyfi. Góð færni í
mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur til 20. febrúar 2017.
Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.
Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík,
eða í tölvupósti á saa@saa.is
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri, s. 824 7600,
netfang: thorarinn@saa.is