Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2017/103 73
Inngangur
Rof á ristli er sjúkdómsástand sem margir sjúkdómar geta valdið.
Það er vel þekkt að sarpabólga (diverticulitis) valdi rofi á ristli en
aðrar þekktar orsakir eru krabbamein, blóðþurrð og bólgusjúk-
dómar í ristli.1,2 Ristilspeglun, hvort sem hún er til greiningar
eða meðferðar, er þekktur áhættuþáttur rofs.3-5 Aðrar orsakir eru
utanaðkomandi áverkar eins og slys og fylgikvillar aðgerða.2 Rofi
á ristli hefur einnig verið lýst eftir tölvusneiðmyndatöku af ristli.6
Meðferð við rofi á ristli fer eftir orsökum þess og ástandi sjúk-
lings. Framan af fóru flestir sjúklingar sem greindust með rof á
ristli í skurðaðgerð.3,4,7 Hefðbundin meðferð við rofi vegna sarpa-
bólgu hefur lengst af verið brottnám á þeim hluta ristils þar sem
rofið er, ásamt ristilstóma (colostomy), eða svokölluð Hartmanns-
aðgerð. Síðar, þegar sjúklingar hafa náð sér, er mögulegt að fram-
kvæma aðgerð þar sem gerð er endurtenging eða samtenging
(anastomosis) milli ristilenda. Samkvæmt erlendum rannsóknum
er hlutfall þeirra sjúklinga sem ekki fara í endurtengingu hátt, eða
45-54%.8,9, 10
Á undanförnum árum hefur meðferð við rofi á ristli verið að
breytast. Hlutfall þeirra sjúklinga sem fá stuðningsmeðferð hef-
ur farið hækkandi en hlutfall þeirra sem fara beint í aðgerð hefur
farið lækkandi. Stuðningsmeðferð hjá sjúklingum með staðbund-
ið rof á ristli felur í sér sýklalyfjagjöf og eftir þörfum ástungu og
Inngangur: Rof á ristli er alvarlegt sjúkdómsástand með háa dánartíðni.
Áður fyrr var meðferðin fyrst og fremst skurðaðgerð en á undanförnum
árum hafa rannsóknir sýnt sambærilegan árangur með stuðningsmeðferð.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða nýgengi, orsakir, meðferð og
afdrif sjúklinga með brátt rof á ristli á Íslandi á tímabilinu 1998-2007.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn leit í sjúkraskrám Landspít-
ala, Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á
Akranesi að líklegum greiningarkóðum miðað við greiningarkerfi Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar. Safnað var gögnum um kyn, aldur, greiningarár,
orsakir, greiningu, meðferð og afdrif einstaklinga með brátt rof á ristli.
Niðurstöður: 225 sjúklingar uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, 131 kona
(58%) og 94 karlar (42%). Miðgildi aldurs var 70 ár (bil 30-95 ár). Algeng-
ustu ástæður rofs voru sarpabólga (67%), áverki við ristilspeglun (12%)
og fylgikvillar aðgerða. Á fyrri 5 árum rannsóknartímabilsins fengu 27%
sjúklinganna meðferð án aðgerðar en 71% fór í aðgerð. Á seinni 5 árunum
var hlutfallið 45% og 54%. Um 24% sjúklinganna fengu varanlegt stóma.
Tæpur helmingur sjúklinga, eða 101 (46%), fékk 140 fylgikvilla og var
skurðsárasýking þar algengust. Þrjátíu daga dánartíðni var 11% en eins
árs dánartíðni 20%.
Ályktun: Sarpabólga var algengasta orsök rofs á ristli á Íslandi á rann-
sóknartímabilinu. Á sama tímabili jókst notkun stuðningsmeðferðar á
meðan skurðaðgerðum fækkaði. Hlutfall þeirra sjúklinga sem fengu stóma
og fóru síðar í aðgerð þar sem gerð var endurtenging er hátt hérlendis og
fyllilega sambærilegt því sem lýst er í erlendum rannsóknum.
Nýgengi, orsakir og meðferð við
bráðu rofi á ristli á Íslandi 1998-2007
Kristín Jónsdóttir læknir1, Elsa B. Valsdóttir læknir1,2, Shreekrishna Datye læknir3, Fritz Berndsen læknir4,
Páll Helgi Möller læknir1,2
1Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Sjúkrahúsinu á Akureyri,
4Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Fyrirspurnum svarar Elsa Björk Valsdóttir elsava@landspitali.is
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.02.121
Greinin barst 18. febrúar 2016, samþykkt til birtingar 2. janúar 2017.
ísetningu kera í graftarkýli gegnum húð, sem settir eru með hjálp
ómskoðunar eða tölvusneiðmyndar.12,13
Við ákveðin skilyrði hefur verið sýnt fram á jafngóðan árangur
af brottnámi á hluta af ristli (colon resection) og samtengingu milli
ristilenda í sömu aðgerð og við Hartmanns-aðgerð.9,11 Þá eru vax-
andi vísbendingar um að hjá sjúklingum með rof á ristli og dreifða
lífhimnubólgu sé ef til vill hægt að ná sambærilegum árangri með
skolun á kviðarholi og ísetningu kera með kviðsjárspeglun og við
opna aðgerð.14,15 Ef þörf krefur er ristillinn fjarlægður síðar í valað-
gerð eftir að bólga og sýking hefur hjaðnað.12-15
Dánartíðni vegna rofs á ristli er breytileg eftir rannsóknum, eða
á bilinu 0-39%, allt eftir ástæðum þess og alvarleika.2,3,7,11,16 Flestar
rannsóknir um rof á ristli fjalla um afmarkaðan hluta sjúklinga,
ýmist þá sem hafa sömu undirliggjandi orsök eða hafa fengið
sömu meðferð.3,4,6,15,17 Höfundum er ekki kunnugt um að allir sjúk-
lingar með rof á ristli, óháð orsökum og meðferð, hafi áður verið
skoðaðir saman og það á landsvísu.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða nýgengi, orsakir
og meðferð rofs á ristli á Íslandi á tímabilinu 1998 til 2007 og kanna
sérstaklega hvort breyting hafi orðið á meðferð á rannsóknar-
tímabilinu. Einnig var árangur meðferðar metinn með tilliti til
fylgikvilla og þörf á endurteknum inngripum. Þá var litið á hversu
margir sjúklingar fengu varanlegt stóma.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga þriggja stærstu
sjúkrahúsa landsins, Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, á tímabilinu 1. jan-
úar 1998 til 31. desember 2007. Gengið var út frá því að sjúklingar
með rof á ristli væru ekki meðhöndlaðir á öðrum sjúkrahúsum.
R A N N S Ó K N
Á G R I P