Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 4
60 LÆKNAblaðið 2017/103
F R Æ Ð I G R E I N A R
2. tölublað, 103. árgangur, 2017
63
Þorbjörn Jónsson
Ný ríkisstjórn –
ný stefna í
heilbrigðismálum?
Framundan eru stór mál sem
nýr ráðherra þarf að kljást
við. Læknar eru nú sem fyrr
reiðubúnir til að veita stjórn-
völdum ráðgjöf um flest það
sem að heilbrigðismálum
lýtur.
67
Hlíf Vilhelmsdóttir, Magnús Jóhannsson
Viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar
Niðurstöðurnar gefa góða mynd af viðhorfum Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar.
Þær gætu skapað grundvöll umbótastarfs fyrir klíníska vinnu og til hagræðingar
fyrir heilbrigðiskerfið. Slík vinna gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um þátt lyfja í
meðferð sjúkdóma, vanda tengdum meðferðarfylgni og betri samskiptum lækna við
sjúklinga og lyfjafyrirtæki.
73
Kristín Jónsdóttir, Elsa B. Valsdóttir, Shreekrishna Datye, Fritz Berndsen,
Páll Helgi Möller
Nýgengi, orsakir og meðferð við bráðu rofi
á ristli á Íslandi 1998-2007
Sarpabólga var algengasta orsök rofs á ristli á Íslandi á rannsóknartímabilinu. Á
sama tímabili jókst notkun stuðningsmeðferðar á meðan skurðaðgerðum fækkaði.
Hlutfall þeirra sjúklinga sem fékk stóma og sem síðar fóru í aðgerð þar sem gerð var
endurtenging er hátt hérlendis og fyllilega sambærilegt því sem lýst er í erlendum
rannsóknum.
79
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Tómas Guðbjartsson, Arnar Geirsson
Skurðaðgerðir við hjartaþelsbólgu á Íslandi 1997-2013
Fimmti hver sjúklingur með hjartaþelsbólgu þurfti á hjartalokuaðgerð að halda,
ósæðarloku- eða míturlokuskipti. Árangur er sambærilegur við erlendar rannsóknir
en fylgikvillar eru tíðir, 30-daga dánartíðni hærri og langtímalifun lakari en eftir
hefðbundnar lokuskiptaaðgerðir.
65
Runólfur Pálsson
Lög um líffæragjafir
á Íslandi: Er tíma-
bært að taka upp
ætlað samþykki?
Mikilvægt að leita leiða til að
sem flestir gefi líffæri sín við
andlát. Meðal úrræða sem
hefur verið kallað eftir er
breyting laga um líffæragjafir
þannig að þau feli í sér ætlað
samþykki.
L E I Ð A R A R
Mynd 1. Ástæður rofs á ristli (n=225).