Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2017/103 79
Inngangur
Hjartaþelsbólga er blóðsýking sem leggst á hjartaþel (endocardium),
oftast hjartaþel á hjartalokum. Þetta er tiltölulega sjaldgæf sýking
en samkvæmt tveimur nýlegum íslenskum rannsóknum hefur
nýgengi haldist óbreytt undanfarna fjóra áratugi, eða í kringum
3/100.000 íbúa/ári.1,2 Þetta er ekki ósvipað nýgengi og í erlendum
rannsóknum þótt helmingi hærri nýgengistölum hafi verið lýst.3-5
Á Íslandi eru flestir sjúklinganna í kringum sextugt og karlar eru
rúmlega tveir þriðju hlutar sjúklinganna.1 Almennt virðist tíðnin
aukast með aldri.6
Hjartaþelsbólga er í hópi alvarlegustu sýkinga og dánarhlut-
fall er oft á bilinu 10-40%.5,7 Tíðni er hærri hjá sjúklingum með
meðfædda hjartagalla eins og tvíblöðku ósæðarloku, við áunna
lokusjúkdóma eins og bakfall á aftara míturlokublaði en einnig
hjá sjúklingum með gerviloku, æðaígræði eða gang- eða bjargráð.6
Einkenni hjartaþelsbólgu geta verið fjölbreytileg. Í bráðri sýk-
ingu eru hiti, hrollur og svæsin hjartabilun áberandi. Greining
tefst oft hjá sjúklingum með hálfbráða sýkingu þar sem einkenni
eru ósértækari eins og hitavella, lystarleysi og óútskýrt þyngdar-
tap.6,8
Einn helsti fylgikvilli hjartaþelsbólgu er hjartabilun og stafar
hún af leka í hjartaloku sem skemmst hefur af völdum sýkingar-
Inngangur: Opna hjartaaðgerð getur þurft að gera í alvarlegum tilfellum
hjartaþelsbólgu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur
skurðaðgerða við hjartaþelsbólgu á Íslandi en slík rannsókn hefur ekki
birst áður.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust
undir hjartalokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu á Landspítala 1997-2013.
Leitað var að sjúklingum í rafrænum kerfum Landspítala og upplýsingar
fengnar úr sjúkraskrám. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier
og var meðaleftirfylgni 7,2 ár.
Niðurstöður: Af 179 sjúklingum sem greindust með hjartaþelsbólgu á
rannsóknartímabilinu gengust 38 (21%) undir skurðaðgerð. Tveimur sjúk-
lingum var sleppt þar sem sjúkraskrár þeirra fundust ekki. Rannsóknar-
þýðið samanstóð því af 36 sjúklingum. Aðgerðum fjölgaði jafnt og þétt á
rannsóknartímabilinu, eða úr 8 aðgerðum fyrstu 5 árin í 21 þau síðustu
((gagnlíkindahlutfall, OR – odds ratio; öryggisbil, CI – confidence interval)
OR: 1,12, 95% CI: 1,05-1,21, p=0,002). Blóðræktanir voru jákvæðar hjá
81% sjúklinga og ræktaðist oftast S. aureus (19%). Þrír sjúklingar höfðu
fyrri sögu um hjartaskurðaðgerð og 5 höfðu sögu um misnotkun fíkniefna.
Algengustu staðsetningar sýkingar voru í ósæðarloku (72%) og míturloku
(28%). Hjartaloku var skipt út í 35 tilvikum, í 14 tilvika með ólífrænni loku
og í 21 tilviki með lífrænni loku. Tvær míturlokur var hægt að gera við.
Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartadrep (35%), öndunarbilun
(44%) og enduraðgerð vegna blæðingar (25%). Fjórir sjúklingar létust
innan 30 daga frá aðgerð (11%) og 5 og 10 ára lifun var 59% og 49%.
Umræða: Fimmti hver sjúklingur með hjartaþelsbólgu á Íslandi þurfti á
hjartalokuaðgerð að halda, langoftast ósæðarloku- eða míturlokuskipti.
Árangur er sambærilegur við erlendar rannsóknir en fylgikvillar eru tíðir,
30 daga dánartíðni hærri og langtímalifun lakari en eftir hefðbundnar loku-
skiptaaðgerðir.
Á G R I P
innar.9 Hjartabilun hefur mest forspárgildi um horfur sjúklings og
er jafnframt algengasta dánarorsökin.6,10 Aðrir þekktir fylgikvillar
eru rek á sýkingarhrúðri og myndun ígerða (abscess) sem oftast
myndast við ósæðarrótina.11
Fyrsta meðferð við hjartaþelsbólgu er sýklalyfjameðferð og er
hún hafin um leið og blóðræktanir hafa verið teknar. Gripið er til
skurðaðgerðar ef sjúklingur svarar ekki sýklalyfjameðferð. Sam-
kvæmt erlendum rannsóknum gangast á bilinu 25-50% sjúklinga
með hjartaþelsbólgu undir opna hjartaaðgerð.12,13 Við aðgerðina er
sýktur vefur fjarlægður og sýktu lokunni skipt út fyrir nýja, oftast
lífræna loku úr svíni eða gollurshúsi kálfs.14 Hjá yngri sjúkling-
um er þó stundum notast við ólífræna loku úr hertu kolefni og
einstaka sinnum er hægt að gera við lokuna.14,15 Helstu ábendingar
fyrir bráðaaðgerð við hjartaþelsbólgu eru versnandi hjartabilun,
alvarleg blóðsýking (sepsis) og stórt sýkingarhrúður á hjartalokum
sem talið er geta valdið reki.5
Hér á landi hafa verið gerðar tvær rannsóknir á hjartaþelsbólgu
sem báðar hafa birst í Læknablaðinu.1,2 Í hvorugri þessara rann-
sókna var þó litið sérstaklega á árangur skurðaðgerða. Tilgangur
þessarar rannsóknar var því að skoða árangur skurðmeðferðar við
hjartaþelsbólgu á Íslandi með sérstaka áherslu á ábendingar fyrir
aðgerð, fylgikvilla og langtímalifun.
Efniviður og aðferðir
Þetta er afturskyggn rannsókn sem tekur til allra sjúklinga sem
gengust undir skurðaðgerð við hjartaþelsbólgu frá 1. janúar 1997 til
31. desember 2013 á Landspítala. Í sjúklingabókhaldi Landspítala
var leitað að sjúklingum sem fengu greininguna hjartaþelsbólga
Skurðaðgerðir við hjartaþelsbólgu
á Íslandi 1997-2013
Ragnheiður M. Jóhannesdóttir1 læknir, Tómas Guðbjartsson1,2 læknir, Arnar Geirsson1 læknir
1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Arnar Geirsson, arnargeirsson@yahoo.com
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.02.122
Greinin barst til blaðsins 8. júní 2016, samþykkt til birtingar 12. janúar 2017.
R A N N S Ó K N
Bisbetol og Bisbetol plus
bísóprólól og bísóprólól hýdróklórtíazíð
filmuhúðaðar töflur
Okkar hjartans mál
Mjög sérhæfður β1-blokki (hjartasértækur).
Einungis þarf einn skammt á dag.
Bisbetol er notað gegn háþrýstingi og langvarandi stöðugri hjartaöng.
Bisbetol plus er notað til meðhöndlunar á frumkomnum háþrýstingi.
Williams & Halls • Reykjavíkurvegur 62 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 527 0600 • wh.is
Loksins markaðssett á Íslandi