Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 36
■ ■ ■ Þröstur Haraldsson 92 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Fyrir ríflega 30 árum voru þeir Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson ný- komnir heim frá sérnámi í heimilislækn- ingum í Svíþjóð. Hér heima var verið að breyta þjónustu heimilislækna og flytja hana úr einkastofum inn í heilsugæslu- stöðvar sem spruttu upp eins og gorkúlur. Störfin voru þó ekki á hverju strái en árið 1983 losnar önnur læknisstaðan við heilsugæslustöðina í Laugarási í Biskups- tungum, sem Pétur fékk, og rúmu ári síðar losnaði hin staðan sem Gylfi fékk. Þarna hafa þeir starfað saman þar til nú um ára- mótin að þeir fóru báðir á eftirlaun. Raunar gekk það ekki alveg þrautalaust fyrir sig að draga sig í hlé því heimamenn héldu þeim eina herlega kveðjuveislu þar sem hundruð manna þökkuðu þeim farsæl störf og góða viðkynningu. Nú eru þeir þó fluttir á mölina og búnir að koma sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu, Gylfi í Sjálandshverfinu í Garðabæ og Pétur í vesturbæ Kópavogs. Tveir læknar á einum stól Útsendari Læknablaðsins hitti þá félaga í Kópavoginum og ræddi við þá um ferilinn og hvernig samstarfið gekk. Fór alltaf vel á með þeim? – Já, við höfðum vit á því að vera ekk- ert að deila. Við þekktumst lítillega úr læknadeildinni og vorum ekki langt hvor frá öðrum í Svíþjóð, Pétur í Borås og Gylfi í Helsingborg. Við komum okkur upp ákveðnu skipulagi frá fyrsta degi og því var ekki hnikað meðan við vorum þarna. Fastar reglur og ekkert vesen. Svo vorum við líka heppnir með starfsfólk, hjúkr- unarfræðingar og aðrir starfsmenn entust vel og lengi, segja þeir. Laugaráshérað var myndað út úr Grímsneslæknishéraði sem hafði verið stofnað um aldamótin 1900. Það sem réði þeirri skiptingu voru ekki hvað síst samgöngur en þá voru fæstar ár brúaðar og læknar og aðrir vegfarendur ferjaðir yfir Hvítá. Fyrsti læknirinn var Skúli Árnason sem hafði búseturétt í Skálholti og bjó þar fram til 1920. Þegar hann lét af störfum komu upp einhver vandræði með búsetumál læknisins en upp úr því kaupa sveitarfélögin á svæðinu Laugarás- jörðina. Svæðið er ansi víðfeðmt því það nær vestan frá Sogi og austur að Þjórsá og frá Hveravöllum niður að hringveg- inum. Í upphafi voru sveitarfélögin 7 en nú eru þau fjögur. Læknar hafa verið nokkuð þaulsetnir þar en árið 1966 var byggt íbúðarhús fyrir lækni með móttöku. Tveimur árum síðar var ráðist í að stækka móttökuna og byggja annað íbúðarhús því svo var orðið annasamt að einn læknir dugði ekki. – Þegar við komum til starfa var þarna 117 fermetra heilsugæslustöð með móttöku fyrir einn lækni. Stækkun móttökunnar var nú hálfmisheppnuð því hún nýtt- ist aldrei nema fyrir einn lækni. Hinn læknirinn þurfti því að finna sér eitthvað annað að gera en sinna móttöku sjúklinga. Það var svo sem nóg að gera í vitjunum og þjónustu við skólana, auk þess sem við vorum um nokkurt skeið læknar fangelsis- ins á Litla-Hrauni. Svo bættust við virkjan- ir uppi á hálendinu og fleira. Við sinntum Sólheimum í Grímsnesi og elliheimilinu að Blesastöðum á Skeiðum sem var lokað í haust. Öflugur rekstur Nú starfa í Laugarási hjúkrunarfræðingar í hálfri þriðju stöðu, tveir læknar, læknarit- ari, móttökuritari og ljósmóðir í hluta- starfi. Þetta hefur verið svipað frá því Pétur og Gylfi hófu þar störf. – Þetta var nokkuð öflugur rekstur hjá okkur þótt stöðin væri lítil því við vor- um með meinatækni, hjúkrunarfræðing, ljósmóður, ritara og annað sem þurfti til reksturs á einni heilsugæslustöð. Laugar- ás var fyrsta heilsugæslustöðin sem tók upp leit að brjóstakrabbameini. Það hófst skömmu eftir að við komum austur, þá fengum við myndavél til að sinna þeirri leit. Við gerðum ýmislegt þó við værum í svona litlu húsnæði. Við vorum heppnir með að félagasamtök voru dugleg að gefa okkur tæki. Það var erfiðast að fá stjórn- völd til að byggja, þar var þungt fyrir fæti, segja þeir. Aðstaðan var hins vegar ekki nógu góð í Laugarási svo það var reynt að vinna því fylgi að stækka hana. Það tókst og árið 1997 gátu þeir flutt inn í nýja stöð. Þá jókst fermetrafjöldinn úr 117 í 450. Þar voru stólar fyrir þá báða svo þeir gátu hætt að sinna föngunum á Hrauninu. Sam- kvæmt reglugerð var ráð fyrir því gert að tannlæknir starfaði í stöðinni. Það fékkst náttúrlega enginn tannlæknir til starfa svo plássið hans var autt til að byrja með, en fljótlega tókst þó samkomulag um að félagsþjónustan í uppsveitum Árnessýslu nýtti húsnæðið. Þar var og er félagsráð- gjafi að störfum á skrifstofu. – Það er gott kompaní því félagsþjón- usta og heilsugæsla eiga margt sameigin- legt, svo sem umönnun aldraðra og fleira. Vegirnir upp og ofan Samgöngur hafa í tímans rás haft töluverð áhrif á skipan læknishéraða, eins og áður segir, og til skamms tíma hefur vegasam- bandið verið dálítið erfitt. – Vegirnir liggja mest upp og niður en ekki þversum. Það hefur þó skánað tölu- vert með tilkomu brúar og vegasambands milli Reykholts og Flúða. Tvær ástæður voru á sínum tíma fyrir því að Laugarás- jörðin var keypt: þar var jarðhiti og auk þess var jörðin í miðju héraði. Í upphafi voru ferjur yfir Hvítá, bæði yfir á Skeið Störfuðu saman í aldarþriðjung Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson heilsugæslulæknar láta af störfum í Laugarási í Biskupstungum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.