Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 38
94 LÆKNAblaðið 2017/103
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
„Það verður að taka á heilbrigðismálun-
um af festu og ákveðni, tryggja jöfn-
uð í þjónustunni og láta ekki undan
þrýstingi um að einkavæða heilbrigð-
iskerfið meira en þegar er orðið,“ segir
Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir
sem blaðamaður Læknablaðsins átti sam-
tal við á dögunum.
Ólafi er talsvert niðri fyrir þegar hann
byrjar að tala um heilbrigðismálin og
undirritaður getur ekki annað en fyllst
aðdáun yfir að maður sem hefur lifað og
hrærst í heilbrigðismálum og aldrei skirrst
við að segja skoðun sína á stefnu stjórn-
valda eða ástandi í heilbrigðismálum skuli
enn, kominn hátt á níræðisaldur, vera full-
ur vandlætingar á því ástandi sem hann
telur ríkja í heilbrigðismálum þjóðarinnar.
„Ef við skoðum aðalskýrslur Efnahags-
og þróunarstofnunar Evrópu fyrir árin
2005-2015 og skýrslur Heilbrigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna frá 2008-2015 um
ástand heilbrigðismála á Vesturlöndum
og samanburð á þeim kerfum sem löndin
hafa tileinkað sér, stöndum við ágætlega
en þó ekki eins vel og búast mætti við. Það
virðist sem aukin tilhneiging sé til þess að
einkavæða sífellt stærri hluta af kerfinu
og draga samhliða verulega úr opinberri
fjármögnun þess,“ segir hann. „Þeir sem
skrifað hafa um einkarekna heilbrigð-
isþjónustu hér á landi virðast ekki hafa
kynnt sér ársskýrslur OECD eða WHO
sem telja má hinar öruggustu heimildir í
þessu efni.“
„Í meginatriðum er þrenns konar
skipulag á rekstri heilbrigðisþjónustu á
Vesturlöndum. Valin eru út þrjú landsvæði
að mati OECD og WHO þar sem íbúar búa
við svipaða menningu, lífskjör og skrán-
ing er vel skipulögð. Á Norðurlöndunum
er heilbrigðisþjónustan skattafjármögnuð
þannig að kostnaðurinn er fjármagnað-
ur allt að 80% með sköttum (almennar
tryggingar). Tilvísana er krafist í mörgum
löndum. Verktakasamningur er gerður við
lækna sem er byggður á kaupsamningi við
ríkið, þannig að takmarkaður einkarekstur
er víða í heilsugæslu, sérfræðivinnu utan
sjúkrahúsa, röntgenrannsóknum, forvörn-
um og öldrunarþjónustu. Komugjöld eru
ákveðin með hliðsjón af greiðsluhag al-
mennings en ekki einkafyrirtækja. Hagn-
aður af rekstri fer til heilbrigðisstarfsfólks
er sér um reksturinn. Verktakagreiðslur
til lækna breyta því engu frá því sem nú
er á Íslandi,” segir Ólafur og heldur síðan
áfram.
„Í Mið-Evrópulöndum er frjálst
tryggingarkerfi sem er fjármagnað að
mestu með iðgjöldum launafólks (75-80%).
Stjórn kerfisins er í höndum trygginga-
félaga og sjúkrasamlaga undir eftirliti
ríkisins. Gróðareknar sjúkrastofnanir
eru leyfðar að takmörkuðu leyti. Þegar
við hins vegar lítum til Bandaríkjanna
blasir allt önnur mynd við okkur. Þar er
heilbrigðisþjónustan að verulegu leyti
einkarekin og einkavædd og hagnaðurinn
fer að mestu leyti út úr greininni. Ríkið
eða opinberir aðilar fjármagna um 50% af
kostnaðinum. Sjúklingar eru tryggðir hjá
einkareknum tryggingaraðilum eða eru
ótryggðir. Einungis „opinbert“ starfsfólk,
aldraðir og fatlaðir í Bandaríkjunum er
tryggt af opinberum aðilum. Komugjöld
eru yfirleitt ákveðin með „frjálsum“ samn-
ingum án áhrifa neytenda eða hins opin-
bera. Reynslan af þessu kerfi leiðir í ljós
að kostnaður fer úr böndum og ójöfnuður
myndast.“
Ólafur bætir því við að margir hafi
bundið vonir við að hagur sjúklinga
myndi batna eftir hina svokölluðu
Obamavæðingu heilbrigðiskerfisins í
Bandaríkjunum, en nú þegar eitt af fyrstu
embættisverkum Donalds Trump hafi
verið að nema reglugerð þar að lútandi
úr gildi, sé ekki lengur tilefni til mikillar
bjartsýni í þeim efnum.
Einkarekstur skapar ójöfnuð og mismunun
Ólafur segir reynslu Breta af einkavæð-
ingu hluta heilbrigðisþjónustunnar ekki
góða. „Í kjölfar verktakasamninga við
lækna árið 1991 í Bretlandi var ekki numið
staðar. Verulegar breytingar urðu á samfé-
lagslegum rekstri heilbrigðisþjónustunn-
ar og við tók einkarekstur og að hluta
til einkavæddur rekstur. Mörg opinber
sjúkrahús eru nú einkarekin og taka við
einkafjármagni frá hluthöfum sem mark-
aðsvæða stofnanir og vilja eðlilega græða
á rekstrinum. Hagnaðurinn fer yfirleitt
út úr greininni. Hagnaðarsjónarmiðin
valda því að frekar eru valdir „auðveldir“
sjúklingar til meðferðar en síður erfiðir
eða þungir sjúklingar vegna aldurs eða
langvinnra sjúkdóma. Sjúklingum er mis-
munað og ójafnræði skapast. Stjórnunar-
kostnaður hefur tvöfaldast og færst meira
í hendur hluthafanna. Svipuð þróun hefur
orðið í Svíþjóð eftir 2008 og samkvæmt
skýrslum sænsku ríkisendurskoðunarinn-
ar fyrir árið 2015 hafa jákvæðar breytingar
á heilsufarsárangri enn ekki komið fram.“
Ólafur leggur áherslu á að ekki sé hægt
að bera saman vörur og þjónustu í verslun
Útgjöld sem hluti (%)
þjóðarframleiðslu 2003-2015
Aukning
minnkun, %
Útgjöld miðuð við kaupmáttargildi í
dollurum pr. einstakling 2003-2015, %
Ísland 10,5-8,8 -16,2 3115 - 3325 = + 6,7
Hin Norðurlönd 9,1-9,7 +6,6% 2848 - 3848 = + 35,1
Mið-Evrópa 9,6-10,7 +11,5 2801 - 3719 = +32,8
Bandaríkin 15-16,5 +10 5635 - 7964 = + 41,3
„Opinber rekstur tryggir gæði
og jöfnuð í heilbrigðiskerfinu“
segir Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir
„Þessi tafla sýnir svo ekki verður um villst að á sama tíma og útgjöld í samanburðarlöndum hafa aukist í takt við vax-
andi þörf fyrir þjónustuna hafa útgjöld á Íslandi til heilbrigðismála minnkað verulega,“ segir Ólafur. „Það er ljóst að
hér á Íslandi höfum við ekki fylgt eftir sömu þróun í fjármögnun þjónustunnar eins og í öðrum vestrænum löndum.“