Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 6
6 16. febrúar 2018fréttir Spákona á SjötugSaldri Selur contalgin og rítalín í Breiðholti n Tugir dáið úr eitrun n Alma var 15 ára þegar hún lést n Spádómar og dóp í boði S ölumaður dauðans var hvorki lifaður, leðurklædd- ur maður í dimmu húsa- sundi né ungur dreng- ur með vöðvana fulla af sterum klæddur í græna Adidas-peysu. Fíkniefnasalinn var spákona á sjö- tugsaldri sem selur dauðadópið contalgin og býður einnig upp á rítalín. Blaðamenn DV hringdu í spákonuna sem bauð öðrum þeirra að hún myndi rýna í fram- tíð hans og þá gat hann einnig keypt bæði contalgin og rítalín af spákonunni. Hefur DV bæði hljóð og myndbandsupptökur þar sem dópið var keypt í Breiðholti. Dauðadópið contalgin hefur verið vinsælt á íslenskum fíkni- efnamarkaði og hefur verið kall- að hið íslenska heróín. Contalgin er morfín og skylt heróíni og ætlað til að lina þjáningar krabbameins- sjúklinga. Contalgin hefur tekið tugi ís- lenskra fíkla. Í nóvember síðast- liðnum opnaði Hildur Hólmfríður Pálsdóttir sig um dauða dóttur sinnar. Almu Maureen Vinson lést í október 2014 aðeins 15 ára gömul af of stórum skammti af contalgin. „Aldrei í lífinu hélt ég að ég ætti eftir að gera þetta, að sitja heima með tárin í augunum að skrifa minningargrein um dóttur mína. Elsku litli fallegi engill, það eru engin orð sem fá því lýst hversu mikið við söknum þín. Núna er allt svo hljótt, enginn söngur úr her- berginu þínu, enginn gítarleikur, og ekkert verið að kalla á mömmu sína til að biðja hana um að koma með eitthvað,“ skrifaði Hildur í minningargrein um dóttur sína. Í umfjöllun RÚV í lok árs 2017 kom fram að árið á undan hefðu 25 látist vegna lyfja eða fíkniefna. 17 dauðsföll voru vegna ópíóða og höfðu þá aldrei verið fleiri. Ári 2007 og 2008 voru dauðsföll 32 og 34. Hlutfall þeirra sem látast úr lyfja notkun er hér næsthæst í heimi á eftir Bandaríkjunum. DV hefur öruggar heimildir fyrir því að karlmaður sem hef- ur áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi sé nokkuð einráð- ur þegar kemur að innflutningi af dauðadópinu til landsins. Dópið er keypt á Spáni og kostar um þús- und krónur taflan og er svo selt á átta þúsund krónur hér á landi. Contalgin er mest notað af langt leiddum fíklum og tekur eins og áður segir mörg líf á ári. Dauðadópið Contalgin hefur verið eitt það vin- sælasta á íslenskum læknadóps- markaði lengi og greindi Kompás frá því árið 2005 að sex manns létu lífið á hverju ári vegna ofneyslu morfínlyfja. Eftir að þátturinn var sýndur hvarf lyfið af götunum um nokkurn tíma og sagt var að margir fíklar hafi liðið vítiskvalir á þeim tíma. En þegar storminn lægði byrjaði contalgin aftur að flæða inn á markaðinn og er enn mikið vandamál í dag þrátt fyrir að önnur lyf, samanber fentanýl og oxycontin séu einnig útbreidd. Í nóvember síðast- liðnum ræddi Rás 1 við Hildi, móður Ölmu Maureen sem lést eins og áður segir 15 ára gömul úr of stórum skammti af contalgin. Þar greindi Hildur frá því að dóttir hennar, sem hóf 12 ára göm- ul að neyta fíkniefna, hefði sagst vita hversu mikið af lyfinu hún þyldi. „Ég sagði við hana að þetta virkaði ekki svoleiðis. Þetta er bara rússnesk rúlletta. Þú tapar alltaf.“ Í Kastljósi sagði Hild- ur: „Þeim er örugglega talin trú um að þetta sé allt hættulaust og þetta sé bara gott. Þegar þau byrja að reykja gras og eitthvað svoleið- is, að þetta sé bara náttúrulegt lyf og þetta geri bara gott, þau trúa þessu, dílerinn er náttúrulega besti vinur þeirra og þau trúa öllu sem hann segir, en þetta er bara kjaftæði. Þetta er bara eitur og leiðir í eitthvað meira og sterkara og endar yfirleitt bara á einn veg … Að koma að barninu sínu látnu í rúminu sínu er ekki það sem nokkur getur hugsað sér að eiga von á, við stóðum hérna agndofa, ég og bróðir hennar, skelfingin var svakaleg.“ Ólaf ur B. Ein ars son, verkefnis- stjóri lyfja mála hjá Land lækn i sagði í samtali við Morgunblaðið í ágúst 2017. „Á Íslandi má rekja ein hver dauðsföll til eitr ana af völd um fentanýl en al geng ara er að oxýkó- dón finn ist í sýn um. Okk ar til finn- ing er sú að þeir sem mis nota þessi efni geri sér ekki grein fyr ir því hversu hættu leg þau eru eða eru ekki í ástandi til þess. Það sama á sér stað hér á landi og í Banda- ríkj un um, að þeir sem eru verst stadd ir í fíkn sinni fái ekki mikið ávísað sjálf ir held ur fái lyf sem lækn ar ávísa á aðra.“ Contalgin og rítalin í boði DV hafði spurnir af því að spákon- an væri að selja sitthvað fleira en Ein tafla kostar 8.000 Tók blaðamenn DV nokkrar mínútur að fá að læknadópið. Lyfið er keypt á Spáni fyrir 1.000 krónur hver tafla. „Aldrei í lífinu hélt ég að ég ætti eftir að gera þetta, að sitja heima með tárin í augunum að skrifa minningargrein um dóttur mína. Alma lést aðeins 15 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.