Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2017/103 59
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson (í leyfi)
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1900
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
14.900,- m. vsk.
Lausasala
1490,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Teikningar Sigurðar Ámundasonar
(f. 1986) fara bil beggja, milli hins
hlutbundna og óhlutbundna, raun-
veruleika og fantasíu, háleitra og list-
sögulegra skírskotana annars vegar
og hversdagslegra skrípómynda hins
vegar. Þær eru unnar með blandaðri
tækni, trélitum, kúlupenna, blýanti og
túss. Þessum ólíku teiknitólum ægir
oft á tíðum saman í einu og sama
verkinu. Teikningarnar bera sterkt
handbragð höfundarins, form sem
flæða úr einu í annað og tilfinningu
fyrir gusti sem stafar af taktföstum
línum þvers og kruss. Ekki er laust
við að súrrealistar eins og Salvador
Dalí komi í hugann og draumkennd
málverk hans af bráðnandi hlutum
og bjöguðum fígúrum í yfirgefnu landslagi. Þá minnist
maður annars listamanns nær okkur í tíma og rúmi,
Alfreðs Flóka, sem einnig var hallur undir súrrealisma og
náði frábæru valdi á teikningunni. Á
forsíðu Læknablaðsins varð fyrir valinu
teikning eftir Sigurð sem kallast á sinn
hátt á við atburði líðandi stundar. Þar
stekkur inn á sjónarsviðið valdsmanns-
legur og herskár náungi, hálfur maður
og hálfur hestur. Hann reiðir blóðuga
sveðju til höggs í hrjóstrugu landslagi
undir dreyrrauðum skýjabólstrum. Á
vegi hans verður minnisvarði fortíðar
sem hörfar eða riðar til falls og úr svip
brjóstmyndarinnar má lesa efa og
jafnvel ótta. Verkið heitir Gerðu hetj-
ur þínar stoltar og er frá árinu 2015,
stærð þess er 57 x 41 sm. Sigurður er
búsettur í Reykjavík, hann útskrifaðist
frá Listaháskóla Íslands árið 2012.
Ásamt teikningunum hefur hann meðal
annars fengist við gjörningalist og bókverkagerð.
Markús Þór Andrésson
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
* Eliquis : Hemill með beina verkun á storkuþátt Xa, sem er ætlaður til:
- Forvarnar gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum
(non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð
í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). 1
- Meðferðar við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvarnar gegn endurtekinni segamyndun í
djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar).
1
- Forvarnar gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti
(eingöngu fyrir Eliquis 2,5 mg).
1
Heimild: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis.
Maí 2016
Forvörn gegn endurtekinni
segamyndun í djúplægum
bláæðum og lungnasegareki
Meðferð við
lungnasegareki
Meðferð við segamyndun
í djúplægum bláæðum
Eliquis ®
Forvörn gegn heilablóðfalli
og segareki í slagæð
hjá sjúklingum með
gáttatif sem ekki tengist
hjartalokusjúkdómum
Forvörn gegn
bláæðasegareki
eftir valfrjáls
mjaðmarliðskipti
Forvörn gegn
bláæðasegareki eftir
valfrjáls hnéliðskipti
®
®
®
PFI-16-11-04 EUAPI759
Eliquis®
sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi
lyfsins í notkun við nokkrum ábendingum*1
Margt skemmtilegt bar við á Læknadögum, -
samt var þar ekkert sem maður væri til í að
hlusta á aftur, - nema ef vera kynni dagskráin
um Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) sem flutt var í
hádeginu á mánudeginum í Norðurljósum, þótt
hún hefði náttúrlega átt heima í Kaldalóni eðli
málsins samkvæmt. Hana ætti eiginlega að flytja
árlega, - það væri hægt að fjalla um Sigvalda
lið fyrir lið og bræðurnir úr Fóstbræðrum hafa
úr nægu efni að moða eftir hann til að syngja.
Hann var náttúrlega læknir og Óttar Guðmunds-
son smíðaði dagskrána og rakti ævi hans og
samskipti við Læknafélag Íslands, en félagið
rak Kaldalóns úr sínum röðum árið 1929. Óttar
fléttaði sérlega haganlega saman æviatriðum
Kaldalóns og guðdómlegri tónlist hans. Ævisaga
Sigvalda er mögnuð, hann gegndi læknisstarfi á
Snæfjallaströnd við Djúp sem var og er afskekkt
og alllangt utan þjónustusvæðis. Hann veiktist af
taugaveiki 1918 og flutti sig um set, fyrst út í Flat-
ey en síðan til Grindavíkur og gegndi Keflavíkur-
héraði, og komu bæði Guðmundur Hannesson og
Jónas frá Hriflu við þá sögu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta
tækifæri: – Árni Harðarson stýrði sérvöld-
um læknisfræðilega rétt tengdum félögum úr
karlakórnum Fóstbræðrum sem sungu hverja
perlu Kaldalóns af annarri, Á Sprengisandi,
Suðurnesjamenn, Ave Maríu, Svanasöng á heiði,
Þú eina hjartans yndið mitt, og fleiri. Páll Torfi
Önundarson var feikilega ánægður með Aðal-
heiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og Hildigunni
Einarsdóttur söngkonu. Barnabarn tónskáldsins,
Ester Kaldalóns, og Eiríkur Jónsson læknir og
Fóstbróðir tóku tal saman.
- VS
Sigvaldi Kaldalóns á Læknadögum