Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2017/103 95 og almennum viðskiptum og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. „Helstu frumherjar markaðshyggjunnar A. Smith, J. Stewart Mill og ferskir Nóbels- hafar í hagfræði, J. Stiglitz og G. Akerlof, vara við einfaldri markaðshyggjureglu í heilbrigðis-, dóms- og menntunarmálum þar sem neytendur skortir grunnþekkingu á við seljendur og kunna því síður að verðmeta þjónustuna. Öðru máli gegnir við kaup og sölu á matvælum, klæðum og húsnæði en þar geta kaupendur betur tryggt sér góða grunnþekkingu á vörum eða þjónustunni og geta því verðmetið kostnaðinn. Þar á markaðshyggjan betur heima að mínu áliti. Markaðsvæðingu eða einkavæðingu getur fylgt afkastahvati en „gróðahyggja“ má ekki verða allsráðandi á jafnviðkvæmu sviði og heilbrigðisþjón- ustan er, því að seljandi þjónustunnar er í yfirburðastöðu gagnvart kaupendum sem eru jú sjúklingar. Þriðji aðili, hið opinbera, verður óhjákvæmilega að vernda hag sjúklinga. Lítt heft „markaðsvæðing“ líkt og í Bandaríkjunum veldur mikilli kostn- aðaraukningu fyrir sjúklinga og aðra og veldur ójöfnuði. Niðurstöður þeirra rann- sókna sem ég hef kynnt mér eru þær að án verulegrar aðstoðar hins opinbera fær almenningur, sér í lagi lágtekjufólk, ekki viðeigandi þjónustu.“ Ólafur bendir ennfremur á að einka- rekstrarformið í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér í styttum legutíma sjúklinga eða bættri lýðheilsu. „Heilsufar almennings, dánartíðni barna, mæðradauði, dánartíðni meðal vinnufærs fólks vegna kransæða,- æða- og/eða öndunarfærasjúkdóma og sykursýki ásamt ævilíkum er marktækt hagstæðara á Norðurlöndum en í Banda- ríkjunum. Forvarnir á þessum sviðum eru ennfremur mun betur skipulagðar og hafa skilað betri árangri á Norður- löndunum en annars staðar. Í Mið-Evrópu og Bandaríkjunum veldur hár kostnaður verulegu ójafnræði í forvörnum. Hafa ber í huga að margs konar ytri aðstæður hafa áhrif á meðallegutíma, meðal annars eigin kostnaður sjúklinga og endurhæf- ing eftir sjúkrahúslegur. Svo virðist sem Ísland hafi góða stöðu hvað varðar gæði þjónustunnar. Þá er rétt að hafa í huga að heildarkostnaður í Bandaríkjunum er allt að 90% hærri en kostnaður í Mið-Evrópu og á Norðurlöndum. Ekki er að sjá að mun hærri kostnaður við einkavædda heil- brigðisþjónustuna í Bandaríkjunum hafi bætt árangur og gæði þjónustunnar.“ Meðferðarárangur góður á Íslandi „Þrátt fyrir marktækt hærri heildarkostnað í Bandaríkjunum og rekstur margra frá- bærra sjúkrahúsa er heildarmeðferðarár- angur og gæði, það er dánartíðni og 5 ára lifun vegna helstu sjúkdóma er okkur hrjá, eins og hjarta- og æðasjúkdóma ásamt krabbameini, svipaður á Norðurlöndum og jafnvel betri en í Bandaríkjunum. Þetta styðja rannsóknir og skýrslur sem birtar hafa verið á undanförnum árum. Fimm ára lifun eftir brjósta- og meltingarkrabba- mein er einna best hér á landi. Samkvæmt tölum frá árinu 2013 virðist heildarmeð- ferðarárangur hér á landi ekki hafa batnað líkt og áður og má það eflaust rekja til lækkandi fjárveitinga. Gæði þjónustunn- ar á Íslandi voru engu að síður allmikil miðað við samanburðarlönd. Til að mynda virðist tíðni endurgerðra mjaðmaliðsað- gerða lægri á Íslandi en á Norðurlöndum og einnig eru gerðar færri ómskoðanir á hverja fæðingu á Íslandi miðað við saman- burðarlönd og lægri dánartíðni nýbura.“ „Mér virðist stjórnvöld algjörlega skorta rökstuðning fyrir því að breyta frekar rekstrarfyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar nema að hið opinbera sé meginstjórnandi í rekstrin- um,“ segir Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.