Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 34
90 LÆKNAblaðið 2017/103 Æfingafíkn íþróttafólks Það sem veldur þessum einkennum eru ekki hvað síst kröfur umhverfisins og þörf íþróttafólks fyrir að mæta óraunhæfum kröfum um frammistöðu og líkamlegt atgervi með ströngum æfingum og mataræði. Þetta hefst með því að fólk vill bæta árangur sinn og jafnvel missa nokkur kíló en getur þróast upp í það að æfingarnar hætta að verða ánægjulegar og breytast í kvöð eða fíkn. Perla sagði að einkennin væru bæði lík- amleg og sálræn og hefðu áhrif á hegðun fólks. Líkamleg einkenni geta verið þau að þyngdin sveiflast upp og niður, fólk finn- ur fyrir kulda, meiðsli og veikindi verða tíðari, þreyta og svefnvandi og meðal kvenna geta orðið truflanir á blæðingum. Sálræn einkenni lýsa sér í því að við- komandi hugsar stöðugt um mat, þyngd og líkamslögun. Líkamsímyndin brenglast og fullkomnunarárátta gerir vart við sig. Fólk missir tökin á skapi sínu og andlegri líðan og áráttuhegðun tekur völdin, svo sem varðandi mat og allt sem hann varðar. Hegðunin breytist og æfingar og þjálf- un keyra úr hófi og verða að áráttu – fólk finnur beinlínis fyrir vanlíðan ef það fær ekki að æfa. Það fer að forðast aðra á matmálstímum, hleypur í vörn í allri umræðu um óheilbrigt mataræði eða óhóf- lega þjálfun og býr til lista yfir „góðan“ og „vondan“ mat – og flokkar hann ekki eftir bragðinu. Fólk hættir að geta slakað á, hvíldin verður virk. Þessi þróun leiðir svo til þeirrar öfugsnúnu niðurstöðu að frammistaðan á íþróttavellinum versnar. Þá eykst freistingin til að laga ástandið með þvag- og hægðalosandi lyfjum eða einhverju þaðan af verra . . . Góðir og vondir þjálfarar Perla greindi frá rannsókn sem Klara Þorsteinsdóttir gerði árið 2013 á átröskun meðal kvenna í þremur greinum, fim- leikum, ballett og handbolta. Þar kom fram að 29,2% þátttakenda reyndust yfir meðaltalsskori íslenskra átröskunarsjúk- linga. Í framhaldi af þessu var ákveðið að stækka rannsóknina og fjölga bæði þátttakendum og íþróttagreinum (20). Perla tók þátt í þeirri rannsókn sem er nýlokið. Í stuttu máli má segja að hún hafi staðfest það sem kom fram í þeirri fyrri. Afreksfólk í íþróttum sýnir meiri einkenni lystarstols en samanburðarhópar. Að vísu er dálítið erfitt um samanburð hjá körlum þar sem rannsóknir vantar, en íþróttakonur skoruðu hærra á öllum mælikvörðum lystarstolseinkenna en kvenkyns háskólanemar. Samanburður við erlendar rannsóknir sýndi að hlutfall íslensks íþróttafólks sem er yfir klínísku viðmiðunarskori er hærra en þær fyrrnefndu hafa sýnt í einstökum íþróttagreinum. Þær Perla og Jorunn veltu því fyrir sér hvernig hægt væri að sporna gegn þessari þróun og komust að því að fræðsla væri fyrsta skrefið. Sú fræðsla þyrfti að beinast að iðkendunum sjálfum en ekki síður þeim sem að þeim standa. Jorunn nefndi að vissulega væri mikið til af velmenntuðum afbragðsþjálfurum sem ekki gerðu sig seka um að ýta undir óheilbrigt mataræði þeirra sem þeir þjálfa. Hins vegar væru þess því miður mörg dæmi að þjálfarar væru haldnir alls kyns bábiljum og úreltum viðhorfum. Hún nefndi sérstaklega þjálfara sem hefðu komið frá austanverðri Evrópu á síðustu áratugum. Þeir hefðu alist upp við allt önnur viðhorf en í álfunni vestanverðri. Til dæmis væri sú skoðun nokkuð út- breidd meðal þeirra að það væri eðlilegt að blæðingar kvenna beinlínis hættu með- an þær stunduðu afreksíþróttir. En umhverfi íþróttafólks er meira en bara þjálfarinn. Þar koma margir við sögu, annað íþróttafólk, vinir, foreldrar og aðrir aðstandendur, fjölmiðlar, tískuheimurinn og margt fleira. Mettuð fita, sykur og pizzur Eftir fyrirlestur um átraskanir íþróttafólks var eðlilegt að næst væri spurt hvort til væri eitthvað sem kalla mætti heilbrigt mataræði. Það gerði Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og freistaði þess að svara spurningunni, sem er ekki jafneinföld og hún sýnist. Axel skilgreindi sjálfur hvaða kröfur hann telur að heilbrigt mataræði þurfi að uppfylla. Það þarf að tryggja nægilega næringu og draga frekar úr en auka hættu á sjúkdómum. Hann vísaði til Ráðlegginga um mataræði sem landlæknir endurskoðaði og birti árið 2015. Þar eru helstu breytingar þær að mælt er með neyslu mjúkrar fitu í stað harðrar og að fólk dragi úr saltneyslu. Spurningin væri hins vegar hvort hægt væri að gefa út ráðleggingar sem giltu fyr- ir alla, unga háskólastúdenta jafnt og eldri offitu- eða hjartasjúklinga. Hann leit um öxl og rifjaði upp að baráttan gegn kólesterólinu hefði ráðið L Æ K N A D A G A R Þessi leiddu þingið um heilbrigðar sálir: Axel F. Sigurðsson, Ragnar Freyr Ingvarsson, Perla Lind og sú norska Jorunn Sundgot-Borgen. – Ragnar stýrði svo árshátíðinni um kvöldið með salti og pipar og af öryggi, festu og glæsibrag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.