Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2017/103 69 ekkert ósamræmi var milli þýðinganna þriggja og þótti nægilegt að leggja listann fyrir 15 háskólastúdenta til prófunar og ekki var talin þörf á tölfræðiprófum. Að þessu loknu hittust þýðendurnir og fóru yfir þær athugasemdir á BMQ sem bárust frá þátttakend- um og komu sér saman um lagfæringar. Aðeins var talin þörf á að breyta lítillega þýðingu á tveimur spurningum listans. Því næst fóru tveir sérfræðingar á sviði próffræði við Háskóla Íslands, með töluverða reynslu af gildun mælitækja og spurningalistum, yfir BMQ og viðbótarspurningarnar og gerðu athugasemdir. Úrvinnsla gagna Tölfræðiforritið SPSS, 19. útgáfa, var notað við úrvinnslu og grein- ingu gagna. Stig undirhluta BMQ voru reiknuð með því að nota heildarstigafjölda. Reiknað var meðaltal og staðalfrávik stiga fyrir alla hluta BMQ. Ef einni eða fleiri fullyrðingum í tilteknum hluta BMQ var ekki svarað, voru ekki reiknuð heildarstig fyrir þann hluta. Próf óháð dreifingu (non-parametric test) voru notuð til að athuga mun á viðhorfi til lyfja milli kyns og aldurs. Mann-Whit- ney-próf og Kruskal Wallis-próf voru notuð til að athuga hvort tengsl væru milli aldurs, kyns og menntunar og viðhorfs. Þetta var bæði kannað fyrir almenn og sértæk viðhorf. Einnig voru borin saman stig BMQ fyrir mismunandi hópa. Hrifstærð (effect size) var reiknuð fyrir þær niðurstöður sem voru tölfræðilega marktækar. Útreikningur á hrifstærð byggðist á SPSS þar sem 0,1 = lítil, 0,3 = miðlungs og 0,5 = veruleg áhrif. Innri áreiðanleiki BMQ var met- inn með alfastuðli (Cronbach's alpha) og hann var 0,673-0,869 sem er ásættanlegt. Marktæknimörk voru sett við alfa=0,05. Niðurstöður Þátttakendur Svarhlutfallið var 61,4%; 921 manns af 1500 manna úrtaki svöruðu spurningalistanum. Meðalaldur var 45,4 ár. Fjörutíu og sjö manns (5,1%) höfðu legið í 1-10 nætur á sjúkrahúsi síðastliðna 12 mánuði og 9 (0,9%) í fleiri en 10 nætur. Frekari lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur má sjá í töflu II. Niðurstöður BMQ Stig BMQ-S voru einungis reiknuð fyrir þátttakendur sem heyrðu til eftirtalinna sjúkdómahópa: hjarta- og æðasjúkdóma, lungna- sjúkdóma, sykursýki, geðsjúkdóma og meltingarsjúkdóma. Lang- stærsti hluti þessara þátttakenda, eða 90%, tók lyf daglega. Stærsti hópurinn var með hjarta-og æðasjúkdóma. Sjúklingahópurinn með ofnæmi (n=64) var ekki talinn með við tölfræðiútreikninga vegna þess að nokkrir þátttakenda með þann sjúkdóm sögðust ekki hafa langvinnan sjúkdóm og vegna þess hve lyfjanotkun hópsins var miklu minni en annarra hópa með langvinna sjúk- dóma. Stig voru ekki heldur reiknuð fyrir þá þátttakendur sem sögðust hafa beinþynningu (n=11) eða illkynja sjúkdóm (n=5) því hóparnir voru fámennir og marktækra niðurstaðna því ekki að vænta við tölfræðilegan samanburð við aðra hópa. Ennfremur var fólki með aðra langvinna sjúkdóma (n=92) sleppt við útreikn- ing stiga því ekki var vitað um hvaða sjúkdóma var að ræða og þannig hvorki hægt að setja niðurstöðurnar í innbyrðis samhengi né bera þær saman við aðrar sambærilegar rannsóknir, sem allar skilgreina sína sjúklingahópa vel. R A N N S Ó K N Tafla III. Allir þátttakendur og meðaltal stiga BMQ. Fjöldi þeirra sem svöruðu öllum fullyrðingum í hverjum hluta BMQ. Allir þátttakendur Þátttakendur með ákveðna langvinna sjúkdóma Frískir þátttakendur Meðaltal stiga (SD) Fjöldi Meðaltal stiga (SD) Fjöldi Meðaltal stiga (SD) Fjöldi BMQ-GO 13,2 (± 2,98) 883 12,6 (± 3,04) 331 13,9 (± 2,82) 232 BMQ-GH 9,29 (± 3,10) 876 8,70 (± 2,94) 329 10,4 (± 3,26) 232 BMQ-SN - - 20,4 (4,15) 398 - - BMQ-SC - - 13,0 (4,34) 398 - - SD=Staðalfrávik Tafla IV. Fullyrðingar BMQ-G og svörun. Fullyrðingar BMQ-G** Þátttakendur sem voru sammála fullyrðingunum*, % Allir þátttakendur Þátttakendur með ákveðna langvinna sjúkdóma (n=330) Frískir þátttakendur (n=232) Læknar ávísa lyfjum í of miklum mæli. (O) 54,8 45,3 66,1 Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að gera hlé á lyfjatöku af og til. (H) 21,9 14,3 36,7 Flest lyf eru ávanabindandi. (H) 19,6 12,4 25,9 Náttúruvörur (náttúrulyf, náttúruefni, til dæmis lýsi, vítamín, sólhattur, remedíur eða grasalyf) eru öruggari en lyf. (O) 30,4 23,2 36,5 Lyf gera meiri skaða en gagn. (H) 5,6 4,6 8,8 Öll lyf eru eitur. (H) 7,2 6,7 9,7 Læknar treysta um of á lyf. (O) 36,2 32,4 44,9 Læknar mundu ávísa minna af lyfjum ef þeir verðu meiri tíma með sjúklingum sínum. (O) 49,2 42,9 55,0 *Samanlagt hlutfall þátttakenda sem voru frekar eða mjög sammála fullyrðingunum. **O og H í sviga stendur fyrir fullyrðingar sem tilheyra BMQ-GO og BMQ-GH. Hlutfall þeirra sem vildu ekki svara fullyrðingum BMQ-G var hvergi yfir 3% af heildarfjölda þátttakenda.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.