Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Qupperneq 10
10 16. febrúar 2018fréttir
Í
kjölfar umræðu DV um með-
ferðarheimilið Krýsuvík þá vil
ég sem fyrrverandi meðferðar-
fulltrúi á Krýsuvík taka undir
orð Svandísar Svavarsdóttur, Hall-
dóru Mogensen og fyrrverandi
stjórnarmanns Krýsuvíkursam-
takanna um að það þurfi að gera
rækilega úttekt á allri starfsemi
meðferðarheimilis og áfanga-
heimilis Krýsuvíkursamtakanna
núna frekar en síðar þegar hugs-
anlegar kærur á samtökin og ríkið
koma fram.“
Þetta segir Berglind Ólafsdóttir
sem starfaði sem ráðgjafi í Krýsuvík
en hún lét af störfum seint á síðasta
ári. Hún segir að allt sem hafi kom-
ið fram í umfjöllun DV komi heim
og saman við hennar upplifun af
rekstri meðferðarheimilisins. DV
hefur greint frá óeðlilegum sam-
skiptum forstöðumanns við kven-
kyns skjólstæðinga, starfsmenn
hafa átt í kynlífs- og ástarsam-
böndum við sjúklinga og þá hefur
fyrrverandi ráðgjafi verið kærður
fyrir kynferðisbrot. Krýsuvík hefur
fengið falleinkunn frá Landlækni
og ábendingar hans verið virtar
að vettugi. Þá hefur verið harðlega
gagnrýnt að enginn starfsmaður
er að störfum eftir klukkan fjögur á
daginn og til næsta morguns. Eins
og DV hefur greint frá hefur fjár-
munum frá ríkinu verið eytt í glæsi-
kerrur fyrir yfirmenn staðarins á
meðan samtökin bera sig aumlega
opinberlega og bera við fjárskorti.
Hafa óneitanlega bjargað
mannslífum
Ekki er hægt að álykta annað en
að eftirliti hins opinbera með
rekstrinum virðist vera ábótavant
auk þess sem stjórn samtakanna
skiptir sér lítið sem ekkert af dag-
legum rekstri meðferðarheimil-
isins. Þar ráða mæðginin Lovísa
Christiansen framkvæmdastjóri
og forstöðumaðurinn Þorgeir Óla-
son öllu sem þau vilja.
Berglind Ólafsdóttir, fyrrverandi
ráðgjafi hjá samtökunum, segir:
„Það er mikilvægt að til sé stofn-
un sem annast þennan hóp sjúk-
linga sem veikastur er og
þarf því sérstakt lang-
tímaúrræði ef árang-
ur á að nást. Krýsu-
víkursamtökin
hafa óneitanlega
bjargað mörgum
mannslífum en
það er ófært að
einstaklingar í sínum
verstu aðstæðum geti
ekki treyst því að verða
ekki fyrir kynferðislegri
áreitni og þvingunum
auk andlegs ofbeldis
innan stofnunarinnar,“
segir Berglind.
Þakkar fyrir umfjöllunina
Að hennar sögn er
sorglegt að heyra að
samtökin séu að
eyða dýrmætum
fjármunum
frá ríkinu í al-
mannatengla til
að bregðast við
fréttaflutningi og
verja óafsakanlegan
rekstur meðferðarheim-
ilisins í stað þess að nota pen-
ingana í að hjálpa skjólstæðingum
meðferðarheimilisins. Til þess fái
samtökin peninga frá ríkinu.
„Ég vil þakka DV fyrir faglega
umfjöllun um Krýsuvík og get
staðfest að mín upplifun er sú að
allt það sem hefur komið fram í
blaðinu er satt og rétt.“
Þá hefur DV einnig undir hönd-
um bréf frá fyrrverandi stjórnar-
manni í Krýsuvíkursamtökunum,
sem átti sæti í stjórn um árabil.
Stjórnarmaðurinn fyrrverandi
sendi skeyti á stjórn Krýsuvíkur-
samtakanna í byrjun janúar, áður
en umfjöllun DV hófst.
Hafði stjórnarmanninum
borist til eyrna að alvarlegur mis-
brestur væri á meðferðarstarf-
inu og sendi stjórninni bréf. Fljót-
lega eftir bréfið barst sagði sitjandi
stjórnarmaður af sér, eins og DV
hefur greint frá. Í bréfinu hrósar
stjórnarmaðurinn Sigurlínu Dav-
íðsdóttur, stjórnarformanni sam-
takanna, og þakkar henni
fyrir að honum hafi tek-
ist með hennar hjálp
að ljúka háskóla-
námi. Segir hann
einnig að Krýsuvík
hafi bjargað mörg-
um mannslífum.
Alvarlegt brot
Þorgeirs
Í bréfinu minn-
ist stjórnarmað-
urinn á Björn
Ragnarsson,
fyrrverandi
ráðgjafa, og
kæru um kyn-
ferðislegt ofbeldi
sem hann er sak-
aður um að hafa beitt
sjúkling á staðnum.
„Þegar ég svo heyrði
að Þorgeir Ólason
hefði hafið samband
við unga stúlku sem
var ný orðin edrú og
var nýliði eins og það
er kallað í AA-samtök-
unum, þá trúði ég því nú
tæplega en fór að forvitnast um
það og komst að því að það er
raunar staðreynd líka. Þarna var
ekki um skjólstæðing Krýsuvíkur-
samtakanna að ræða heldur bara
stúlku sem sat með honum á AA-
fundum og bjó að mér skilst sem
leigjandi í húsi sem Þorgeir er
sagður eiga á lóðinni hjá mömmu
sinni.
Þetta var því svo sem eitthvað
sem er ekki hægt að kalla brot á
samningi ráðgjafa gagnvart skjól-
stæðingi sínum, en er kallað þrett-
ánda spor í AA-samtökunum.“
Stjórnarmaðurinn tekur fram að
ekki sé ætlun hans að skipta sér
af lífi starfsmanna utan vinnutíma
en minnir starfsfólk á að standa
við samning þann sem ráðgjafar
skrifa undir í Krýsuvík.
„Í þeim samningi sem allir ráð-
gjafar þurfa að undirrita er í að-
alatriðum reynt að koma í veg
fyrir tilfinningasambönd, óeðlileg
samskipti eins og til dæmis við-
skipti og gjafir og þvílíkt, kynlíf og
svo framvegis. Þetta er siðferðilegs
eðlis en byggist einnig á þeirri ein-
földu staðreynd að fíklar bera svo
mikið traust til ráðgjafa sinna og
einnig oft til annarra starfsmanna
meðferðarstaða að það er bara
hrein misnotkun af hálfu starfs-
manns og sérlega ráðgjafa að fara
út fyrir atvinnuhlutverkið gagn-
vart þeim. Brot gegn þessu trausti
getur kostað skjólstæðing lífið, að
hann fari aftur að drekka og deyi
úr alkóhólisma eða fíkn. Því er
þessi rammi settur.“
Gæti gengið af
meðferðarstarfinu dauðu
Bendir stjórnarmaðurinn á að inn-
an AA- og 12 spora-samtakanna sé
reynt að halda þeirri siðferðislegu
reglu í hávegum að þeir sem hafi
náð að vera án áfengis í nokkurn
tíma séu ekki að hefja sambönd
með fólki sem er að byrja sína
edrú mennsku. Það varðar auðvit-
að ekki við lög, en er siðferðislegt
álitamál innan AA-samtakanna.
Þá kveðst stjórnarmaðurinn hafa
heyrst af misheppnuðum manna-
ráðningum á Krýsuvík.
„Það sem kom hins vegar í ljós
við þessa kannski óþörfu en vel-
meintu forvitni mína var að Þor-
geir Ólason er sagður hafa átt
óeðlileg samskipti við kvenkyns
skjólstæðing Krýsuvíkur […] Ég
hef heyrt að utanumhald starfs-
manna eins og handleiðsla hafi
ekki verið til staðar nú um tíma
og eins virðist einhver misbrestur
hafa verið á því að starfsemin hafi
verið fullmönnuð öllum stundum.
Ásamt fleiru sem ég tel óþarfi að
vera að upplýsa ykkur um þar sem
orð mín geta tæplega talist full-
nægjandi sönnun á einu né neinu
og því síður þar sem ég hef ekki
verið vitni að þessu sem mér hefur
borist til eyrna.
Mér þykir leitt að þessar upp-
lýsingar hafi ekki borist ykkur í
stjórninni fyrr, en staðan er bara
svona og það er ykkar að bregð-
ast við henni. Líklega verður starf-
ið fyrir höggi sem tekur tíma að ná
sér af, en það er algerlega borð-
leggjandi að ef eitthvað fleira er á
ferðinni þá mun það koma í ljós
og það gæti gengið af Krýsuvíkur-
samtökunum og meðferðarstarf-
inu dauðu.“ Bréfi stjórnarmanns-
ins fyrrverandi lýkur svo á þessum
orðum. „Að því sögðu er mínum
afskiptum lokið af þessu máli og
ég óska ykkur og Krýsuvíkursam-
tökunum góðs gengis.“ n
Bréf fyrrverandi
stjórnarmanns
skapaði usla
Fyrrverandi ráðgjafi stígur fram og staðfestir umfjöllun DV um Krýsuvík
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Berglind Ólafsdóttir Fyrrverandi ráðgjafi í Krýsuvík.