Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2017/103 101 M I N N I N G A R O R Ð Foreldrar Tómasar voru Jónas Tómasson, bóksali, organisti og tónskáld á Ísafirði (1881-1967) og Anna Ingvarsdóttir hús- freyja (1900-1943). Tómas fæddist og ólst upp á Ísafirði og var elstur þriggja bræðra, en hinir voru Ingvar víóluleikari og hljóm- sveitarstjóri (1927-2014) og Gunnlaugur Friðrik bóksali (1930). Tómas kvæntist 14. júlí 1946 Önnu Jó- hannesdóttur f. á Seyðisfirði 30. október 1924. Börn þeirra eru 1) Jónas tónskáld, f. 21. nóvember 1946, maki Sigríður Ragnars- dóttir tónlistarskólastjóri, f. 31. október 1949. Börn þeirra a) Ragnar Torfi, maki Tinna Þorsteinsdóttir og eiga þau tvö börn, b) Herdís Anna, c) Tómas Árni. 2) Jóhannes upplýsingafulltrúi, f. 28. febrúar 1952, maki Málfríður Finnbogadóttir verk- efnastjóri, f. 21. janúar 1954. Börn þeirra a) Helgi, sambýliskona Hildur Bjarnadóttir, barn þeirra Elsa María, og fyrir átti Helgi Jóhannes, b) Anna, maki Ragnar Björn Ragnarsson (þau skildu), börn þeirra Sara Björk og Einar Björn, c) Þórdís, maki Brynj- ar Valþórsson, sonur þeirra Valþór Hrafn- kell, fyrir átti Þórdís Ísar Ágúst og Salvöru Móeiði, 3) Haukur tónskáld, f. 9. janúar 1960, maki Ragnheiður Elísdóttir læknir, f. 22. nóvember 1966. Börn þeirra a) Hulda Kristín, b) Anna Soffía. 4) Guðrún Anna píanókennari, f. 20. mars 1962, maki Leon van Mil tónlistarkennari, f. 5. júlí 1960. Tómas Árni varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1943 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild HÍ 1951 og hlaut sérfræðileyfi í lyflækningum, sér- staklega meltingarsjúkdómum 1957. Að loknu kandídatsári og starfi sem héraðs- læknir í Súðavíkurlæknishéraði 1953 hélt hann til sérfræðináms í Bandaríkjunum. Var hann fyrsta árið aðstoðarlæknir á lyflækningadeild Duke University Hospi- tal í Durham í Norður-Karólínu og síðan á lyflækninga- og meltingarfræðadeild Henry Ford Hospital í Detroit í Michigan árin 1954-1957. Var sérfræðingur á Landa- kotsspítala 1957 til 1993 og heimilislæknir í Reykjavík 1957 til 1962. Einnig stundaði hann sérfræðistörf á eigin stofu til 1996. Hann var prófdómari í lyflæknisfræði við embættispróf við læknadeild HÍ 1966-1974 og lektor og síðar dósent í meltingarfræð- um árin 1973 til 1989. Árið 1962 hóf hann að kynna sér nýjungar í meltingarlæknis- fræðum með námsdvöl í Kaupmannahöfn, Gautaborg, á Englandi og síðar Erlangen í Þýskalandi og var meðal fyrstu lækna hér á landi til að rannsaka og greina meltingarsjúkdóma með myndatökum í meltingarvegi. Tómas Árni var virkur í félags- og trúnaðarstörfum á sviði heilbrigðismála, var formaður Læknafélagsins Eirar, gjaldkeri og formaður Læknafélags Reykjavíkur, Félags íslenskra lyflækna, Félags meltingarfræðinga. Þá sat hann í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1973-1988, var formaður 1978-1988 og var varaformaður Krabbameinsfélags Íslands 1980-1988. Hann var félagi í al- þjóðafélagi meltingarsérfræðinga, Bockus International Society of Gastroenter- ology frá 1972 og sat í stjórn þess árin 1980-1984. Einnig sinnti hann ýmsum nefndarstörfum fyrir Landakotsspítala, læknasamtökin, læknadeild HÍ og heil- brigðisráðuneytið. Þá skrifaði hann grein- ar varðandi sérgrein sína í innlend og er- lend tímarit. Tómas Árni sat í heiðursráði Krabbameinsfélags Íslands frá 1990, var kjörinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1994. Hann hlaut riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990. Hann var formaður fræðslunefndar Landakotsspítala 1968-1970, fræðslu- og námskeiðsnefndar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og hann var for- maður Læknafélags Íslands árin 1974-1978. Hann vann ásamt vini sínum Povl Riis og fleiri dönskum læknum að uppbyggingu framhaldsmenntunar íslenzkra lækna og endurreisn útgáfustarfsemi læknafélag- anna og verður gerð grein fyrir því síðar, í tengslum við aldarafmæli Dansk-Islandsk Samfund. Sjötugur að aldri var Tómas Árni kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Íslands. Önnu, börnum og barnabörnum þeirra Tómasar Árna, sendi ég samúðarkveðjur okkar Áslaugar. In memoriam Tómas Árni Jónasson 5. október 1923 – 5. nóvember 2016 Örn Bjarnason læknir og fyrrum ritstjóri Læknablaðsins ornbjarnason47@gmail.com

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.